Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 41

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Blaðsíða 41
Athugasemd við leiðréttingu Isíðasta tölublaði kom ritstjóri á framfæri leiðréttingu varðandi vísuna: “Ég að öllum háska hlæ,” og höfund hennar um leið. Þessi vísa var í ljómandi góðri og skemmtilegri grein míns góða vinar Jóhannesar Bergsveinssonar yfir- læknis í 3.tbl. síðasta árgangs. Nú hefur borizt hin ágætasta athugasemd frá Jóhannesi sem skylt er til skila að halda, enda ekki í kot vísað um heimildir hjá Jóhannesi frekar en venjulega. Og hér kemur tilskrif Jóhannesar: Kæri Helgi. Ég sá í leiðréttingu frá þér, í 4. tölublaði Fréttabréfs Öryrkja- bandalags íslands árið 1995, að ég muni hafa farið rangt með þegar ég eignaði Vatnsenda-Rósu vísuna: “Ég aðöllumháskahlæ...” Mérernokkur vorkunn ef svo er, því heimildarmaður minn var hinn ágæti málvísindamaður og orðabókarhöfundur Sigfús Blöndal í grein er hann ritaði í II - III bindi árbókar Dansk-Islandsk Samfund 1929-30, bls 67-113, og bar titilinn: Islandske Epigrammer. Tolv Tylvter udvalgte og oversatt af Sigfús Blönd- al. Vísan er þarna nr. 62 og segir um hana: “Vatnsenda-Rósa digter i et Uvejr paa Söen: Ég að öllum háska hlæ heims á leiðum þröngvu mér er sama nú, hvort næ nokkru landi eða öngvu. “Jeg ler ad enhver Fare paa Verd- ens snævre veje; nu er det mig lige- gyldigt, om jeg naar til Land eller ikke.” Öllum getur okkur skjátlast og þar er ég engin undantekning fremur en frændi minn Sigfús Blöndal. Ég hélt þó, að hann færi nærri um uppruna þessarar vísu þar sem hans slóðir liggja nær Vatnsenda-Rósu og hann nær henni (og þá væntanlega Níelsi skálda) í tíma. Hvað um það: Hafa ber það, sem sannara reynist. Jóhannes Bergsveinsson. KYNNING Hér í Fréttabréfinu höfum við haft það til siðs að kynna nýja framkvæmdastjóra hjá félögum bandalagsins. Þeirhafa verið inntir eftir æviatriðum í örstuttu máli, helztu verkefnum félaga þeirra svo og framtíðarsýn til mála. Nú er komið að nýráðnum fram- kvæmdastjóra Geðhjálpar, Ingólfi H. Ingólfssyni, að segja nokkur deili á sér og víkja stuttlega að stöðu mála. Gefur ritstjóri Ingólfi orðið hér með: x Eg er fæddur árið 1950 á Akur- eyri í Gudman eins og húsið var kallað en þar er Bautinn til húsa núna. Meðan ég drakk móðurmjólkina hafði ég KEA og Akureyrar- kirkju fyrir augunum. Þessvegna er ég líklega svona hallur undir sam- vinnuhugsjónina þó ég hafi aldrei gengið í Framsóknarflokkinn og málefni kirkjunnarhafa ekki heldur látið mig ósnortinn. Foreldrar mínir eru Valgerður Guðmunds- dóttir frá Næfranesi í Dýrafirði og Ingólfur Viktorsson, loftskeytamaður frá Flatey á Breiðafirði. Ég gekk í Menntaskólann á Akureyri og eftir stúdentspróf hóf ég nám í félagsfræði við Háskóla íslands. Eftir tveggja vetra nám flutti ég til Þýskalands og lauk Dipl. Soz. gráðu í félagsfræði frá Universitát Bremen með sérsvið í atvinnu- og endurhæfingar-félags- fræði. f Þýskalandi kynntist ég konunni minni, Barbel Schmid, félagsráðgjafa og eignuðumst við tvö fyrstu bömin okkar þar. Þriðja barnið fæddist á íslandi en lést skömmu eftir fæðingu. Eftir nám kenndi ég í tvö ár við fullorðinsfræðslu í Þýskalandi. Árið 1981 fluttist ég heim og réð mig sem félagsfræðing við Trygg- ingastofnun ríkisins. Eftirfimmár hjá Tryggingastofnun hætti ég og hóf rekstur verslunar með um- hverfisvænar byggingavörur sem enginn vissi hvað var á þeim tíma svo að oft líktist þetta meira fræðslumiðstöð en verslunar- rekstri. Á miðju ári 1988 gerðist ég forstöðumaður á sambýli hjá Styrktarfélagi vangefinna og tveim árum seinna tók ég við forstöðu á sambýli fyrir þroskahefta með at- ferlistruflanir hjá Svæðisskrifstofu í Reykjavík. Um síðustu áramót varð ég framkvæmdastjóri Geð- hjálpar. Geðhjálp stendur vonandi á nokkrum tímamótum. Síð- ustu ár hafa verið fé- laginu erfið og skrif- stofan lokuð um tíma. Stjórn félagsins hefur lagt upp með metnaðar- fullar áætlanir sem framkvæmdastjóra er ætlað að fylgja eftir. Fyrst er að koma skrif- stofu félagsins í gagnið og opna félagsmiðstöð fyrir geðfatlaða. Efla á fræðslustarfsemi og hefja skipulega þjónustu við aðstandendur. Geð- hjálp eru hagsmunasamtök geð- sjúkra og þeirra aðstandenda og á því að vera í fararbroddi í rétt- indabaráttu þeirra. Þar liggja verk- efni framtíðarinnar. Gífurlegar framfarir hafa orðið í málefnum fatlaðra síðustu áratugi og líklega er árangur í baráttumálum þroska- heftra einna glæsilegastur. Geðfatl- aðir hafa því miður orðið nokkuð afskiptir, líklega að hluta til vegna þess hversu erfið mál þeirra eru oft á tíðum og úrræðaleysið mikið. Á þessu er að verða breyting og hefur Geðhjálp m.a. boðið fram aðstoð sína og gert þjónustusamning við félagsmálaráðuneytið og Svæðis- skrifstofu í Reykjavík um rekstur stuðningsþjónustu við geðfatlaða. Eftir nokkra byrjunarörðugleika er þessi þjónusta að skila miklum ár- angri sem ég vona að verði fram- hald á. Ingólfur H. Ingólfsson FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 41

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.