Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Qupperneq 43

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Qupperneq 43
gamall heyrnarlaus maður sem býr á Hrafnistu. Ragnar var með sýningu á 16 myndum sínum, sem allar voru málaðar á síðustu þremur árum, í Gerðubergi frá 7. nóv. '91- 9. feb. ’98 og fékk einkar góða dóma. Ragnar er að sjálfsögðu einn hinna áhugasömu þátttakenda í félagsstarf- inu í Gerðubergi. En þá kem ég að spurningu sem okkar fólk skiptir svo miklu. Hversu margir undir 67 ára aldri eru í félags- starfi af einhverju tagi í Gerðubergi? Guðrún svarar því til að það séu allt að 20 manns og allt niður í 36 ára ein- stakling. Það sé alveg einstaklega ánægjulegt að geta komið til móts við þessa einstaklinga, sem að öðrum kosti kynnu að búa við einsemd og jafnvel einangrun. Anægjan væri líka gagnkvæm og það væri fyrir mestu. Að sjálfsögðu er svo áfram sam- starf við Blindrafélagið og félagsstarf eldri borgara þar og áður frá því glöggt greint. Guðrúnu er þakkað gott spjall og góð viðhorf um leið en í lokin skal gripið niður í markmið og hug- myndir innra starfs í Gerðubergi s.s. “að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun” og “að skapafjölbreytilegt umhverfi þar sem flestir geta fundið vettvang við hæfi”, og svo það “að allir hafi jafnan rétt til þátttöku í félagsstarfinu” eða þá “að sjálfstæði og öryggi gesta sé styrkt með ýmiss konar menningar- og listsköpun”. Aðeins gripið niður í góð markmið og mætar hugmyndir, en þó orð séu sögð til alls fyrst þá skiptir mestu að gjörðir fylgi þeim, að verkin sýni merkin. Það er blessunarlega gjört í Gerðubergi. H.S. Hlerað í hornum Drengurinn 8 ára var að borða kvöldmatinn, en vildi ekki borða kartöflurnar. Mamma hans reyndi með öllum ráðum að fá stráksa til að borða þær og sagði m.a. að ef hann ekki borðaði kartöflurnar yrði guð reiður við hann, en allt kom fyrir ekki. Um nóttina eftir skall á mikið óveður með þrumum og eldingum og hrökk móðirin upp af svefni, en heyrði þá að drengur tautaði: “Það eru nú meiri lætin út af fáeinum kartöflum.” Velvirðingar beðizt “Öllum getur yfirsézt og einnig guði,” var haft eftir karli einum fyrr á öldinni. Valgeir Sigurðsson átti gullkorn góð í Ijóðformi á bls.4 í síðasta blaði og hafði að öðru sinna ágætu ljóða formála nokkurn. I vinnslu féll setningarhluti brott og “vökul” augu ritstjórans náðu ekki að nema brottfallið og förlast því allgreinilega. Réttur átti formálinn að Síðsumardögum á Bergþórshvoli að vera svo, feitletrað það sem féll niður: Hver kannast ekki við hina ógleymanlegu frásögn Njálu af Sæunni kerlingu á Bergþórshvoli, þegar hún gengur að húsabaki og tekur að lemja og berja arfasátu eina, er þar stóð. “Skarphéðinn hló og spurði hví hún amaðist við arfasátuna”. En kerling svaraði því til, að sátan myndi notuð, þegar Njáll yrði inni brenndur og Bergþóra. “Ok berið þér hana á vatn,” segir hún, eða brennið sem skjótast.” En alltaf fórst þó fyrir að tortíma sátunni, og svo notuðu menn Flosa hana til að auka eldana á Bergþórshvoli, seinna þetta örlagaríka sumar. Valgeir vinur minn og félagi er velvirðingar beðinn allra auðmjúklegast. Helgi Seljan Hlerað í hornum Maður einn sagði frá þjófnaði í hjalli sínum: “Þeir stálu ýsubandinu sem hékk þar, þeir stálu naglanum sem það hékk á, en þeir skildu nú gatið eftir, greyin”. Bóndi einn kom með írafári miklu inn í kaupfélagsbúðina og sagðist þurfa að fá afgreiðslu í einum hvelli, kaffi - mikið kaffi - molasykur - mikinn molasykur og hveiti - mikið hveiti. Bóndi var spurður hví þessi dæma- lausi asi væri á honum. “Það eru ærnar, þær eru svo margar blæsma, 12 eða 14, allar blæsma, ég verð að flýta mér heim”. Þá spurði annar bóndi, sem staddur var í kaupfélaginu, með hægðinni: “Heyrðu, Arni minn, áttu ekki hrút?”. Þessi kom frá einhverfum: 3 strákar voru að metast á um það hver þeirra ætti merkilegast systkini. “Bróðir minn á svaka flott mótorhjól”, sagði sá fyrsti. “Iss, bróðir minn er kominn með bílpróf’, sagði annar. “Þetta er nú ekki neitt”, sagði þá sá þriðji, “systir mín er einhverf’. *** Sú aldraða var orðin hundrað ára og auðvitað komu blaðamenn og spurðu hinnar sígildu spurningar hver væri nú galdurinn á bak við þennan háa aldur o.s.frv. Sú aldraða svaraði: “Ja, nú hef ég engar áhyggjur lengur. Ég er búin að koma öllum mínum börnum á elliheimili”. Þrír Hafnfirðingar voru að metast á um vit eiginkvenna sinna. Einn sagði: “Mín er nú svo galin að hún er búin að kaupa fleiri kjötskrokka og á ekki einu sinni frystikistu”. Annar sagði: “Mín er nú verri. Hún er búin að kaupa sér rándýran bíl en er ekki einu sinni með bílpróf.” Þá sagði sá þriðji: “Þetta er nú ekkert. Mín er að fara til útlanda og er búin að kaupa fullt af smokkum og hún er ekki einu sinni með tippi.” Karl einn var að segja frá unglambi sem var veikt á sauðburði eystra: “Það er skortur á efnavöntun í því.” Sami karl tók hressilega í nefið og hafði að orði: “Það er bezt að sjúga tóbakið alveg upp í haus. Það skerpir heilann.” Þegar kúasmalinn kom kýrlaus heim var karl kominn upp í rúm, dregur þá sængina upp að höku og segir: “Þær eru á bak við einhvern klett í hvarfi við einhvern ás.” Ljóskan ók á 120 km. hraða og var tekin af lögreglumanni sem spurði hana hvort hún vissi að hún hefði ekið á 120 km. hraða. Þá svaraði ljóskan: “Það getur ekki verið. Ég sem lagði af stað fyrir tíu mínútum.” FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 43

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.