Bændablaðið - 05.10.2017, Page 12

Bændablaðið - 05.10.2017, Page 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 Hafsteinn Ólafsson, yfirkokkur á veitingastaðnum Sumac Grill + Drinks á Laugavegi í Reykjavík, bar sigur úr býtum í keppninni Kokkur ársins 2017 sem haldin var í Hörpu laugardaginn 23. september. Eftirfarandi fimm matreiðslu- menn kepptu til úrslita: • Hafsteinn Ólafsson (1. sæti) Sumac Grill + Drinks • Garðar Kári Garðarsson (2. sæti) Deplar Farm/Strikið • Víðir Erlingsson (3. sæti) Bláa Lónið • Bjarni Viðar Þorsteinsson Sjávargrillið • Rúnar Pierre Heriveaux Grillið Hótel Saga Fyrirkomulagið á keppninni var þannig að faglærðir matreiðslu- menn sendu uppskrift í keppnina ásamt mynd af réttinum. Valnefnd skipuð fimm faglærðum dómurum völdu nafnlaust þær 12 uppskriftir sem þóttu lofa góðu þar sem tekið var mið af frumleika, nýtingu á hráefni og útliti réttar. Það voru síðan fimm sterkustu keppendurnir sem komust áfram í úrslitakeppnina í Hörpu. Þriggja rétta matseðill úr leynikörfu Keppendur elduðu þar þriggja rétta matseðil úr svokallaðri leynikörfu, sem hulunni var svipt af deginum áður. Þar kom í ljós að í forrétt skyldi nota heilan skötusel, fersk ígulker og ferska hörpuskel. Í aðalrétt þurftu keppendur að útfæra sína útgáfu af klassíska réttinum „Önd orange“. Keppendur fengu tvær heilar franskar Barberie-endur sem skylduhráefni. Í eftirrétt voru frosin íslensk aðalblá- ber, Cacao Barry mjólkursúkkulaði (38%) og grísk jógúrt. Aðalatriðið í eftirréttinum varð að vera borið fram heitt. Hafsteinn, sem er landsliðsmaður í kokkalandsliðinu, hafði þrjú síðustu árin lent í öðru sæti áður en kom að sigri í fjórðu tilraun. Hann mun keppa fyrir Íslands hönd í „Nordic Chef Of The Year“ í Danmörku á næsta ári. Fjölskipuð dómnefnd valdi sigur- vegara. Hún fylgdi eftir vinnubrögð- um keppenda í þaula og smakkaði allan matinn. Yfirdómari var Krister Dahl frá Svíþjóð. Hinrik og Steinbjörn matreiðslunemar ársins Matreiðslunemakeppnin var deg- inum á undan, föstudaginn 22. september, auk þess sem fram- leiðslunemar kepptu sín á milli. Hinrik Lárusson, mat- reiðslunemi á Radisson Blu Hótel Sögu, og Steinbjörn Marvin Björnsson, matreiðslunemi í Hörpu, voru útnefndir matreiðslunemar ársins 2017. Verkefni matreiðslunema var að matreiða forrétt, aðalrétt og eftirrétt fyrir níu manns. Í forrétt var íslenskt haust- grænmeti. Rétturinn mátti ekki innihalda mjólkurafurðir eða hnet- ur, en hann var framreiddur af fati. Í aðalrétt var kjúklingur og risottó ásamt heitri sósu. Aðalréttur var framreiddur á fati og í eftirrétt voru jarðarber, marens og heit sósa. Eftirrétturinn var framreiddur á diskum. Sigurður Borgar og Axel Árni framleiðslunemar ársins Sigurður Borgar, framleiðslunemi á Radisson Blu Hótel Sögu, og Axel Árni Herbertsson, fram- leiðslunemi í Bláa Lóninu, voru útnefndir framleiðslunemar ársins 2017. Verkefni framreiðslunemanna voru skriflegt próf um fagtengd málefni, blöndun áfengra og óáfengra drykkja, eldsteiking, fyrirskurð á heilum kjúklingi, sérvettubrot, kvöldverðarupp- dekkning fyrir fjóra rétti ásamt blómaskreytingu og framreiðsla á fjórum réttum ásamt vínum. Nemarnir öðlast þátttökurétt í Norrænu nemakeppninni sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 20.–21. apríl á næsta ári. /smh Hafsteinn kokkur ársins 2017 – Matreiðslu- og framleiðslunemar ársins einnig útnefndir FRÉTTIR Hafsteinn Ólafsson fagnar með þá Garðar Kára Garðarsson (t.v.) og Víði Erlingsson við hlið sér. Myndir / Sigurjón Sigurjónsson Réttirnir þrír sem Hafsteinn bauð upp á: fyrst skötuselur, þá öndin og loks íslensk aðalbláber og grísk jógúrt. Nýr rektor Landbúnaðarháskóla Íslands tekinn við: Efling hagnýtra búvísinda- og umhverfisrannasókna – í auknu samstarfi við bændur og hagsmunasamtök þeirra Þann 1. október síðastliðinn tók Sæmundur Sveinsson við stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) af Birni Þorsteinssyni. Sæmundur er settur í stöðuna til eins árs. „Ég vil frekar tala um þær áherslur sem ég ætla að leggja upp með og þá þætti sem ég vil efla í starfi skólans, heldur en einstaka verkefni sem bíða mín. Enda er ég nýtekinn við stofnun sem sinnir geysilega viðamiklum og fjölbreyttum verkefnum. Hún sinnir kennslu á tveimur skólastigum með margþættum rannsóknaverkefnum,“ segir Sæmundur spurður um verkefnin sem bíða nýs rektors. Áhugi á auknu samstarfi við bændur Eitt af því sem Sæmundur hefur áhuga á að efla í skólastarfinu eru tengingar við bændur og samstarf við þá. „Mörg verkefni sem skólinn sinnir eru unnin í nánu samstarfi við bændur, til dæmis kornkynbótaverkefni skólans sem ég kom heilmikið að á síðustu þrem- ur árum. Kornræktin á Íslandi á sér margra áratuga langa sögu þar sem brautryðjendur börðust hetjulega við að sanna að hún gæti gengið hér á landi. En sá mikli áhugi sem er hjá bændum núna er tilkominn vegna átaks sem var samstillt af RALA – sem var einn forvera LbhÍ – ráðunautaþjónustunni og bændum. Ég tel að það megi gera enn betur í þeim efnum og vinna fleiri rannsóknaverkefni í þessum anda. Ég vil sjá að bændur upplifi sig sem liðs- menn skólans og sjái að LbhÍ sé að vinna fyrir bændur og byggðir lands- ins. Ég geri því ráð fyrir að ferðast um landið til að heyra hljóðið í bændum og ráðunautum þeirra varðandi hvað þeir telji betur megi fara í starfi skólans.“ Góð fjárhagsstaða skólans Sæmundur segir rekstur skólans í góðu standi og hann taki við virki- lega góðu búi. „Fjárhagsleg staða Landbúnaðarháskóla Íslands hefur sjaldan verið betri. Enda hefur rekstur skólans verið mjög aðhalds- samur og tryggur undanfarin ár. Það bíða hins vegar afar mörg knýjandi verkefni á sviði rannsókna og viðhaldi húsakynna skólans. Varðandi skólastarfið þá er heilmargt sem huga þarf að. Ég tel í fyrsta lagi að skólinn þurfi að stórauka samstarf við aðra innlenda háskóla og stofnanir. Það eru víða sérfræðingar dreifðir á öðrum stofn- unum sem eru að vinna að svipuð- um verkefnum og mér finnst mjög mikilvægt að við eflum samstarf á þeim sviðum. Ég hef enn fremur áhuga á því að efla hagnýtar land- búnaðarrannsóknir. Skólinn stendur mjög framarlega í þeim efnum en ég tel að við þurfum að gera enn betur. Forsenda þess að við getum sótt hér fram er tryggt styrkjaum- hverfi í landbúnaðarrannsóknum,“ segir Sæmundur. Öflugar umhverfisrannsóknir „Það var í umræðunni fyrir nokkrum misserum að stofna ætti nýjan rann- sóknasjóð, þar sem lögð yrði áhersla á hvernig megi auka virði landbún- aðarafurða. Ég tel að slíkur sjóður myndi verða mikil lyftistöng fyrir íslenskar búvísindarannsóknir. Ég vil enn fremur leggja áherslu á að samhliða hefðbundnum búvísinda- rannsóknum þarf LbhÍ að halda áfram að sinna öflugum umhverfis- rannsóknum, því það er nauðsyn- legt að skilja þær umhverfisaf- leiðingar sem landnýting hefur í för með sér. Við þurfum að halda áfram að sækja fram í rannsókn- um til að skilja vistfræðilega ferla á svæðum sem við erum að nýta með einhverjum hætti, svo sem til sauðfjárbeitar, túnræktar eða skógræktar. Enn fremur er aukin þekking í ferlum í kolefnishringrás jarðvegs gríðarlega þýðingarmikil fyrir okkur Íslendinga, sérstaklega á gróðurlitlum svæðum og í fram- ræstu votlendi,“ segir Sæmundur. Samanburður norrænna kynbótalína Sæmundur lauk BS-prófi frá líf- fræðideild Háskóla Íslands í júní 2007. Hann lauk mastersprófi frá sömu deild sumarið 2009. Í mastersnámi kannaði Sæmundur skyldleika ýmissa meltegunda (Leymus) með frumuerfðafræði- legum aðferðum. Hann varði doktorsritgerð sína frá grasafræðideild háskólans í Bresku Kólumbíu í Vancouver í Kanada árið 2014. Doktorsritgerð Sæmundar ber titilinn Þróun plöntuerfðamengja könnuð með næstu kynslóðar rað- greiningartækni. Sæmundur var aðstoðarkennari við grasafræðideild háskólans í Bresku Kólumbíu í Vancouver í Kanada á árunum 2010 til 2014. Eftir doktorsnám starfaði hann sem sérfræðingur við auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands og vann meðal annars við byggrann- sóknir í samnorrænu PPP (Public Private Partnership) verkefni. Snerust þær um að bera saman norrænar kynbótalínur af byggi og kanna erfðafræðilegan fjöl- breytileika þeirra. Sæmundur hefur einnig kennt í Háskóla Íslands, Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Landbúnaðarháskólanum. Hann hefur setið í erfðanefnd landbúnaðarins fyrir hönd Landbúnaðarháskóla Íslands frá árinu 2015. /smh Sæmundur Sveinsson er nýr rektor LbhÍ. Mynd / Áskell Þórisson

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.