Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 24
Snorri Þorsteinsson:
KVEIKJUM LJÓS
Ihinu forna spekikvæði,
Hávamálum, er þetta erindi:
“ Haltur ríður hrossi, hjörð rekur
handarvanur, daufur vegur og dugir,
betri er blindur en brenndur sé, nýtur
manngi nás.”
Það segir okkur
að allt frá upphafi
byggðar hafa hér
verið einstakl-
ingarþarsemeins
og Þórarinn Eld-
járn orðar það í
ljóði sínu “Óli”
“ókunnar leiðir
voru rofnar af
óþekktu meini”
og vegna þess
geta ekki haft sama vald yfir líkama
sínum, skilningarvitum eða hugsun
og almennt gerist.
Það segir okkur einnig að á þeim
tíma þótti sjálfsagt og eðlilegt að þeir
legðu sitt af mörkum eftir því sem
geta leyfði, meðan líf entist.
Fatlaðir einstaklingar eru meira
upp á stuðning og liðsinni annarra
komnir og eiga að flestu leyti örðugra
en þeir sem ekki búa við fötlun. Þrátt
fyrir það er þeim oft gefin mikil lífs-
gleði, einlægni og mannleg hlýja sem
gerir þeim auðvelt og eðlilegt að
leggja sitt af mörkum til að gleðja
aðra, en kunna þó einnig vel að njóta
af hjartans gleði þess sem gert er þeim
til ánægju og skemmtunar.
að haggar þó ekki þeirri stað-
reynd, að það tekur langan tíma
að vinna upp það sem fötlunin hefur
skert. Til þess þarf mikinn stuðning,
markvissa þjálfun og oft sérstakar
Hlerað í hornum
Forstjórinn spurði undirmann sinn
hvort rétt væri að hann hefði eignast
erfingja. Hann svaraði: “Herra for-
stjóri. Með mín laun eignast maður
ekki erfingja, bara börn”.
***
Presturinn gekk framhjá skrúðgarði
Jóns og fór að dást að hinum fagra
Ávarp formanns
svæðisráðs við athöfnina
”Kveikjum ljós”
í Stykkishólmi á vegum
Öryrkjabandalags íslands
föstudaginn 12.
desember 1997
aðstæður sniðnar að þörf hins fatlaða
til þess að gera honum eða henni kleift
að njóta þeirra gæða og þæginda dag-
legs lífs sem almennt er krafist og
samfélag okkar telur sjálfsagðan rétt
hvers og eins. Sköpun slíkra að-
stæðna kostar oft á tíðum sérstök fjár-
framlög hins opinbera og því miður
hefur róður fyrir þeim oft verið þung-
ur og kostað langan barning. Undir
þeim árum hafa samtök fatlaðra,
Öryrkjabandalag Islands og aðildar-
félög þess og Landssamtökin Þroska-
hjálp, setið um skeið og hafa margir
haldið þar rösklega um hlumma.
Setning laganna um aðstoð við
þroskahefta, sem tóku gildi 1. jan.
1980, markaði þáttaskil í þróun þess-
ara mála og með þeirri lagasetningu
fengu nútímaleg sjónarmið varðandi
þjónustu við fatlaða byr og sá byr létti
róðurinn næstu árin. En stefna og við-
horf í þjónustu við fatlaða taka hröð-
um breytingum, eins og allt annað og
nú eru kröfur gerðar um fulla aðild á
öllum sviðum þjóðlífsins, um tæki-
færi til menntunar, starfs og eigin
búsetu, kröfur um stjóm á eigin lífi
og viðurkenningu á því að fatlaðir séu
garði: “Mikið hafið þið Drottinn gert
garðinn fallegan.” Þáhnussaði í Jóni:
“Þú hefðir nú átt að sjá hann, prestur
minn, meðan Drottinn var einn með
hann.”
Hann: “Mér þykir vænna um þig með
hverju árinu sem líður. Þú ert alltaf
að verða mér dýrmætari.” Hún:
“Mikið er sætt af þér að segja þetta.”
Hann: “Já, antik er dýrmætt.”
fullgildir þegnar þjóðfélagsins. Með
öðrum orðum um það að þjálfun og
liðveisla skuli beinast að því að gera
þá færa til þess að taka á eigin for-
sendum fullan þátt í atvinnu og
menningarlífi þjóðarinnar.
Krafan er byggð á sama sjónarmiði
og spekikvæðið foma lýsir - því að
hver einstakur finni og fái verkefni
sem hann getur leyst af hendi með
árangri og með því skilað hlutverki
sínu til gagns fyrir sjálfan sig og sam-
félagið. Þetta er forsendan fyrir kröf-
unni um skólagöngu, aðgengi og störf
fyrir fatlaða.
Til þess að berjast fyrir og afla
þeim réttinda í samfélaginu og varð-
veita áunninn rétt hafa hagsmuna-
samtök fatlaðra verið stofnuð og það
hlýtur að verða mikil vægasta hlutverk
þeirra í bráð og lengd að standa trúan
og óhvikulan vörð um þennan rétt.
✓
Eg hef haft tækifæri að fylgjast
með þróun málefna fatlaðra hér
á Vesturlandi frá því að fyrsta svæðis-
stjórn tók til starfa 1980 og til þessa
dags.
Þá var komið að auðu og ónumdu
landi. Engin þjónusta af neinu tagi var
til staðar. Síðan hefur ýmsu þokað til
réttrar áttar og mörg tilefni gefist til
að gleðjast. Þrátt fyrir það eru mörg
stór verkefni enn óleyst og hið hrað-
fara færiband tímans flytur stöðugt
nýja einstaklinga sem þurfa stuðnings
og þjálfunar við. Það minnir okkur á
hinn óendanlega straum kynslóða sem
kemur og fer á þessari jörð.
au ljós sem í dag eru tendruð hér
í Stykkishólmi varpa nýrri birtu
á þann veg sem framundan er og
munu verða leiðarljós þeirra sem að
málefninu vinna, ekki aðeins í
skammdegi þessa vetrar heldur langt
inn í ókomna tíð. Það er ósk mín og
von og í þeirri björtu von vil ég færa
stjórn Öryrkjabandalags íslands
innilegar þakkir fyrir komuna, jóla-
ljósin og áhugann á málum okkar og
þá hvatningu sem felst í heimsókn
þeirra og ljósagjöf. Gleðilega hátíð.
Snorri Þorsteinsson
24