Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 13
• • /
Haukur Þórðarson, varaform. OBI:
Alþj óðaendurhæfingarsambandið
Styrktarfélag lamaðra og fatl-
aðra stofnaði til aukaað-
ildar að Alþjóðaendurhæfing-
arsambandinu árið 1960. Það átti ekki
kost á fullri aðild vegna þess að lög
sambandsins kveða á um að einungis
heildarsamtök í hverju landi eigi kost
á slíkri aðild. Öryrkjabandalag Islands
var stofnað árið 1961 og sótti fljótlega
um og fékk inngöngu í Alþjóðaendur-
hæfingarsambandið með fullri aðild.
Ekki eru við hendina nákvæmar upp-
lýsingar um ártalið en þetta mun hafa
verið á árunum 1964 - 1966. í lögum
Alþjóðaendurhæfingarsambandsins
eru ákvæði um að hvert aðildarland
tilnefni landsfulltrúa (National Secre-
tary) og sinnti Guðmundur Löve því
hlutverki frá upphafi og þar til hann
lést árið 1978. Eftir það var Sigríður
Ingimarsdóttir landsfulltrúi til ársins
1989 en þá tók Asgerður Ingimars-
dóttir við og gegnir starfinu enn.
Ætlunin er að gera hér í stuttu máli
grein fyrir Alþjóðaendurhæfingar-
sambandinu.
Stofnun sambandsins og
breytingar á heiti þess
Sambandið var stofnað árið 1922
í Bandaríkjum Norður-Ameríku og
hefur alla tíð haft höfuðstöðvar sínar
þar, lengst af í New York borg. Nafn
sambandsins hefur tekið breytingum
í áranna rás og end-
urspegla þær að
nokkru leyti viðhorf
manna til fötlunar.
Þegar sambandið var
stofnað hét það
Alþjóðlegur félags-
skapur fyrir fötluð
börn (International
Society for Crippled
Children). Árið 1939
var heitinu breytt í
Alþjóðlegur félags-
skapur fötluðum til
velfarnaðar (Interna-
tional Society for the
Welfare of the Crip-
ples). Árið 1960 er
nafninu enn breytt í
átt að því sem síðar
Haukur Þórðarson.
varð, Alþjóðlegur félagsskapur fyrir
endurhæfingu fatlaðra (International
Society for Rehabilitation of Disa-
bled) og árið 1972 var þetta langa nafn
stytt. Ber sambandið nú heitið Reha-
bilitation International, orðrétt þýtt
Alþjóðleg endurhæfing.
Heimsþingin
Allt frá árinu 1929 hefur Alþjóða-
endurhæfingarsambandið beitt sér
fyrir heimsþingum. Það ár var fyrsta
heimsþingíð haldið í Genf í Sviss-
landi. Fjögur slík þing voru haldin
næsta áratuginn, það fjórða árið 1939
í London skömmu áður en síðari
heimsstyrjöldin skall á. Þráðurinn var
tekinn upp aftur árið 1951 og voru
heimsþing haldin á þriggja ára fresti
fram að 1972 en síðan á fjögurra ára
fresti. Síðasta heimsþingið var haldið
árið 1992 í Kenya en þingið 1996
verður haldið í Nýja Sjálandi. Aðeins
einu sinni hefur heimsþingið verið
haldið á Norðurlöndum, í Kaup-
mannahöfn árið 1963. Nú áforma
Norðmenn að bjóðast til að halda
heimsþingið árið 2000 og vonandi
hlotnast frændum okkar sá heiður en
töluverð keppni er um að fá til sín
þinghald þetta.
Heimshlutadeildir
Á vettvangi endurhæfingar eru
verkefni og aðstæður í heiminum
mjög breytilegar og þarfir fatlaðra og
þjóða mjög margvíslegar á þessu
sviði. Af þeim sökum hefur þótt eðli-
legt að greina Alþjóðaendurhæfing-
arsambandið í heimshlutadeildir.
Aðalbækistöðin er í New York borg
eins og áður segir en aðsetur heims-
hlutadeildanna færist til eftir búsetu-
landi þar til kjörins formanns viðkom-
andi heimshlutadeildar. I dag eru
heimshlutadeildirnar sjö talsins sem
eru: Evrópudeild, Afríkudeild, Araba-
deild, Asíu-Kyrrahafsdeild, Suður-
Ameríkudeild, Norður-Ameríkudeild
og að lokum er til á blaði svokölluð
Karíbadeild, sem nær til eyjanna í
Karíbahafinu, en allt bendir til þess
að sú deild sé að
lognast út af.
Stjórnunarkerfið
Miðað við um-
fangið er stjórnun-
arkerfi Alþjóðaend-
urhæfingarsam-
bandsins tiltölulega
einfalt: Haldinn er
aðalfundur árlega
og þar hafa rétt til
setu öll aðildarlönd-
in en þau lönd ein
hafa atkvæðisrétt
sem eru skuldlaus
við Alþjóðaendur-
hæfingarsamband-
ið. Á síðasta aðal-
fundi, árið 1995,
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
13