Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Page 13
leysti þá óvart vind og farþegar litu
þá óhýru auga. Stuðningsfulltminn
sagði strangur við gerandann: “Hvað
segir maður?” Þá gellur við í hinum:
“Amen”.
Faraldsfræði og algengi einhverfu
á íslandi nefnist grein Evalds
Sæmundsen sálfræðings á Greining-
arstöð. Hann segir þar frá úrtaks-
aðferðum og skráningaraðferðum
faraldsfræðinnar.
Evald ræðir svo um algengi ein-
hverfu hér á landi, en hann hefur
einmitt rannsakað það rækilega ásamt
öðrum. M.a. sem þar kemur fram er
að einhverfum hefur fjölgað umfram
það sem nemur eðlilegri fjölgun
landsmanna. I rannsókn ’84-’92 var
algengi 7 af 10.000 en 10.4 ef með
voru teknir þeir með ódæmigerða
einhverfu.
Pétur Lúðvígsson, bamataugasjúk-
dómalæknir fjallar í grein sinni um
einhverfu og flogaveiki. Orsakir
einhverfu eru óþekktar, einkenni
benda til viðtækra truflana á starfsemi
heilans. Flog og flogaveiki algengari
hjá einhverfum en öðrum, einkum
kippaflogaveiki ungbarna eða svo-
nefntáunniðflogamálstol. Þaðvekur
athygli hins leika þegar Pétur segir að
hvorki flogaveiki né einhverfa séu
sjúkdómar í hefðbundnum skilningi
þess orðs.
Og gullkorn: Einhverfur nemandi
var að borða og var óðamála með
munninn fullan af mat. “Renndu nið-
ur áður en þú talar,” sagði kennarinn.
Nemandinn renndi niður buxnaklauf-
inni og hélt áfram að tala.
Svanhildur S vavarsdóttir talmeina-
og boðskiptafræðingur skrifar: Grein-
ingin er einhverfa en hvað svo? Lýsir
fyrst alþjóðlegri skilgreiningu á ein-
hverfu. Segir svo að boðskiptahöml-
un barna með einhverfu sé afar flókin
og málskilningur afar takmarkaður.
Veldur því að barnið virðist vera
heyrnarlaust. Nauðsynlegt sé að
tengja orðin við sjónræna mynd.
Þjálfunin, meðferðin verður umfram
allt að vera lifandi og fjölbreytileg,
segir Svanhildur. Að ná athygli barns-
ins á einhvern máta er algjör nauðsyn,
lengja athyglina, skipta athyglinni.
Eftirherma barnsins er í raun um
leið fyrstu boðskipti og merki um
sameinaða athygli.
Skyntruflanir hjá einhverfum og
nreðferð við þeim er greinarheiti
Jarþrúðar Þórhallsdóttur sjúkraþjálf-
ara og fv. form. félagsins. Hún bendir
á að vitað sé nú að heilastarfsemin er
trufluð, að úrvinnsla og samhæfing er
ekki sem skyldi, að truflanir á skynjun
eru alvarlegar. Hún leggurút af þessu,
ræðir um S.I. Sensory Intergration -
samhæfingu skynsviða - truflun á
henni veldur að sjálfsögðu alvarlegri
röskun. Hún segir svo hinar einstöku
reynslusögur út frá truflunum skyn-
sviða: sjón, heyrn, snerting, lykt,
bragð. Dæmi: “Það sorglega við
heyrn mína var að rödd föður míns
var stórfurðuleg - eins og verið væri
að skjóta úr byssu”.
Hún fer svo yfir í að lýsa S.I. með-
ferðinni, sem felst m.a. í því að örva
það svæði í heilanum, sem stýrir með-
vitund og athygli - örva snerti- og
þrýstiskyn eða stöðuskyn. S.I. með-
ferðin oft notuð með annarri hreyfi-
þjálfun.
Rætt er við Svanhildi Arnadóttur,
móður Andra Freys, 13 ára ein-
hverfs drengs. Hún segir sögu hans
allt frá fyrstu einkennum einhverfu,
hún ræðir einnig mikilvægi Umsjón-
arfélags einhverfra. Hún bendir á
sérstakan orðaforða og vissar áráttur,
nefnir m.a. að hann kunni alla stjömu-
gjöf Söngvakeppninnar (Eurovision).
Allt verður að vera í föstum skorðum.
Áhyggjur móðurinnar eru aðallega
varðandi framhaldsnám Andra, þeim
deilir hún með öðrum foreldrum ein-
hverfra barna, því engin framhalds-
skóladeild er til fyrir þau í skólum.
Varpar því fram hvort möguleiki sé á
stofnun sérdeildar við einhvern fram-
haldsskólann.
Guðmundur Már Björgvinsson
forstöðumaður sambýlis við Hólaberg
skrifar um sambýli einhverfra. Sam-
býlin eru rekin á vegum félagsmála-
ráðuneytis. Unnið er eftir TEACCH
aðferðafræðinni, en TEACCH - stend-
ur fyrir: Meðferð og menntun fyrir
einhverfa og aðra með boðskipta-
hamlanir, helsta markmiðið að fólk
öðlist meiri virkni, myndrænar fram-
setningar mikið notaðar.
Guðmundur Már lýsir svo daglegri
starfsemi, stoðþjónustu, vinnu, bíla-
málum og fullorðinsfræðslu. Stöðu-
heimildir við sambýlin eru alls 25,1.
Guðmundur Már ræðir svo framtíð-
ina, telur þetta búsetuform henta mjög
vel fyrir flesta, kannski beri að stefna
að sjálfstæðri búsetu hjá sumum.
Skipulögð kennsla nefnist grein
Sigrúnar Hjartardóttur. Skipulögð
kennsla tekur til allra þátta, sjónrænar
vísbendingar nýttar, sóttar hugmyndir
til TEACCH - líkansins. Sjónrænt,
skipulegt umhverfi gagnast mjög vel
við kennslu margra annarra barna er
þurfa á sérstökum stuðningi að halda,
sömuleiðis nýtist það vel þeim sem
ekki eru orðnir læsir áritmál. Reynsl-
an hér af almennt mjög góð.
Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræð-
ingur á þarna greinina: Atferlis-
meðferð barna með einhverfu.
Hagnýt atriði: Þar vekur hún at-
hygli á því að þeir sem greinast með
einhverfu búa flestir við umtalsverða
fötlun til lífstíðar. Rannsakað hefur
verið hverju markviss meðferð skilar,
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
13