Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Síða 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Síða 18
S í B S sótt heim Fjölmennasta og um leið eitt öflugasta aðildarfélag Öryrkja- bandalagsins er SÍBS sem nú heitir fullu nafni Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga. Þar innan dyra eru deildirnar sem upphaf- lega mynduðu SIBS, Astma- og ofnæmisfélagið og Landssamtök hjartasjúklinga. SIBS á stórafmæli á árinu, verður 60 ára gamalt og á sannarlega mikla og merka sögu, varðaða mörgum dýrmætum áföngum á sóknar- og sigurleið. Núverandi formaður Öryrkja- bandalagsins og stjórnarmaður þar til margra ára er einmitt SÍBS-maðurinn Haukur Þórðarson og annar forystumaður Öryrkjabandalagsins um áratugaskeið var Oddur Ólafsson sem einnig kom frá SÍBS. Það var sannar- lega kominn tími til þess að sækja heim höfuðstöðvar SÍBS sem vel að merkja eru að Suðurgötu 10 í Reykjavík þó margir haldi að höfuðbólið Reykjalundur hýsi skrif- stofur sambandsins. Annars kemur SIBS svo miklu víðar við en á Reykja- lundi s.s. síðar mun að vikið nokkru nánar. Eitt þriðjudagssíðdegi lögðum við Asgerður framkvæmdastjóri leið okkar niður í Suðurgötu 10 til fundar við formann okkar og SÍBS um leið, Hauk Þórðarson og hans fríðu áhöfn þar. Haukur tók okkur þar fagnandi ásamt þeim Helgu Friðfinnsdóttur framkvæmdastjóra Happdrættis SIBS og Jóni Þór Jóhannssyni sem er starfsmaður SIBS og titlaður fulltrúi stjórnar. Fjölmargt bar á góma og fróðleikur mikill og margþættur færður okkur Asgerði, en aðeins fátt af því öllu sem hér fer á eftir. Sambandið sjálft ogfélög þess SIBS eða Samband íslenskra berklasjúklinga eins og það þá hét var sem sagt stofnað á Vífilsstöðum í október 1938 og varð snemma öflugur málsvari berklasjúkra og dýrmætt baráttuafl gegn berklaveikinni. Alltframtil 1974 varþettaeinslitt félag þ.e. félag berklasjúkra. Deildir þess voru víðs vegar um landið með ágætu og árangursríku starfi, enda voru berklar á öðrum hvorum bæ og vandi að verjast. Um miðjan sjötta áratuginn komu lyf við berklunum sem gjörbreyttu þessu í einni svipan ef svo má segja. Það fækkaði í gömlu berkladeildunum á sjöunda áratugnum og nú eru fáar einar starfandi í raun. Haukur segir Reykjavíkurdeildina, sem Rannveig Löve stýrir, eðlilega vera með mesta burði. Hann nefnir einnig deildir á Reykjalundi og Vífils- stöðum þar sem unnið er með þá sem þjást af svefnháðum öndunartrufl- unum. Samtök astma og ofnæmis komu svo inn í SÍBS 1974 en heita nú Astma- og ofnæmisfélagið sem er nú og hefur lengi verið undir forystu Hannesar Kolbeins. Landssamtök hjartasjúklinga gengu svo inn í SÍBS 1992 en for- maður þar er nú Gísli J. Eyland en Sigurður Helgason formaður á undan honum. Innan Landssamtaka hjarta- sjúklinga eru starfandi deildir vítt um landið og innan samtakanna er einnig Neistinn- styrktarfélag hjartveikra barna. Og eftir gagngerðar breytingar á húsnæði SIBS í Suðurgötu 10 sem er raunar hið mesta völ- undarhús þá eru öll þessi aðildarfélög og auðvitað sambandið sjálft og happdrætti þess undir sama þaki. SIBS er fjölmennast aðildarfélaga Öryrkjabandalagsins með um 6000 félaga þar af munu um 3400 manns í Landssam- tökum hjartasjúkl- inga. Haukur sagðist gjarnan vekja athygli félaga sinna á Norð- urlöndum á því að 2,2% þjóðarinnar væru innan vébanda SIBS og kæmi þá gjarnan skemmti- legur undrunarsvipur á menn. eir Jón Þór og hann sögðu frá því að LHS menn væru einkar duglegir að fá nýja félaga, gripu menn glóðvolga eftir aðgerð eða í endur- hæfingu enda hið besta mál, ekki bara fyrir félagið heldur ekki síður fyrir mennina sjálfa, sem færu þá að taka virkan þátt í félagsstarfi. Samtök lungnasjúkra voru stofnuð á liðnu ári, það munu aðallega vera sjúklingar með lungnateppu, þessi samtök hafa sótt um aðild að SÍBS og verður það mál afgreitt á þingi SÍBS nk.haust. Annars sögðu þeir félagar að skipulagsmál væru mjög til umræðu á vettvangi sambandsins og síðasta þing SIBS ræddi skýrslu Hallgríms Bergssonar um skipulagsmál og 18

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.