Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Page 54

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Page 54
• f B RENNIDEPLI s lögum um málefni fatlaðra segir að til Framkvæmdasjóðs fatlaðra skuli renna óskertar tekjur Erfða- fjársjóðs til að standa undir þeirn lög- boðnu verkefnum, sem honurn eru fal- in með sömu lögum. Fyrir nokkrum árum eða í ráðherratíð Jóhönnu Sig- urðardóttur var bætt á sjóðinn verk- efnum umfram þau lögboðnu þ.e. að með lögum um ráðstafanir í ríkisfjár- málum, bandorminum svokallaða, mátti verja allt að 25% af ráðstöf- unarfé sjóðsins til rekstrarverkefna. Þetta var að sögn þá gert til þess að tryggja framlög til frekari liðveizlu sem þá var laganýmæli, ráðherra treystist ekki til að ná þeim framlög- um fram í fjárlögum almennt. Þetta átti einungis að vara í eitt ár á meðan ráðherrann væri að ná vopnum sínum, en reyndin varð sú að ákvæðið var endurnýjað og síðar bætt um betur og fært upp í heimild allt að 40 % af ráð- stöfunarfé sjóðsins. í fjárlögum næsta árs á að heita svo að þessi rekstrar- verkefni séu af sjóðnum tekin þ.e. þau fara inn í hinar almennu fjárlagatölur, en á móti kemur enn lækkað framlag til Framkvæmdasjóðs fatlaðra og það gerir auðvitað gæfumuninn. A þessu ári átti Framkvæmdasjóður fatlaðra að fá til ráðstöfunar 390 millj. kr. að lág- marki, því þær voru tekjur Erfða- fjársjóðs í fjárlögum, en sjóðurinn fékk aðeins 257 millj. kr. þannig að riímlega þriðjungur var frá honum færður inn í almenn framlög á fjár- lögum. Inni í þessari tölu var auðvitað heimildin um rekstrarráðstöfun upp á 40%, en hér var vel við unað einfald- lega af því að sjóðurinn fékk álitlegar upphæðir til viðbótar: endurgreiðsl- una frá Sólborg upp á 80 millj. kr. og á annað hundrað milljónir króna sem umframinneign hjá Erfðafjársjóði. Þrátt fyrir þetta var afgreiðsla sjóðsins afar ófullnægjandi hvað fjölmargt varðar m.a. til öryrkjafélaga í dýrmæt- um og þörfum verkefnum fyrir sitt fólk. x Ifjárlögum næsta árs fær Fram- kvæmdasjóður fatlaðra hins vegar 165 millj. kr. aðeins og er það rétt innan við 40% af lögboðnum fram- lögum í ljósi þess að Erfðafjársjóður á að skila á næsta ári 420 millj. kr. 40% heimildin er hins vegar fallin brott og rekstrarverkefnum þannig af sjóðnum létt, en sjóðurinn þá aðeins lækkaður á móti svo um hreinan hrá- skinnaleik er að ræða. Alvara málsins felst auðvitað í því að ákvæðið um óskertar tekjur Erfðafjársjóðs inn í Framkvæmdasjóð fatlaðra er að engu haft, ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs verður a.ö.l. aðeins þessar 165 millj. kr. og skuldbindingar vegna næsta árs - óhjákvæmilegar - nema u.þ.b. þess- ari sömu upphæð. Þar inni er auðvitað áfram flutningur út af Kópavogshæli, en á sinni tíð var samningur þ.a.l. gerður milli ráðuneyta heilbrigðis- og félagsmála um þennan flutning, en sá var í raun innistæðulaus hvað allar framkvæmdir varðaði, enda mátti skilja hann svo að sjálfstæð búseta yrði aðallausnin. Að sjálfsögðu hefur hins vegar komið í ljós að þessi flutningur kallar á sambýli fyrst og síðast og svo þjónustustofnanir beint í kjölfarið. En nóg um það. Það sýnist því mjög augljóst nú að gjörsvelta á Framkvæmdasjóð fatlaðra á næsta ári til allra þeirra þörfu verkefna sem bíða svo víða. Ef þessi verður raunin þá geta aðildarfélög okkar séð sína sæng uppreidda varðandi þær verðmætu framkvæmdir sem þau mörg hver standa í og þjóna mjög fjölmennum fötlunarhópum, eru í raun að ráðast í framkvæmdir til að sinna þeirri þjón- ustu sem ríkið annars ætti og yrði sannanlega að sinna. Meðferðin á Framkvæmdasjóði fatlaðra er dæmafá og sýnir það, að hversu haldgóð sem löggjöf annars er þá reynist auðvelt framhjá að ganga af einmitt þeim sama lög- gjafa er lögin setur svo og sér í lagi framkvæmdavaldinu. Því verður að treysta að einhver leiðrétting fáist hér á við fjárlagagerð, því annars er aug- ljóst að ríkisvaldið ætlar ekki að styðja við bakið á t.d. framkvæmdum þeirra félaga okkar sem eru að tryggja hina ýmsu þjónustuþætti við fatlaða, sem rfkið sinnir annaðhvort ekki eða ekki nógu vel. Það glitrar a.m.k. ekki góð- ærið af Framkvæmdasjóði fatlaðra. Og ef þessi verður hin endanlega meðferð meirihlutans á Alþingi þá er í flest skjól fokið. * Eðlilega eru héðan allnokkur sam- skipti við skattayfirvöld. aðal- lega þó hér í Reykjavík. Allnokkuð er um að fólk komi hingað eftir álagn- ingu opinberra gjalda og fái liðveizlu okkar við lagfæringar. Er þá ýmist eða hvoru tveggja skrifað til skattstofu og framtalsnefnda. Sú er reynslan hér af þessum tilskrifum að í yfirgnæfandi hluta tilvika er vel við brugðist og lækkun álagðra gjalda staðreynd, enda máske afar eðlilegt. Það fólk sem hingað leitar á yfirleitt margar og miklar hremmingar að baki og hefur úr litlu að spila og heimildin til lækk- unar gjaldstofns á einmitt að þjóna þessu fólki. Hins vegar verður hér einnig að nefna til annars konar afgreiðslu - endurtekna - varðandi fólk sem hefur orðið fyrir áfalli því sem mest má verða, þ.e. að á tekju- árinu hefur það horfið úr atvinnulífinu og verið til örorku metið. Einmitt þetta fólk ætti að njóta þeirrar fremstu til- hliðrunar sem lækkunarheimildin segir til um að okkar mati. í öllum til- fellum sem um ræðir var um að tefla mánaðarlegt tekjuhrap sem skipti ein- hverjum tugum þúsunda eða frá 20 þús. rúmum upp í nær 40 þús. Svar til allra var á þá leið að ekki hefðu orðið þær breytingar á högum sem leitt gætu til lækkunar og var því synjað beiðni um tilhliðran með lækkun gjalda. Okkur hér þykir sem einmitt þarna eigi hið opinbera að koma verulega vel til móts við fólk og einnig er þetta óskiljanleg afgreiðsla í ljósi þeirra fjölmörgu gleðilegu jásvara sem frá skattinum bárust. Sem betur fór tók Framtalsnefnd Reykjavíkur (en þaðan voru öll tilvikin) rösklega á þessum málum og veitti verulega lækkun út- svars, sem í öllum tilfellum bjargaði afar miklu hjá þessu vægast sagt hrak- lega setta fólki. Mál þetta verður tekið upp við skattayfirvöld, því engu öðru skal trúað en hér sé um handvömm hugsunarleysis að ræða en ekki klára ásetningssynd. 54

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.