Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Side 37
reiknuðum með, því þegar hinir írsku
vinir okkar sáu Perluna, þá fannst
þeim ekki annað hægt en skoða hana
betur og fá sér ís. Ferðin endaði síðan
út á Seltjamarnesi þar sem nokkrir
félagar í Fólk með fullu viti búa og
halda sjálfstætt heimili. Irarnir voru
þar “trakteraðir” á kaffi (og auðvitað
te) og kökum. Um kvöldið var síðan
myndbandakvöld í Reykjadal.
riðjudagsdagskráin fór nokkuð úr
skorðum til að byrja með, því
írarnir lentu í smáóhappi um leið og
þeir voru að fara upp í rútu. Alls
ekkert alvarlegt, en það tafði þá um
klukkustund, þannig að fyrirhuguð
heimsókn í Öryrkjabandalagið stytt-
ist. Hins vegar bauð forráðafólk ÖBI
upp á fínan hádegisverð og spjallaði
þar um starfsemi og dreifði bækling-
um bandalagsins. Að því búnu var
haldið út í Starfsþjálfun fatlaðra þar
sem Irarnir fengu rækilega kynningu
og máttu síðan skoða sig um. Þeir
voru mjög spenntir fyrir því og það
reyndist erfitt að koma þeim þaðan út.
Sjálfsbjörg landssamband og Sjálfs-
björg félag fatlaðra á höfuðborgar-
svæðinu, bauð okkur síðan yfir í sín
húsakynni. Þar voru enn meiri veit-
ingar og síðan var slegið upp balli og
dansað fram eftir kveldi.
Miðvikudagurinn hafði verið frá-
tekinn fyrir ferðalag. Og auðvitað var
það eini dagurinn sem rigndi, helli-
rigndi. Við héldum hins vegar ótrauð
í ferðina sem hófst á Nesjavöllum þar
sem virkjunin var skoðuð (Irarnir
trúðu því aldrei almennilega að hægt
væri að hita upp hús með vatni sem
kæmi heitt upp úr jörðinni). Við
borðuðum súpu og silung í Nesbúð
og héldum síðan til Þingvalla, og
þaðan til Gullfoss og Geysis. Eftir á
að hyggja, þá fór veðrið sjálfsagt
meira fyrir brjóstið á okkur en írun-
um, því það var sama hvar var stoppað
og hversu mikið rigndi, alls staðar var
allur hópurinn tekinn úr rútunni og
skoðunarferðin farin eins og í sól og
blíðu. Þeir voru þess vegna blautir,
þreyttir en afskaplega ánægðir þegar
þeir komu til Reykjavíkur.
Fimmtudaginn hófum við með því
að bjóða þeim í bíó klukkan
ellefu um morguninn. Þá var farið í
heimsókn til Vilhjálms Knudsen
kvikmyndagerðarmanns,; sem sýndi
okkur myndir af náttúruhamförum á
Islandi. Þessi sýning spannaði allt frá
eldgosinu í Heimaey að umbrotunum
í Vatnajökli. I hádeginu fórum við á
Kakóbarinn í Hinu Húsinu, þar sem
þau fengu sér að snæða og gáfu sér
tíma til að skoða sig um og kaupa
minjagripi. Síðan var þeim boðið í
sund í Arbænum, þar sem einstaklega
vel var tekið á móti þeim og starfsfólk
til mikillar fyrirmyndar. Við vorum
meira að segja svo heppin að fá ljós-
myndara frá Morgunblaðinu til að
koma og taka myndir af sundferðinni.
Hrein og strokin héldum við síðan til
veislu á Hótel Islandi, þar sem við
áttum einstaklega ljúfa stund.
Föstudagurinn byrjaði á lögbund-
inni ferð í Kringluna. Þeim fannst
búðirnar mjög fínar en ansi hreint
dýrar. Hard Rock Café vakti mikla
lukku, ekki síst vegna þess að staður-
inn var allur skreyttur í tilefni Allra-
heilagramessu. Önnur lögbundin og
langþráð ferð var farin í Bláa lónið,
þaðan sem allir komu með bros á vör
og hárgreiðslu sem endist fram á vor.
Við fórum svo til Bessastaða og skoð-
uðum okkur um og Irarnir áttu ekki
Hlerað í hornum
Hjónin fóru í Bláa lónið með litla
strákinn sinn, en þegar þangað var
komið kom í ljós að eiginmaðurinn
varekki meðneinasundskýlu. Eigin-
konan ráðagóða bjargaði því sem
bjargað varð og lét eiginmanninn hafa
eitt aukatekið orð af undrun yfir því
að geta “spássérað” óáreitt í heim-
keyrslu forsetans. Um kvöldið buðu
írarnir okkur í hrekkjavökugleðskap
og komu okkur þar enn á óvart með
ótrúlegri útsjónarsemi og hugmynda-
flugi.
Hinir írsku vinir okkar yfirgáfu
svo klakann um sjöleytið á laug-
ardagsmorgninum. Við kvöddum
fólkið með söknuði en líka ánægju, því
þessi ferð sem hafði verið lengi í und-
irbúningi, hafði gengið svo vel. Þetta
var lærdómsríkt á alla vegu og kanta
og við erum ákveðin í því að hittast á
þeirraheimavelli mjög fljótlega. Þessi
ferð hefði ekki orðið að raunveruleika
nema með hjálp margra góðra aðila,
en einn maður á þó skildar meiri þakk-
ir en aðrir og hann heitir Arsæll Már
Arnarson. Takk fyrir okkur.
Fólk með fullu viti.
Asdís Ulfarsdóttir, Elísabet
Sigmarsdóttir, Jón Þór Olafsson,
Magnús Þór Guðjónsson, Margrét
Edda Stefánsdóttir, Rúnar Þór
Valdimarsson, Þorsteinn Sölvason
og Arsæll Már Arnarson.
smekk stráksins til að skýla nekt sinni.
Það fór ekki milli mála að þetta vakti
athygli en svo mikið pískur og hlátur
að eiginkonunni varð ekki um sel.
Hún fór nú að athuga umbúnað manns
síns betur og þá kom í ljós að framan
á smekknum stóð stórum stöfum:
Yndið hennar mömmu.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
37