Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Page 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Page 6
Unnið við að sníða vinnufatnað í Navan. Boðið var til hádegisverðar, þar sem matreiðslunemar sáu um matargerð- ina og nemar í framreiðslustörfum þjónuðu til borðs. Þama er rekinn bú- garður fyrir nema í landbúnaðar- störfum ásamt gróðrarstöð. Síðasta skipulagða heimsóknin var til “Fresh Start”, en svo nefnist starf- semi Rehab sem vinnur að því að ná til fólks sem er án atvinnu og nokk- urrar þjónustu. Starfsemin miðar að því að styrkja fólk til að skipuleggja líf sitt upp á nýtt, en margt af þessu fólki býr við þunglyndi. Þama er fólk aðstoðað við að átta sig á stöðu sinni í samfélaginu og takast á við lífið á nýjan hátt. Margir nemendanna hafa misst vinnu sína vegna geðrænna erfiðleika. Fæstir hafa notið neinnar þjónustu vegna fötlunar sinnar fyrir utan venjulega læknisaðstoð. Námið er mikið unnið gegnurn ýmis listform, ásamt því að blanda geði við annað HLERAÐf HORNUM Kokkur á skipi einu var samvizku- samur mjög og þegar skipið sökk einu sinni út á rúmsjó, en mannbjörg varð, þá voru hans fyrstu orð þegar þeir voru allir komnir heilu og höldnu um borð í annað skip: “Æi, strákar hvaða vandræði, ég gleymdi að slökkva undir kjötinu.” ** Maður einn eystra var að segja gam- alli konu frá því að nú væri hann búinn að fá sér nýjan bfl sem hann hefði sótt til Reykjavíkur. Þá spurði sú gamla: “Og hvort komstu nú landleiðina eða sjóleiðina, gæzkurinn?” fólk í gegnum ýmis verkefni sem krefjast samskipta við fólk og vinnu- markaðinn. Mikil áhersla er lögð á að kynna nemendum tækninýjungar og hjálpartæki, svo sem tölvur og síðast en ekki síst er lagt mikið upp úr að þroska hvern og einn sem persónu og aðstoða fólk við að vinna saman að einhverju markmiði. Námi í “Fresh Start” lýkur síðan með því að nem- andi, í samráði við kennara, gerir áætl- un um hvað hann ætli að gera næstu sex mánuðina, hvemig hann ætli að eyða tómstundum sínum og fleira. Nemendur koma síðan aftur að sex mánuðum liðnum og fara yfir hvemig til hefur tekist. 75-95% nemenda telja sig hafa mikil persónuleg, félagsleg og praktísk not af námi þessu. Þjón- usta sem þessi á vafalaust erindi til margra á Islandi bæði fatiaðra og einnig til þeirra sem búið hafa við langvarandi atvinnuleysi. Sama kona hringdi einu sinni á bæ í sveitinni og þegar anzað var spurði hún: “Ert þetta þú eða mamma þín?” ** Járnkarl mikill hvarf úr kaupfélagi eystra. Við leit fannst hann hjá karli einum, sem sagðist hafa fundið hann. Aðspurður um fundarstað svaraði hann: “Ég fann hann á reki út við eyjar.” ** Umræða var urn það í hópi ferða- félaga hve bamsfæðingar væru fátíðar í tiltekinni heimsborg eða 0,4 börn á hjón. Þá spurði einn: “Ja, hvað þarf þá marga einstaklinga til að búa til eitt bam?” Heimsókn okkar í írlandi lauk með kvöldverði á Harrisons res- taurant í Dublin. Veitingastaður þessi er rekinn sem vemdaður vinnustaður og er starfsfólk að hluta til fatlað. Það var erfitt að átta sig á því að þama væru fatlaðir einstaklingar sem þjón- uðu til borðs þetta kvöld. Hér er um að ræða fyrsta flokks veitingastað í skemmtilegu umhverfi, góður matur og örugg og góð þjónusta. Þessi kvöldstund var að mati margra í hópn- um skemmtilegasti hluti ferðarinnar, þar sem fróðleikur og gleði runnu saman í eitt. I þessari ferð sáum við hvernig hægt er með góðu og markvissu skipulagi í grunnmenntun, sérmennt- un og starfsþjálfun, að skapa tækifæri til atvinnuþátttöku fyrir fatlaða og aðra sem ekki geta fótað sig í hinu al- menna skólakerfi og verða undir í kapphlaupinu um störf á almennum vinnumarkaði. Það sýnir sig að Rehab nær mjög góðum árangri í markmið- um sínum, að skapa grundvöll fyrir hagnýta menntun, þar sem 70% út- skrifaðra fá vinnu að námi loknu. Þetta er árangur sem teljast má góður í landi með viðvarandi 20% atvinnu- leysi. Sá lærdómur sem má draga af því sem við sáum þarna er, að ná má mjög góðum árangri í menntun og þjálfun fólks með skerta getu til náms og starfa. Það er hægt að skapa þessu fólki viðunandi aðstæður til atvinnu- þátttöku með réttum aðferðum. Mikil áhersla Rehab á uppbyggingu Gandon Enterprises, þar sem áhersla er lögð á að skapa ný störf í eigin fyrirtækjum, sýnir að viðurkennd er mikil þörf á vinnu í vernduðu umhverfi, samhliða aðalmarkmiðinu sem er vinna fyrir sem flesta á almennum vinnumarkaði. Þó svo að Rehab vilji ekki reka vemd- aða vinnustaði sem slíka, þá sýnir þörfin á Gandon Enterprises ótvírætt, að vemdað vinnuumhverfi verður að vera til staðar samhliða öðmm mögu- leikum. Að lokum vil ég þakka Kristjáni Valdimarssyni formanni og öðrum stjórnarmönnum í Sambandi vemd- aðra vinnustaða fyrir vel skipulagða ferð, sem þótti gagnleg, fróðleg og skemmtileg í alla staði. Þorsteinn Jóhannsson 6

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.