Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Side 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Side 9
félaga fatlaðs fólks og hins opinbera. Helgi Hjörvar lagði áherzlu á að fatlað fólk talaði fyrir sig sjálft. Blindra- félagið hefði þá reglu íheiðri. Blindir vildu vinna með fólki en ekki að unnið væri fyrir þá. Olöf sagði mikilvægt að fatlað fólk og ófatlað ynni sem bezt saman og auðvitað ætti fatlað fólk að vinna að eigin málum. Að loknum aðalfundarstörfum þá tók til máls forstjóri Trygginga- stofnunarríkisins Karl Steinar Guðna- son, en hann hafði verið beðinn að flytja erindi um tryggingamál. Var gerður afar góður rómur að erindi hans afar fróðlegu og á mörgu þar tekið, og hér að því helzta vikið. Karl Steinar kom víða við í máli sínu og verður hér aðeins minnt á nokkur atriði: Hann minnti á sögu og tilurð Tryggingastofnunar ríkisins sem varð 60 ára á þessu ári, andstöðuna gegn slíkri samhjálp fyrr á öldinni og nauð- syn þess að halda vel vöku sinni. Hann lagði áherzlu á að innan veggja stofnunarinnar ríkti hlýtt hugarfar, frumkvæði og fagmennska í öllum afgreiðslum. Hann greindi frá samn- ingnum við Háskóla Islands, þar sem TR kostar nú stöðu rannsókna- prófessors við háskólann, læknadeild til að kanna orsakir örorku og fötlunar. Benti á að öryrkjum fjölgaði um 7,3% árlega sem þyrfti rannsóknar við. Karl Steinar vék þessu næst að hinu vandasama hlutverki lækna varðandi vottorðagjöf til TR. Minnti á að menntun og færni íslenzkra lækna væri mikil, en í vottorðagjöf væru þeir ekki óskeikulir fremur en aðrir. Vektu stundum falskar vonir, gæfu einnig vottorð sem hvergi tækju á megin- máli, undantekningar vissulega en væru þó til því miður. Hann sagði frá námskeiðum fyrir lækna sem trygg- ingayfirlæknir mótaði og stýrði, læknahandbók væri í undirbúningi og bráðlega yrði í notkun tekið nýtt tölvukerfi í læknadeild. Karl Steinar greindi frá ráðningu félagsráðgjafa sem einkum sinnti sjúkum og fötl- uðum börnum. Starfsfólk verður sent á námskeið til að læra táknmál svo samskipti við heymarlausa megi sem eðlilegust vera. Hann minnti á útboð á hjálpar- tækjum sem sparað hefðu tugi millj- óna hjá stofnuninni. Þá vék hann að hinni lélegu húsnæðisaðstöðu TR ekki sízt sem afgreiðslustofnun fyrir fatl- aða, 35 starfsmenn Byggðastofnunar hafa jafn mikið rými og 190 starfs- menn TR. Þakkaði Öryrkjabanda- laginu og Sjálfsbjörg fyrir stuðnings- ályktanir hvað þetta varðar. Þá kom Karl Steinar inn á aðhaldsaðgerðimar nú og “sparnað” í því sambandi. Alvarlegast væri ef stjórnmálamenn skildu ekki þarfir og nauðsyn hinna Hlerað í hornum Litli snáðinn var í heimsókn hjá frænku sinni. Um kvöldið las hann bænir sínar, en þegar að signingunni kom brá frænkunni í brún, því í stað hinna venjulegu signingarorða sagði snáði: Einn, tveir, þrír, fjórir - og þá er ég búinn góði guð. fötluðu, þá væri voðinn vís. Þá yrði forgangsröðun og gildismat ekki sem skyldi. Óneitanlega hefðu aðhalds- aðgerðir undanfarið haft sín áhrif á hag fatlaðra og það að rjúfa tengsl launa og bóta hefði skapað óöryggi um framtíðina. Karl Steinar taldi brýnt að ör- yrkjar fengju meira svigrúm til að bæta tekjur sínar ef þeir mögulega gætu. Hann vék í því sambandi að bótastiginu sem vissulega væri lágt, en kauptaxtar verkalýðsfélaga væru undarlega lágir, því miður. Taldi ótví- rætt að hagsmunasamtökin þyrftu mjög á verði að vera og minnti á þá staðreynd að TR setti ekki lög og reglugerðir heldur framkvæmdi það sem stjómvöld hafa ákveðið. Karl Steinar lagði áherzlu á að Öryrkjabandalagið hefði náið sam- band við verkalýðshreyfinguna og vísaði til góðrar reynslu þar af í áranna rás. Baráttan væri eilíf og árangur fengist ekki nema með árvekni og hæfilegri ýtni. I lokin vék hann svo að starfi nefndar um endurskoðun almanna- trygginga. Lokaorðin voru þessi: Styrkur öryrkja eflist með sterkum talsmönn- um og þróttmiklum hagsmunasam- tökum. Það má hvergi láta deigan síga. Þá mun árangur nást, þá mun sífellt og eyðileggjandi öryggisleysi breytast. Þá verða hnífar niðurskurð- arins bitlausir og framtíðin bjartari. Karl Steinar svaraði svo fyrirspurnum greiðlega. s Olöf Ríkarðsdóttir sleit svo fundi kl. 17.35. Þakkaði Karli Stein- ari sérstaklega og færði um leið þakkir fyrir góða samvinnu við Trygginga- stofnun í áranna rás. Þakkaði starfs- mönnum fundarins sín vel unnu störf. H.S. ** Tveir menn voru allnokkuð við skál og sá þeirra sem austur í sveitum bjó settist undir stýri í bifreið sinni og bjóst til að aka af stað. “Heldurðu að þetta sé nú ráðlegt?”, spurði bæjarmaður. “Uss, þetta verður allt í lagi. Þetta er svo langt að það verður runnið af mér, þegar ég kem heim.” FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 9

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.