Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 20
Frá iðjuþjálfun á Reykjalundi. Margt þarft er þar gjört. Berklaveiki og afleiðing hennar 24 1,8% Sjúkdómar innan miðtaugakerfis 198 15,0% Bæklanir (slys, meðfæddar o.fl.) 35 2,7% Lungnasjúkdómar (aðrir en berklar) 217 16,5% Hjarta- og æðasjúkdómar 300 22,8% Gigtsjúkdómar 310 23,5% Geðsjúkdómar 160 12,0% Annað 75 5,7% Samtals: 1319 100% er boðið upp á, getur best um það borið vitni hve framúrskarandi vel er þarna að verki verið. í túnfæti Reykja- lundar er svo heimilið Hlein þar sem búa 7 ofurfatlaðir einstaklingar, mjög heilaskaðaðir með mikla umönnunar- þörf, en sú ágæta starfsemi hefur áður verið rækilega kynnt hér. Allt eru það tiltölulega ungir einstaklingar sem þar búa. Múlalundur o.fl. Múlalundur er hér í næsta nágrenni við okkur í Hátúninu, en hann er einmitt eign SÍBS. Þessi vinnustaður sem um leið er viss starfsþjálfunar- staður veitir á hverjum tíma 60-100 einstaklingum vinnu eða starfsþjálf- un. SIBS hefur greitt ákveðna upp- hæð árlega til Múlalundar og með það hafa menn mátt spjara sig, því enginn hefur verið ríkisstyrkurinn. Múla- lundur er eflaust þekktastur fyrir framleiðslu sína í möppum hvers konar og hefur framleiðslan framar vonum gengið í hinni hörðu sam- keppni við innflutninginn og óhætt að segja að reksturinn gangi mjög þokka- lega. Þegar lög um málefni fatlaðra kváðu á um að verndaðir vinnustaðir skyldu þurfa að sækja um starfsleyfi þannig að ríkisstyrkur fengist, þá var það ekki gert varðandi Múlalund og SÍBS því eitt séð um viðbótarfjár- magn til Múlalundar. Nú hefur verið sótt um starfsleyfi og sennilegast að mati Hauks að gerður verði þjónustu- samningur um Múlalund milli félags- málaráðuneytis og SIBS. Haukur sagði að í skoðun væri að byggja hæð ofan á núverandi húsnæði Múlalund- ar, en engin ákvörðun þar um tekin. Þá er komið að Múlabæ í Armúla 34, en það er dagvist aldraðra, (átti raunar að vera fyrir aldraða öryrkja en hefur til allra aldraðra náð). SÍBS á húsnæðið og er rekstraraðili ásamt Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands. Samtök aldraðra voru með í upphafi en hafa dregið sig út úr. Svo er það Hlíðabær, þar sem sömu aðilar koma að rekstri. Þar er dagvist fyrir Alzheimersjúkaog aðra minnissjúka. Það hús er í eigu Reykjavíkurborgar. FAAS er þama stuðningsaðili. Ymislegt í endapunkti Haukur segir að svo merkilegt sem það nú sé þá hafi aldrei verið fram- kvæmdastjóri hjá SÍBS, en Jón Þór Jóhannsson sé fulltrúi stjórnar og framkvæmi það sem stjórnin er með á sinni könnu á hverjum tíma. NúJón Þór er aðeins í 50% starfi, en hann er um leið formaður Reykjavíkurdeildar LHS þar sem er um helmingur allra félaga landssamtakanna. LHS hefur nýlega flutt aðsetur sitt í Suðurgötu 10. Þeir félagar Haukur og Jón Þór leggja áherslu á hina miklu og góðu samnýtingu starfsliðs í þágu SIBS hvað varðar símaþjónustu, upplýs- ingagjöf og bókhald þannig að býsna margir koma nú að SIBS málum beint eða óbeint þarna í Suðurgötunni. Þegar við komum á Suðurgötuna þá hittum við Asgerður þá Ingólf Viktorsson og Rúrik Kristjánsson hjá LHS, gengum svo í gegnum aðstöðu happdrættisins og hittum starfsfólk þar og síðan upp í fundarherbergi á annarri hæð þar sem okkur var öllum þessum fróðleik miðlað. 1973 eign- aðist SÍBS húsnæðið að Suðurgötu 10, en eins og áður sagði hefur það verið tekið rækilega í gegn, aðgengi m.a. lagfært og eins og nærri mátti geta með svo gamalt hús þá reyndust framkvæmdir þessar kostnaðarsamar. En þarna er nú öll þessi ágæta starf- semi undir sama þaki og mikils virði félagslega að svo sé. Yið fengum svo hinar ágætustu og hollustu veitingar í lokin og létum fara vel um okkur í notalegri kaffistofu á neðstu hæð og meðtókum þar einnig framhaldsfróðleik. Aðeins litlum hluta er hér til skila haldið. Þeim þrem: Hauk Þórðarsyni, Helgu Friðfinnsdóttur og Jóni Þór Jóhanns- syni er færð alúðarþökk fyrir hlýjar móttökur og mikla fræðslu. SIBS og öllu því sem það stendur fyrir er árnað alls hins besta í framtíðinni. Þar eru væn verk í öndvegi hvarvetna og ómetanlegt hlutverk frjálsra félaga- samtaka verður öllum ljóst er kynna sér hversu víða er við komið á vett- vangi SIBS. Frumherjar ruddu braut og byggðu upp, áfram er í anda þeirra haldið af ærnum stórhug og framsýni, samfélagið allt á þeim sem þar að hafa komið og koma mikla þakkarskuld að gjalda. H.S. 20

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.