Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Side 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Side 21
Ritstjóri veit að Steinunn lét mikið til sín taka í borgarstjórn, flutti margar mætar tillögur sem síðar voru af öðr- um framkvæmdar s.s. algengt er með tillögur minnihlutafólks í sveitar- stjórnum. Ritstjóra minnir t.d. að Steinunn flytti þar tillögu um að bílar ækju alltaf með ljósum og segir hún það rétt vera. En hann minnist þess einnig að hafa heyrt um tillögu Steinunnar í borgarstjórn 1970 um dagvist aldr- aðra. “Jú, það er rétt hjá þér og þessari tillögu fylgdi löng og mikil grein- argerð um það hversu dagvist af þessari gerð skyldi byggð upp og starf- rækt og ég bjó vissulega að þess- ari tillögugerð minni og því sem ég þar hafði hugsað og fært á blað, þeg- ar ég tók svo níu árum síðar að mér forstöðu Dagvistar Sjálfsbjargar. Margt það kom í mjög góðar þarfir í því brautryðjenda- starfi”. Steinunn er fá- orð um verk sín að félagsmálum, en ritstjóri veit allmikið um sumt af hennar góðu störfum og fiskar upp fróðleik þar um og færir í búning. Steinunn var í níu ár formaður Ljósmæðrafélags íslands eða svo lengi sem lög leyfðu það. Hún hafði forgöngu um hið fróðleiksfulla rit: Ljósmæður á Islandi, sem greinir frá öllum ljósmæðrum hér - allt frá því sú fyrsta þeirra kom til Iandsins. Hún var einnig fulltrúi Ljósmæðra- félagsins hjá Bandalagi kvenna í Reykjavík og þar átti hún farsæla sögu sem annars staðar. Frá 1962-1982 eða í 20 ár var hún í forystu fyrir Orlofi húsmæðra í Reykjavík og var einnig í landsnefnd um orlof húsmæðra og fróðir aðilar hafa hvíslað því að ritstjóra að í raun hafi Steinunn verið þar allt í öllu og auðvelt er því að trúa. Og enn til viðbótar skal minnt á það hversu Steinunn kom að málum Kvennadeildar Landspítalans, en Steinunn Finnbogadóttir. upphaf hennar má einmitt rekja til vaskrar baráttu kvenna þar sem Stein- unn var vakin og sofin í forystu s.s. hinar gleggstu heimildir herma. Steinunn flutti tillögu hjá Bandalagi kvenna í Reykjavík um byggingu Kvensjúkdómadeildar við Land- spítalann sem samþykkt var. Þessari samþykkt fylgdi Steinunn eftir með því að fara með hana í Alþingi og færa hana alþingismönnum og þá fóru hjólin að snúast og málalyktir munu menn þekkja. Steinunn var þannig óumdeilanlega brautryðjandi og for- svarsmaður þessa mæta máls. En nú þykir Steinunni sem út af flói hjá ritstjóra og vill gjarnan að hann komi sér að kjarna málsins: Dagvist Sjálfsbjargar - og þá er að hlýða því og gefa Steinunni orðið: “Sjálfsbjargarfélagar höfðu lengi látið sig dreyma um starfsemi af þessu tagi. Þeir höfðu á því bjargfasta trú að hún gæti skilað miklu fyrir fatlaða, brotið upp einangrun þeirra og veitt þeim gleði í góðum félagsskap. Hins vegar höfðu menn engar fastmótaðar hugmyndir um það hversu upp skyldi byggt og á hvaða þætti skyldi lögð áherzla. Þannig var það þegar ég kom til starfa í ársbyrjun 1979, þá var engin forsögn til um eitt eða neitt, ég kom í raun að gráum múr, allt varð að vinna frá upphafi, bæði húsakynni og innri skipan þar sem og alla uppbyggingu starfsins. En um annað var ekki að ræða en hefjast handa, reyna að fikra sig áfram til árangurs sem skilaði þeim sem þjóna átti sem allra beztri dvöl. Egnautþess hins vegar ríkulega að hafa mikið frelsi til mótunar og sam- vinna við þá Sjálfs- bjargarfélaga sem fóru þama í fylking fremst var mjög góð, en í nefnd til að undirbúa þetta allt saman voru þeir: Sigmar O. Maríasson form., Theódór Jónsson og Friðrik Ársæll Magnússon og svo var Trausti Sigur- laugsson þarna einnig í forsvari. Það var afar gott að vinna með þessum mönnum. Nú ég undirbjó þetta allt eins og ég bezt gat og dagvistin byrjaði svo að norðanverðu í Sjálfsbjargarhúsinu þar sem er svokölluð baðstofa. Okkur tókst að byggja þarna upp hlýlegt heimili, sem opnað var formlega 2. mars 1979, en fyrstu heimilismenn komu 4. mars. í upphafi voru þeir aðeins tveir, en annar þeirra var þarna líka í 14 ár. Nú er heimild fyrir 30 heilsdagsvistunum og í Dagvist Sjálfsbjargar eru nú skráðir yfir 60 einstaklingar sem eru mismarga daga hér í viku hverri. Og svo vel vill til að aldrei hefur neitt á annars horn rekið, allt smollið saman, þrátt fyrir þennan fjölda”. Steinunn er þar næst spurð um það hvernig hún kynni starfsemina fyrir nýju fólki í dagvistinni svo upphafið megi sem öruggast og ánægjulegast verða. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.