Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 29
herjar það á ákveðna staði - svo sem í olnboga- og hnésbót og í húðfelling- um. Síðan breiðast útbrotin víðar og birtast á öklum, kálfum, lærum, rass- kinnum, búk, bringu, hálsi, andliti, enni, hársverði og eyrum. Hve oft hef ég ekki heyrt sagt við mig að klóra ekki: “Gerðu þetta ekki. Þetta er ljótt að sjá.” “Hættu. Mig fer að klæja að horfa á þig.” “Geturðu ekki bara látið það vera. Sittu á höndunum á þér.” “Klóraðu í kringum kláðablettinn. Reyndu að slappaaf.” Slappaaf? Þegar líkaminn er í logum. Þegar húðin grætur hrein- lega vegna þess að þú hefur klórað hana til blóðs. Ég skelf og hristist við minnstu hitabreytingu vegna þess að bólgan veldur hitatapi í líkamanum. Getur þú hugsað þér að slappa af við slíkar aðstæður? Það er engu líkara en líkaminn sé að kvelja sjálfan sig. Hvemig getur hann haldið áfram að klæja þegar hann er svona sár? “Haltu áfram,” virðist hann segja. “Meiddu mig meira. Bara eitt lítið klór og þetta verður betra.” Gallinn er að úr einu litlu klóri verður venjulega ástríðufullt klór um allan líkamann sem heldur áfram þar til maður verður aumur og uppgefinn og blygðast sín fyrir að hafa látið undan freistingunni. Þegar ég hleyp upp grípur mig skelfing því ég finn að ég er að missa tökin. Ég get ekki látið vera að klóra og þá gerist það að ég geri mér allt í einu grein fyrir að ég er að misþyrma sjálfri mér með berum höndunum. Hugsum okkur að þú standir upp eftir að hafa setið um stund og finnir að þú getur ekki rétt úr fótleggjunum vegna þess að húðin hefur þornað og springur ef þú reynir á hana.. Að þú þurfir að búa við viðloðandi lykt af húðvessa frá sárum á líkam- anum... Aðþúhljótirað veraóaðlað- andi í augum unnusta þíns og finnir til sektarkenndar vegna þess að lfk- amleg samskipti ykkar valda þér meiri sársauka eða óþægindum en þú getur afborið.... Og þessi óstöðvandi kláði stoppar vitanlega ekki á nóttunni. Stundum er hann jafnvel verri þá í hlýjunni undir sænginni. Svo getur jafnvel þungi sængurinnar haft ertandi Sjá næstu síðu Af fundarvettvangi SPOEX. Úr vísnabanka Böðvars Hinn landskunni ljóðasmiður Böðvar Guðlaugsson í Kópavogi hefur áður sent okkur kveðjur sínar ágætar. Enn hefur svo orðið. Honum hefur orðið og verður ýmislegt að yrkisefni. Nýjar eru þessar tvær um Langholtskirkjudeilur: Verður margt til meins um sinn mætum Drottins þjóni. Fyrr má nú vera Flóki minn frekjan í honum Jóni. Af Flerrans akri er það að frétta að óvíða deilt er meir. Biskupnum alveg blöskrar þetta bull í séra Geir. Svo koma tvær gamlar kosningavísur. Tíminn komst þannig að orði, að Framsóknarflokkurinn væri opinn bæði til hægri og vinstri sem sé í báða enda. Flest virðist nú til fjörugra kosninga benda flokksvélar allar þegar komnar af stað. Maddama Framsókn er opin í báða enda og ætlast að sjálfsögðu til að menn noti sér það. Þá varð Böðvari að yrkisefni fyrirsögnin: “ íhaldið býður fram klofið” Flokkurinn minn og flokkurinn þinn fá skal óskipt lofið. Margur bauð fyrir málstað sinn minna fram en klofið. En Böðvar á ekki síður til hinn alvarlega umhugsunarverða tón og eina óveðursnótt í fyrra varð honum að orði: Andvakan af auga manns ekki sleppir taki Trylltir vindar trölladans troða á húss míns þaki. Beztu þakkir Böðvar. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 29

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.