Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Side 17
taki fyrir verkefni tengd
alnæmi til ritgerðar-
vinnslu - í framhalds-
skólum eða Háskóla
íslands. Talið barst að
atvinnuástandi og okkur
voru nefnd tvö dæmi um
HlV-jákvæða einstakl-
inga, sem voru látnir
hætta störfum, þegar
greining hafði verið gefin
upp.
I þessu sambandi
nefndu þau að fræðsla til
stofnana og fyrirtækja
væri mjög mikilvæg.
Þau ræddu allnokkuð um
hina ólíku þróun sjúkdómsins hjá fólki, margir gætu t.d.
greinzt HlV-jákvæðir án þess nokkuð frekara gerðist í fleiri
ár, án þess nokkuð sæist athugavert. Greiningin væri hins
vegar ljóst aðvörunaratriði, hversu sem um þróun færi.
au sögðu skrifstofuna gegna ótvíræðu og mikilvægu
hlutverki, þangað kæmu margir til að leita sér andlegs
styrks, kæmu jafnvel - eða hefðu kornið hvern dag.
Eins væri alltaf allnokkuð um það að veikir einstakl-
ingar hringdu, þeir sem ekkert kæmust og slíkt samband
væri þeim oft mikils virði.
í framhaldi af því var svo rætt um þann draum manna
að myndaður yrði hópur fólks sem ynni sem sjálfboðaliðar,
fólk sem heimsækti þá sem ekki kæmust að heiman,
dýrmæt hjálp og stuðningur samkenndarinnar um leið.
Þau voru öll á einu máli um það að samtökunum hefði
verið mikill styrkur af
samstarfi góðu við
Samtökin 78 og margt
mætagott af því leitt.
Húsnæði samtakanna
er á tveim hæðum og um
það má segja að “þar
sem hjartarúm er þar er
húsrúm”.
En í lokin á heimsókn
okkar fóru þau með okk-
ur í skoðunarferð um
kjallarann undir húsinu
og sögðu frá áformum
sínum um nýtingu hans
til hinna þörfustu hluta
s.s. saunabaðs og svo
langaði þau til að útbúa þar litla íbúð fyrir fólk utan af
landi, sem hingað kærni til dvalar. I kjallaranum er mikið
verk óunnið en þó búið að hreinsa þar út. Það má til með
að skjóta því hér inn í að með framkvæmd nýju laganna
urn samfélagsþjónustu í stað fangelsisvistar opnaðist nýr
möguleiki þeim sem hana kjósa heldur en hina beinu
refsivist og það voru einmitt tveir slíkir sem með heiðri
og sóma hreinsuðu út úr kjallaranum.
Góðri heimsókn og okkur gagnlegri mjög var lokið
og eftir það eitt að þakka afar vel fyrir okkur,
afbragðsgóðar veitingar og ærinn fróðleik af ýmsu tagi,
sem tíunda hefði þurft enn betur.
Alnæmissamtökunum á Islandi árnum við allra heilla í
sínu dýrmæta starfi í stríði við mikinn og voldugan vágest.
H.S.
Guðni Baldursson gjaldkeri Alnæmissamtakanna
tekur við 1 milljón 3. des. úr hendi Kristjáns
Sturlusonar skrifst.stj. R.K.I.
HLERAÐI
HORNUM
Maður einn raupaði mjög af ættgöfgi
sinni og tíundaði látna merkismenn í
löngum bunum. Frænku hans ofbauð
þetta og sagði: “Já, Jón minn, þetta
er eins og með kartöflumar, allt það
bezta er í moldinni”.
Unga nýgifta konan var að segja
vinkonu sinni frá því að þau hjónin
svæfu í sitt hvoru herberginu, en hefðu
samið um það að ef eiginmaðurinn
vildi fá hana yfir til sín þá flautaði
hann hátt og hvellt. Vinkonan spurði
þá nýgiftu þá hvað gerðist nú, ef hann
flautaði ekki en hún vildi nú koma til
hans. “Ekkert mál. Þá fer ég yfir til
hans og spyr hann að því hvort hann
hafi nokkuð verið að flauta”.
Fyrr á öldinni var Islendingur einn að
nemalyfjafræðiútiíNoregi. Honum
þótti sopinn góður. Einu sinni fékk
hann það verkefni að búa til lyf
nokkurt og fékk til gnótt ýmissa
efnisfanga m.a. allnokkuð af óblönd-
uðum spíra. Hann ræddi við félaga
sína um það hvílík sóun á verðmætum
þetta væri á eðalvökva og skyldu þeir
kanna í apótekinu hvort ekki myndi
unnt að fá þar lyf það er manninum
hafði verið gert að skila. í apótekinu
fékkst lyfið ekki en sagt var að það
væri von á því alveg á næstunni. I trú
á þetta slógu þeir félagar upp veglegri
drykkjuveizlu. Svo leið tíminn og
alltaf voru sömu svörin í apótekinu
að lyfið væri örugglega alveg að
koma. Þegar leið að verkefnisskilum
nemandans fór hann að hafa þungar
áhyggjur og eftir sama svarið einu
sinni enn hjá apótekinu fór hann og
ræddi við apótekarann og innti hann
eftir því hverju þessi bið sætti.
Apótekarinn tók Islendingnum vel og
sagðist strax fara í málið enda langt
um liðið frá því prófessor við háskól-
ann hefði sagt sér að hann hefði sett
nemanda sínum það verkefni að laga
lyfið og það yrði ekki lengi gert. Segir
ekki frekar hér af.
**
Tvíburafaðir einn, sem átti drengina
Adda og Kalla var spurður að því
hvernig honum gengi að þekkja þá í
sundur. “Jú, það er nógu snúið, en ef
ég sting nú fingrinum upp í Adda og
hann bítur, þá er það Kalli.”
**
íslenzki bóndinn var með laxveiðiá til
leigu og þar voru stórlaxar erlendir oft
í veiði. Einu sinni kom bóndinn að
Texasbúa sem veiddi vel og spurði
bónda um leið hversu stórt land hann
ætti. Bóndi benti til sjávar og upp til
fjalla og útskýrði víðerni lands síns
sem bezt hann gat. Texasbúinn lét sér
fátt urn finnast og sagði sitt land svo
víðáttumikið að þó hann legði af stað
á jeppanum sínum um sólarupprás þá
kæmist hann ekki kringum land sitt
þó hann æki til sólarlags. Þá sagði
íslenzki bóndinn: “En undarlegt. Eg
átti nefnilega einu sinni líka svona
jeppa”.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJAB ANDALAGSINS
17