Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 29
AF S TJÓRNARVETTVANGI
Fyrsti fundur nýkjörinnar
stjórnar Öryrkjabandalags
íslands var haldinn á Hótel
Loftleiðum hinn 16. desember á sl.
ári. Hófst hann kl. 16,45.
Alls voru 20 stjórnarmenn mættir,
þar af voru þrjú ný andlit á stjórn-
arfundum, þær Hafdís Gísladóttir
aðalfulltrúi Félags heyrnarlausra og
varamennirnir Jóhanna S. Einarsdóttir
frá Heyrnarhjálp og Steinunn Gísla-
dóttir frá Parkinsonsamtökunum.
Formaður, Haukur Þórðarson, setti
fundinn og stjórnaði honum. Hann
bauð alla velkomna til fundar, en sér
í lagi þó fyrrverandi formann, Ólöfu
Ríkarðsdóttur. Hann minnti á hin
ágætu störf hennar að málefnum fatl-
aðs fólks um áratugaskeið, hún vann
m.a. að stofnun Öryrkjabandalags
Islands og í stjórn þess sat hún óslitið
frá 1969 allt til ársins 1997. Formaður
var hún samtals í sex ár. Haukur
minnti m.a. á að Ólöf hefði verið
tengiliður bandalagsins við Norður-
lönd allt frá stofnun og ótalin væru
þau nefndarstörf sem hún hefði innt
af hendi fyrir bandalagið. Haukur
sagði að bandalagið vildi færa henni
þakklætisvott fyrir öll hennar óeigin-
gjörnu og dýrmætu störf og bað
Asgerði framkvæmdastjóra að
afhenda henni blómvönd og forkunn-
arfagra gullnælu fyrir ágæt störf
áranna.
Ólöf þakkaði fyrir sig með nokkr-
um orðum og sagði að svona nokkuð
gerði enginn nema hafa gaman af því
og svo hefði verið um sig. Rakti tvö
dæmi urn samvinnu þeirra Odds
Ólafssonar á árum áður sem ágætum
árangri hefði skilað, annars vegar í
endurhæfingarmálum og hins vegar í
ferlimálum.
Fyrsta dagskrármálið var yfirlit
formanns. Formaður gat fyrst
um viðbrögð bandalagsins við frum-
varpi á Alþingi um altækan eignar-
skatt, sem myndi heldur betur við
Hússjóð koma og leigjendur hans ef
að lögum yrði. Hart brugðist við og
mótmæli send þingnefnd, bæði með
öðrum félagasamtökum sameiginlega
og sér af hálfu bandalagsins. Sagði
næst frá mótmælum við hinum miklu
gjaldskrárhækkunum símans á innan-
bæjarsímtölum og viðtali við Halldór
Blöndal samgönguráðherra af því
tilefni, sem raunar hefði litlu skilað.
Greindi frá fundi með heilbrigðis-
og tryggingaráðherra vegna ályktana
aðalfundar. Þar hefði komið fram svo
og í bréfi tryggingayfirlæknis til
bandalagsins út af öðru máli að fyrir-
hugað væri að ráðherra legði fram
lagafrumvarp með breytingu á ör-
orkumati þann veg að tekjur lækkuðu
ekki örorkumat, heldur væri hið lækn-
isfræðilega mat látið ráða.
Haukur sagði því næst frá aðal-
fundi Islenzkrar getspár, en þar kom
fram að sala lottómiða hafði dregizt
saman um 5,8% eða um 16 millj. kr. á
síðasta starfsári. Þá sagði Haukur for-
maður frá svarbréfi tryggingaráðs og
tryggingayfirlæknis við mótmælum
bandalagsins út af hækkuðum greiðsl-
um vegna þjálfunar, sér í lagi sjúkra-
þjálfunar. Þar kom ekkert fram um að
hagur örorkustyrkþega yrði bættur en
þeir greiða nú allir hærra gjaldið.
Að lokum sagði Haukur frá hinni
einkar velheppnuðu samstöðuhátíð í
Stykkishólmi sem annars staðar er
greint frá glögglega. Haukur vakti
athygli á því hve sveitarstjórnarmenn
þar vestra hefðu haft mikla fyrirvara
og jafnvel borið ugg í brjósti vegna
væntanlegrar yfirtöku sveitarfélaga á
málefnum fatlaðra.
mil Thóroddsen vakti athygli á
vanda afar margra vegna hærri
kostnaðarhlutdeildar sjúklinga í
sjúkraþjálfun sérstaklega meðal
örorkustyrkþega svo og ræddi hann
lækkun örorkumats fólks í námi þar
eð þaðjafngilti fullri vinnu. Þyrfti vel
að athuga.
Guðríður Ólafsdóttir kvað mikinn
ótta og óvissu ríkja hjá mörgum sveit-
arstjórnarmönnum vegna yfirfærsl-
unnar, menn hreinlega ekki tilbúnir að
taka við svo viðamiklum málaflokki.
Minnti á samning félagsmálaráðu-
neytis og Sambands ísl.sveitarfélaga
um ferlimál, sem hefði ekki reynzt
nógu vel í framkvæmd.
Hafdís Gísladóttir minnti á sér-
stöðu heyrnarlausra varðandi síma-
mál. Kvað samnorræna nefnd um
málefni heyrnarlausra nú án fulltrúa
frá Islandi, þar sem Póstur og sími hf
teldi það ekki í sínum verkahring að
skipa fulltrúa í nefndina af íslands
hálfu og samgönguráðuneytið gerði
ekkert í málinu.
Helgi Hjörvar ræddi um stór-
hækkun burðargjalda sem þungan
bagga fyrir félögin að bera. Minnti á
það fyrirkomulag í Svíþjóð og Noregi
að frjáls félagasamtök greiddu ekki
virðisaukaskatt af prentun og annarri
þjónustu varðandi þeirra félagsblöð
og rit.
Helgi Seljan talaði þessu næst um
kjaramál. Ræddi fyrst um
Framkvæmdasjóð fatlaðra, sem á
lögum samkvæmt að fá allar tekjur
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
29