Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Síða 46
Gamlar gátur
Hún Kristín Jónsdóttir starfs-,
maður hér kom með þessar
gömlu gátur og færði ritstjóra, sem
fagnandi tók þeim.
Gáturnar hafði Kristín fyrir
margt löngu skrifað upp eftir
frænku sinni, Elínu Þorbjarnar-
dóttur, ljóðelskri fróðleikskonu,
sem hefur áður lagt okkur sitt ljúfa
lið.
Og þá koma gáturnar, miserfiðar
eins og gengur.
1. Mey var manni gefin
áður en hún var átta nátta,
átti bamið ársgömul
og dó áður en hún fæddist?
2. A hvaða tré eru blöðin öðrum
megin svört en hinum megin
björt?
3. Hvað hétu uxar konungs í
höllu, annar hét á öllu en hinn af
öllu?
4. Aldrei er ég einburi,
oftast er ég tvíburi,
þó er ég stundum þríburi,
en þó oftar er ég fjórburi?
5. Hver fær kindur bóndans án
þess að borga þær?
6. Fótalaus um flestar nætur en
fær þess oftar á daginn bætur?
7. Hvað er innan loðið og utan
snoðið?
8. Illt á prófi,
oft af sauði
af því getur hlotist dauði?
9. Hvað er það sem hækkar þegar
höfuðið fer af?
10. Hvað er það sem tollir við
allt?
11. Hvað er fullt á hvolfi en tómt
upp í loft?
12. Hver á flest spor á íslandi?
13. Hvert er það konunafn “svo
vilja allir...?”
14. Maður kom að bæ og pissaði
upp við nafna sinn. Hvað hét sá?
15. Hvert er það stökk sem
reiðum veitist auðveldast, en
óreiðum örðugast?
16. Ég er barin, brennd og
gegnumrekin, fótum troðin, úti æ,
en ómissandi á hverjum bæ?
17. Hvenær er heimskinginn
hyggnastur?
18. Sonurinn stendur í dyrum
áður en faðirinn er fæddur?
19. Hvað er það á bænum, er
þegir, en þó öllum satt segir?
20. Hvað rennur allan daginn og
sést þó ekkert spor eftir?
21. Hver er sú fjöl, sem liggur
ætíð í vatni, en fúnar þó ekki?
Allar þá hér komnar, tuttugu
gátur og þó einni betur og nú fáið
þið að spreyta ykkur.
Ráðningar eru á bls. 47
Meginreglur SÞ á Alþingi
Eitt af síðustu verkum Ólafar
Ríkarðsdóttur sem formanns
Öryrkjabandalagsins var að senda
erindi til félagsmálaráðherra um
meginreglur Sameinuðu þjóðanna,
þess efnis að biðja ráðherrann um
kynningu þessara þýðingarmiklu
reglna á Alþingi Islendinga. Beiðnin
var út af fyrir sig ekki ný af nálinni,
en nú var henni fylgt eftir af enn meiri
þunga og þess sérstaklega óskað að
þessi kynning færi fram á alþjóðadegi
fatlaðra 3.desember.
Ráðherrann, Páll Pétursson, brást
hið bezta við erindinu og reit bréf til
forseta Alþingis með beiðni um að fá
til þess tíma að kynna þessar merku
meginreglur.
Forsetadæmið mun hafa tekið
þessu vel og þó alþjóðadagur fatlaðra
yrði ekki fyrir valinu, þá var málið
tekið fyrir á Alþingi næsta dag eða
4.desember. Félagsmálaráðherra
kynnti meginreglurnar en hafði til
þess alltof knappan tíma eða tíu mín-
útur og mörgum atriðum því ekki gerð
þau skil sem þurft hefði. En ráðherra
fór yfir reglurnar og ræddi svo hversu
við værum á vegi stödd gagnvart
hverri um sig. Fulltrúar þingflokka
fengu svo sinn knappa tíma einnig en
þar töluðu: Rannveig Guðmunds-
dóttir fyrir jafnaðarmenn, Arnbjörg
Sveinsdóttir fyrir sjálfstæðismenn,
Svavar Gestsson fyrir Alþýðubanda-
lagið, Kristín Halldórsdóttir fyrir
Samtök um kvennalista og Kristín
Astgeirsdóttir utan flokka. Ráðherra
veitti svo andsvör í lokin. Margt ágætt
kom fram í þessum umræðum, bæði
hvað varðar stöðu mála hér í dag svo
og þá framtíðarsýn sem hafa bæri í
heiðri. Kjaramál öryrkja komu mjög
til umræðu og vakin verðug athygli á
þeirri vondu staðreynd að hámarks-
bætur trygginganna eru snöggtum
lægri en lágmarkslaun í landinu.
essi kynning var þörf svo langt
sem hún náði, því heildartími
umræðunnar voru þrír stundarfjórð-
ungar og augljóst að svo viðamiklu
og margslungnu verkefni verða ekki
gerð skil á svo skömmum tíma. En
eigum við ekki að segja að þetta hafi
verið bærileg byrjun og nú hefur
ráðuneyti félagsmála gefið út sérrrit
um meginreglumar, svo aðgengilegar
em þær öllum sem vita vilja betur um
eðli þeirra og markmið öll.
Alla vega eru orð til alls fyrst eins
og fyrri daginn og ágæta umræðu ber
að þakka, þó orðin hefðu að ósekju
mátt vera fleiri, en mestu skiptir þó
að í verki verði góð orð að veruleika
dagsins. H.S.
46