Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Síða 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Síða 27
Hann var ódeigur baráttumaður fyrir málefnum fatlaðra, ekki síst aðgeng- ismálum. Allt of oft kom fyrir að fundarstaðimir vom ekki aðgengilegir og það kenndi manni meira en margir fyrirlestrar að verða vitni að því. Það þarf að verða regla að frágangur á lyft- um og öðm aðgengi verði sjálfsagður hlutur í frágangi nýrra húsa. Víða er afar kostnaðarsamt að lagfæra gamlar byggingar, en vissulega er mikils átaks þörf í þeim efnum. Víða snýst þetta mál um verulega fjármuni, en annars staðar um hugsun og útsjón- arsemi. Eins og annars staðar í nú- tímaþjóðfélagi verður að halda þessari hugsun vakandi með því að fatlaðir geri vart við sig og gagnrýni það sem miður fer. Fjármagn Helgi Seljan bað mig að skrifa nokkur orð um viðhorf mitt í mál- efnum fatlaðra. Ég vil ljúka þessum orðum með því, að vissulega snúast þessi mál um fjármagn eins og svo mörg önnur í þjóðfélaginu. Fjármagn til málaflokksins hefur vaxið á und- anfömum árum, enda er þörfin brýn. Hins vegar er eins og annars staðar nauðsyn að nýta fjármuni sem best. Þessi staðhæfing felurekki í sérneinar ásakanir um að það hafi ekki verið gert, enda er bærileg samstaða um að sinna þessum málaflokki, þótt bar- áttan sé hörð um fjármuni til hinna ýmsu málaflokka, ekki síst við núver- andi aðstæður í ríkisfjármálum. Jón Kristjánsson. Maður þekktu sjálfan þig Lesendabréf Er ekki tími til kominn að staldra við og líta í eigin barm á tímum þegar óánægja með allt og alla er að drekkja allri heilbrigðri skynsemi, svo hún er að verða jafn vandfundin og saumnál í heystakki. Við megum ekki gleyma þeirri staðreynd að það eru einstakl- ingamir sem móta samfélagið og sé samfélagið sjúkt þá geta einstakl- ingarnir sem móta það vart verið heilbrigðir. Mín skoðun er sú að stjómmálamenn í lýðræðisríki sem okkar hljóti ávallt að endurspegla með einum eða öðrum hætti þá einstaklinga sem þjóðfélagið móta. Ef stjórnmálamennirnir eru van- hæfir þá nær sú vanhæfni einnig til þeirra sem kosið hafa þá til valda. Er ekki skynsamlegra að staldra aðeins við og í stað þess að góna einungis til “hins háa Alþingis” að líta inná við. Hvað er það sem við ætlumst til af sjálfum okkur sem einstaklingum í samfélagi manna? Hvað er það sem við viljum að lífið bjóði okkur og hvað er það síðan sem við getum lagt af mörkum til að þær vonir og væntingar nái fram að ganga? Grundvallarkrafa hvers einstaklings ætti að vera að geta borið virðingu fyrir sjálfum sér en því miður sést mörgum yfir hversu mikilvægt þetta er. Ogemingur er að geta borið virðingu fyrir öðrum ef sjálfsvirðingin er ekki til. Virðingarleysi er einmitt helsta meinsemd íslensks þjóðfé- lags. Stjórnmálamenn bera enga virðingu fyrir kjósendum (líta ein- ungis á þá sem atkvæði), kjósendur bera enga virðingu fyrir stjórnmála- mönnum, en það sem alvarlegast er, er að einstaklingurinn ber ekki virðingu fyrir sjálfum sér. Þannig höfum við skapað þjóðfélag hraða og spennu þar sem öll þau gildi sem hefja eiga manninn upp fyrir hið lægra eðli sitt eru fótumtroðin. Við búum í þjóðfélagi mikillar spennu og samkeppni. Ef einhver hefur náð að bera nokkrar gulltunnur í hreiður sitt þá er vegið að hverjum þeim sem nálgast. Öll áherslan er á efnaleg gæði, því meiri sem þau eru, því sáttari telur einstakling- urinn sig vera. Önnur viðmið höf- um við vart lært. Því þarf engan að undra það stefnuleysi sem ríkir í íslenskum stjórnmálum þar sem markmiðin eru það óljós, ef þau eru nokkur nema misjafnlega falskir talnaleikir. Þættir eins og félags- og heilbrigðismál varða engu nema út frá “tölulegum úttektum” og sýnir það umfram annað menningarvit- und þjóðar. Er ekki tími til kominn fyrir okkur öll að gera okkur grein fyrir því hvað það er sem við viljum og síðan að stefna að því. Byrjum á að líta í eigin barm og athugum hverju við viljum breyta og hvern- ig. Mjór er mikils vísir. Ingibjörg Ólafsdóttir, félagi í Gigtarfélagi íslands og Sjálfsbjörg. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 27

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.