Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Page 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Page 10
Utskrift hjá Starfsþjálfun fatlaðra Aliðnu ári varð Starfsþjálfun fatlaðra 10 ára og af því tilefni var margt til hátíða- brigða gjört, enda að verðleikum vísum svo vel sem þar hefur til tekist á þessum tug ára. Utskrift nemenda fór fram föstudaginn 19. des. og var fjölmenni mikið, eldri nemendur mættu m.a. mjög vel. Athöfnin fór hið besta fram, ívaf alvöru og gamans fléttaðist saman. Páll Eyjólfsson gítar- leikari lék fyrir gesti í upphafi og gladdi geð manna með tærum tón- um. Undirritaður var svo kynnir á samkomu þessari. Guðrún Hannesdóttir forstöðumaður flutti hugvekju, minntist hinna merku tímamóta, ræddi þróun mála og ánægju- legan árangur, minnti á námskeiðin góðu sem mörgu æskilegu hafi til leiðar komið fyrir svo marga. Síðast en ekki síst talaði Guðrún til nemenda sinna, einkum þó þeirra er nú útskrif- uðust frá Starfsþjálfun fatlaðra. Bað þau minnug þess að prófárangur segði ekki allt, margir góðir sigrar væru að baki við þessa útskrift svo sem áður. Marín Björk Jónasdóttir námsráð- gjafi fór yfir könnun mjög fróðlega sem gerð hafði verið á högum þeirra sem útskrifast höfðu í gegnum tíðina. Margir farið áfram í nám, margir aðrir fengið vinnu við hæfi o.s.frv. Páll gældi við gítar sinn okkur til yndis, en að því loknu slegið á enn léttari strengi. Nemendur fluttu gam- anmál í tvennu lagi. Isleifur Jónsson hafði annars vegar samið frásögn af nemendum sem kennurum í óbundnu máli, skreytta alls kyns lýsingarorðum og sömuleiðis í vísnaformi um sömu aðila. Obundna málið lásu Björg Lárusdóttir og Már Friðþjófsson en vísurnar Kristbjörg Þorsteinsdóttir og Gunnlaugur Símonarson. Var gerður að góður rómur. á afhenti Guðrún nemendum skírteini sín en alls útskrifuðust 9 að þessu sinni. Þá flutti Margrét Margeirsdóttir stjórnarformaður Starfsþjálfunar fatlaðra ávarp og kvað starfsemi þessa með merkilegustu þáttum í málefnum fatlaðra, sem svo ótvíræðum og ágætum árangri hefði skilað þessu tíu starfsár. Hún færði nemendum að gjöf bókina Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson útgefna af Máliogmenningu. Guðrún Hannesar færði Margréti blómakörfu í tilefni þess að hún hefði frá upphafi og öll þessi tíu ár verið stjórnarformaður og borið hag Starfsþjálfunar einstaklega vel fyrir brjósti. Margrét er um leið fulltrúi félagsmálaráðuneytis í stjórn- inni. Einnig færði Guðrún Dóru Páls- dóttur blómakörfu, en Dóra hefur starfað við skólann með sérstökum ágætum lengst allra kennara. Svavar Sigurðsson flutti skörulegt ávarp fyrir hönd útskriftarnema og þakkaði einkar góðan tíma og alla leiðsögn sem hann kvað þeim mundi dýrmæta reynast. Isleifur Jónsson flutti einnig rösklegt og vel samið ávarp fyrir hönd þeirra sem enn erja í Starfsþjálfun og öllum útskriftar- nemum var færð rós frá þeim hinum sömu. Jólalag lék svo Páll Eyjólfsson og allir sungu: Bráðum koma blessuð jólin. A eftir voru hinar ágætustu veit- ingar í boði Starfsþjálf- unar fatlaðra og áttu allir ágæta stund á þessu föstudagssíðdegi. Kynn- ir varpaði fram vísu til útskriftarnema: Um það dugir ekki að þrátta áfram þreyta skuluð leik. Ljúflingarnir einn og átta aldrei munu vaða reyk. Fréttaþjálfinn, hið ágæta blað útskrift- arnema var komið út og lá frammi. Þar kennir margra góðra grasa m.a. er ágæt og fróðleg sam- antekt um hina mætu kennara, unnin upp úr viðtölum við þá. Brandarar ljúfir eru á sínum stað og er sýnishorn hér: Sigga litla sjö ára var inni í her- berginu sínu að teikna þegar faðir hennar labbaði inn og spurði hana hvað hún væri að teikna. “Ég er að teikna mynd af guði”, svaraði sú litla. “Það er mjög fallegt af þér”, sagði faðir hennar. “En það veit enginn hvernig hann lítur út.” “Nú jæja”, svaraði Sigga, “þá vita þeir það núna”. Einkar góð er smásaga Agústs Jónssonar, sem er í sendibréfaformi og felur í sér mikil og góð sannindi. Hún mun verða birt hér í blaðinu. Margt fleira efni er í blaðinu og að- standendum öllum til hins mesta sóma. Afmælisveislan góða eða útskriftarhátíðin veitti birtu á veg okkar og vonandi fær þessi merka starfsemi að blómgast og dafna sem best. Og rúsínan í pylsuendanum úr Fréttaþjálfanum: “Hverjum líkist svo litla barnið?” “Pabba sínum. Hann drekkur bara og sefur.” H.S. 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.