Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Qupperneq 50

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Qupperneq 50
• I B RENNIDEPLI Nýtt ár færir ný verkefni með sér, ný baráttumál kalla á nýjar áherzlur, en meginmál eftir sem áður að reyna að vinna sem allra bezt úr þeim málum sem óleyst eru eða hafa ekki unnizt sem skyldi. I raun er þar af alltof mörgu að taka frá varnarbaráttu liðinna ára. Sú varnarbarátta hefur sett sitt ótvíræða mark á allt starf Öryrkjabandalags Islands á liðnum árum, þó fyrst hafi kastað tólfunum við fjárlagagerðina fyrir þetta ár. Þau áform sem uppi voru í frumvarpi til fjárlaga fyrir þetta ár voru í raun svo furðulega bíræfin árás á lífskjör lífeyrisþega, að fáir vildu trúa að fram næðu að ganga. Vissulega urðu þau áforrn ekki öll eða að öllu leyti að virkileika í fjárlögum þessa árs, en af alltof miklu neikvæðu er engu að síður að taka. Fjárlagafrumvarpið gerði m.a.s. ráð fyrir því að jafnvel mætti hugsa sér að bætur stæðu með öllu í stað þrátt fyrir almenna launahækkun í landinu um áramótin. Launþega- hreyfingin kom þar vissulega vel að verki og skal eiga þökk fyrir það. Hitt er svo staðreynd að í stað krónu- töluhækkunar nú sem og á liðnu ári upp á alls 6400 kr. til þeirra sem eru á sama tekjustigi og öryrkjar, þá vantaði bæði nú sem þá um þriðjung upp á að skilað væri yfir í bótakerfið. Það munar nefnilega um rúmar 2000 kr. í launaumslag lífeyrisþegans og auk heldur er hér um beina vanefnd að ræða, láglaunasamningur skilaði sér ekki til þess láglaunahóps sem í svo mörgu á hvað erfiðastar aðstæður á landi hér. Við þessu verður að bregð- ast, þó ekki sé auðvelt um vik, þegar óbilgimin ræður ríkjum og þar er við að eiga það vald sem æðst er alls - stjórnvaldið sjálft. að undraði okkur mjög sem stóðum í því að koma sjón- armiðum öryrkja og aldraðra á fram- færi og verja sem við máttum einstök kjaraatriði, hversu langt var seilzt í hugmyndum um skerðingu þessa og hins, allt yfir í það að ekki skyldu greiddar út bætur trygginganna sem væru undir 600 kr. á mánuði; þ.e. mönnum datt í alvöru í hug að taka 7000 kr. af lífeyrisþega á ári, sem hann eða hún átti ótvíræðan rétt til. Sem betur fór fyrir alla var horfið frá þessu heimskulega ráði. En það var ekki frá öllu miður gáfulegu horfið við endanlega afgreiðslu. Ærið verk mun það verða að berjast sem bezt gegn þessum ókjörum og gagn að samstarf við þá sem aflið eiga til aðgerða, launþegahreyfinguna í landinu, verði sem allra bezt svo unnt megi reynast einhverju að hnekkja. Enn skulu þau ákvæði áréttuð sem erfiðust munu reynast okkar fólki og það sem við óttumst alveg sérstaklega að sé aðeins upphaf að öðru og verra. Frá og með 1. sept. á þessu ári er ætlunin að fjármagnstekjur skerði bætur almannatrygginga, þó ekki nema að hálfu þ.e. 50% fjármagns- tekna skulu til skerðingar koma. Það undarlegasta í allri þessari gjörð er það, að enn hefur engin löggjöf um meðferð fjármagnstekna í skattalegu tilliti litið dagsins ljós, þó það sé sagt að til standi. Það er í raun furðulegt að áður en frá því er gengið, að raun- verulegir fjármagnseigendur axli sínar byrðar, þá sé lífeyrisþegum einum gert að greiða af fjármagnstekjum sínum með þessum hætti - með skerðingu bóta - og svo auðvitað í ofanálag greiða af þeim skatt þegar og ef sú löggjöf nær fram að ganga. Enn skal vonað að stjómvöld láti af þessari harkalegu aðgerð, láti líf- eyrisþega ekki gjalda þess svo frek- lega, ef svo vildi nú til að þeim hefði tekizt að öngla saman einhverju lítil- ræði, þannig að það í tvöföldum mæli komi þeim í koll. Hækkun skerðingar vegna tekna úr 25% í 30% hjá ellilífeyris- þegum og þar með þeim öryrkjum er þeim aldri hafa náð er eitt bjargráðið og bærilega mun það við marga koma og skila sér í umtalsverðri lækkun bótagreiðslna til þeirra sem einhverjar vinnutekjur hafa. Þetta snjallræði flaug mönnum í hug á desember- dögum, átti reyndar að vera hækkun upp á 35% en 30% lokaniðurstaðan. Ritstjóra minnir endilega, að mönnum hafi þótt vel í lagt hjá fyrrum heil- brigðisráðherra hvað tekjutengingu varðaði, en þeim sömu sýnilega snúizt hugursíðan. Og svo er það bótaskerð- ingin vegna áætlaðra tekna þeim til handa sem hafa ekki “sinnt þeirri laga- skyldu að greiða í lífeyrissjóð”. Þetta verður nú erfitt í framkvæmd og hætt við að margt verði að skoða, ef öllu réttlæti á að vera fullnægt. A.m.k. vit- um við að hvað öryrkja snertir munu mörg álitamál upp koma varðandi möguleika þeirra á lífeyrissjóðs- 50

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.