Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Side 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Side 23
Sjálfsbjargarhússins 1982, þar sem Reykjavíkurfélagið hefur nú aðstöðu sína. Þar fór afar vel um okkur, þar var miklu rýmra en á upphaflega staðnum og umbúnaður allur betri, en þar þurfti auðvitað einnig að breyta og byggja upp, en með okkur fluttum við að sjálfsögðu heimilið og reynsl- una af því starfi öllu. Nú og hingað var svo komið í ágúst 1994, en hér er hrein draumaaðstaða og alveg yndis- legt að vera”. Ritstjóri hefur víst áður sagt hve gott sé að sækja þetta heimili heim, hversu allt er hlýlegt og um leið eðli- lega heimilislegt og auðvitað hefur hið vistlega og fallega húsrými með sína mörgu möguleika sitt að segja. Framar öðru er það þó hinn vermandi blær alúðar og kærleika sem um sali fer sem úrslitum ræður um það hversu athvarf þetta er ágætt, býður opinn faðm umhyggju umfram allt. En áður en við látum þessu góða spjalli lokið verður vart hjá því komizt að spyrja um hið óhjákvæmilega, und- irstöðu rekstrarins, hina fjárhagslegu hlið málsins. Hvernig er þeim málum háttað? "Fram eftir árum var reksturinn á vegum Sjálfsbjargar - landssambands fatlaðra og þá í formi ákveðinna dag- gjalda frá ríkinu. Nú um skeið hefur reksturinn alfarið verið á vegum Vinnu- og dval- arheimilis Sjálfsbjargar og nú er heim- ilið komið á föst fjárlög. Daggjöldin sýndu okkur það ljóslega, hve vel þetta leysti vanda um 60 einstaklinga þar sem daggjald var innan við 2000,- kr. og er þá tekinn samanburður við t.d. hina dýru stofnanavistun. Inni í þessu er öll þjónusta, ferðir fram og til baka og málsverðir allir. Sannleik- urinn er auðvitað sá að þetta rekstrar- form leysir vanda svo fjölmargra fyrir í raun svo lítið verð þegar á allt er litið”. Undir þetta skal tekið heilum huga og víst um það að slíku fyrirkomulagi þyrfti víðar að beita í samfélagsþjón- ustu okkar. Fróðlegu spjalli við Steinunni ætlar ritstjóri svo að ljúka á hennar eigin orðum, aðspurðrar um það hvernig það sé að hætta, láta öðrum í hendur umsjón með þessu eftirlæti sínu: “Ég hefi stundum sagt í gríni að þessi saga mín hér á þessum þrem stöðum megi heimfærast upp á fyrstu ástir, nú og svo trúlofun og giftinguna svo hér. En í alvöru talað þegar ég lít til baka þá held ég að segja megi, að ég hafi haft allgóða tilfinn- ingu fyrir því að byggja upp og skipu- leggja. Mér hefur áreiðanlega til góða komið að hafa alltaf verið í þjónustu við fólk í öllum mínum störfum. Þetta hefur aldrei verið erfitt, því á móti amstri öllu kemur hve þetta hefur gefið mér mikið. Ég hugsa oft til þess hvílík farsæld það var mér að fara í þetta starf, sem raunar kom upp í hendur mínar fyrir tilviljun. Svona störf eru manni annað tveggja erfið- isauki eða gleðigjafi, þaðræðstmjög af hugarfari fólks og lunderni þess. Sannleikurinn er sá að slíkan sess hefur þessi vinnustaður í vitund minni að mér hefur aldrei fundist ég vera að fara í vinnuna - heima eða hér - hvort um sig heimili mitt. Þegar ég kveð hér er eins og ég sé að kveðja fjölskyldu þar sem ég þekki hvern einasta náið og persónulega. Ég mun alveg örugglega sakna þessa, en að sjálfsögðu geri ég þá kröfu til sjálfrar mín að ég staldri við og þakki fyrir að hafa fengið að vera hér svo lengi og ég muni finna það að svo gef- andi starf með góðu fólki muni margt bæta í minningunni og milda þann söknuð sem ég ber í brjósti”. Með þessum orðum lýkur þessu ljúfa viðtali og vizkuríka. Um leið og Steinunni er af okkar hálfu þökkuð kynningin kær og kostarík störf henn- ar er henni árnað alls hins bezta á ævi- vegi, að áfram megi hún yndis njóta og góða giftu hljóta. H.S. Hrafn Sæmundsson: PERLAN Dagurinn er eins og tíminn sem rennur í gegnum vatnið eins og kvöldsólin sem skín á vatnið sem streymir í farveginum. Og vatnið er tært eins og kvöldsólin sem skín í gegnum vatnið á grænt sefið í botninum þar sem perluskelin liggur í sefinu. Og fossinn fellur niðrí vatnið sem speglar skelina í gulu og rauðu og bláu og geislar kvöldsólarinnar speglast í fossinum sem fellur í blátt vatnið. Og dagurinn hverfur inn í tímann og sameinast skelinni í geislabroti kvöldsólarinnar. Og perluskelin liggur lokuð í sefinu og kvöldsólin sest undir fossinum og blátt vatnið sefur eins og tíminn. Og aftur kemur dagur eftir svarta nóttina og fossinn rennur inn í himininn í morgunsólinni sem skín á vatnið sem varpar Ijósinu á perluskelina sem liggur í sefinu. Og í Ijósi morgunsólarinnar opnast skelin undir bláu vatninu og morgunsólin skín á perluna sem lýsti upp fossinn sem fellur hvítur gegnum morgunsólina eins og dagurinn sem bíður eftir kvöldsólinni í bláu vatninu. Hrafn Sæmundsson. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.