Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Qupperneq 50

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Qupperneq 50
• f B RENNIDEPLI Staðtölur almannatrygginga geyma margan mætan fróð- leik, eins og áður hefur verið á minnst hér í blaðinu. Þar er m.a. fróðleg tafla um útgjöld almannatrygginga í samanburði við heildarútgjöld ríkisins árin 1990- 1996. 1990 voru útgjöldin 22 milljarðar 776 millj. kr., en 1996 var upphæðin 29 milljarðar 751. millj. kr. 1990 eru útgjöld almannatrygginga 19.3%, en eru þó ekki nema 19,8% 1996oghafa m.a. lækkað frá 1995 en þá voru þau 20% allra útgjalda ríkisins. Þetta gerist þrátt fyrir afar umtals- verða fjölgun öryrkja svo þúsundum nemur á þessu tímabili svo og einnig fjölgun aldraðra og mætti verða til umhugsunar þeim sem kveina hæst og kvarta yfir þessum þætti ríkis- útgjaldanna en gleyma þá gjörsam- lega heildarútþenslunni. Það væri t.d. fróðlegt að sjá ýmis ráðuneyti og aukningu hjá þeim milli þessara ára og svo allt til dagsins í dag. Það væri t.d. fróðleg lesning að bera saman útgjöld utanríkisráðuneytis okkar 1990 og nú 1998 en þar mun vera um mjög ríflega tvöföldun framlaga úr ríkissjóði að tefla, og ræða fáir um útþensluna þar, án þess að hér verði gert lítið úr erlendum samskiptum okkarafýmsutagi. Hins ber þá einnig að gæta að hin erlendu samskipti eru býsna fjárfrek í öðrum ráðuneytum einnig. Vissulega er ekki hér verið að hvetja til útgjaldaaukningar ríkisins umfram brýnar þarfir, en hins vegar ætti það alveg dagljóst að vera að þar sem öryrkjar eiga í hlut með megin- þunga lífskjara sinna í húfi þá er íslenska ríkið ekki eins rausnarlegt í þeirra garð og þegar hlynna þarf að sendiráðum Islands úti í löndum. Það sýna og sanna dæmin deginum ljósari frá fjárlagaafgreiðslu síðasta árs. s Ifréttum blaða í kringum áramót var til þess vitnað með nokkru stolti að á liðnu ári hefði kaupmáttar- aukning orðið nær 11 % á ársgrund- velli. Þetta þýðir í raun það að launa- vísitalan mælir svo og þykir hún nokkuð raunhæfur mælikvarði. Af því hefur verið gumað að á liðnu ári hafi bætur almannatrygginga hækkað um 8,5-8,7% eftir því hversu reiknaðer. Afþessuer því miður ljóst að ekki er nú ástæðan sú að betur hafi verið við öryrkja gjört en aðra - síður en svo. Þetta undirstrikar eðlilega þá sanngjörnu kröfu Öryrkjabanda- lagsins að bætur fylgi launavísitölu svo öllu réttlæti sé sem best fullnægt. Því miður var ákvæði það sem ríkis- stjórn okkar fékk lögfest fyrir síðustu áramót ekki um það að fylgt skyldi launavísitölu heldur það eitt sagt að taka skyldi mið af launaþróun í land- inu. Samkvæmt ofanrituðu ætti að vera ljóst að öryrkja skortir rúm 2% til að fylgja prósentutölunni fyrir almenna kaupmáttaraukningu í landinu. Pró- senta er svo eitt, krónutala annað og ef út í það er farið yrði dæmið að sjálf- sögðu mun dekkra fyrir öryrkjana, svo lágur sem þeirra tekjugrunnur er. Eitt er alveg ljóst. Herða þarf baráttuna fyrir því að launavísitala í landinu mæli öryrkjum sanngjarnar hækkanir svo þeir dragist ekki enn meira aftur úr, því nú fer því víðs fjarri að hæstu bætur almannatrygginga nái lægstu launum sem greidd eru á almennum vinnumarkaði. Kröfur öryrkja um að hæstu bætur fylgi a.m.k. lágmarks- launum eru því eins hógværar og sanngjarnar og nokkrar kröfur í samfélaginu geta verið. s Iallri umræðunni um yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveit- arfélaga hefur ekki borið mikið á sérmálum ýmsum, sem þó þarf alveg sérstaklega að taka tillit til og finna sem farsælastan farveg. Alveg sérstaklega þykir undirrit- uðum sem Starfsþjálfun fatlaðra eigi að vera þar í brennidepli og eftir gerð þjónustusamnings félagsmálaráðu- neytis og Öryrkjabandalags Islands f.h. Starfsþjálfunar fatlaðra knýr það mál enn frekar á um sem ágætasta úrlausn. Með þessum þjónustusamningi fæst meira fjármagn til þessarar þörfu stofnunar og línur skýrast enn um hlutverk Öryrkjabandalagsins þó frá upphafi hafi staðið í reglum Starfs- þjálfunar að Öryrkjabandalag Islands beri rekstrarlega ábyrgð á Starfsþjálf- un fatlaðra. Öryrkjabandalagið hefur enda árlega veitt Starfsþjálfun fatlaðra góðan styrk, fyrst í formi húsaleigu meðan Starfsþjálfun var hér til húsa og svo síðan í formi beinna styrkja. En ákveðin lögverndun þessarar stofnunar þarf til að koma, svo bráð- brýn sem efling hennar til athafna góðra er. I lögum um málefni fatlaðra segir nú að Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins skuli sett sérlög. Samskipta- miðstöð heyrnarlausra og heyrnar- daufra, Heyrnar- og talmeinastöð Islands og Sjónstöð Islands starfa allar eftir sérlögum sem tryggja bæði sess þeirra í kerfinu og hlutverk um leið. Aþekka löggjöf er nauðsyn að setja um Starfsþjálfun fatlaðra til að tryggja stöðu hennar og markmið. Framhald þess getur svo allt eins orðið það að Öryrkjabandalagið verði með þjón- ustusamningi af hálfu félagsmála- ráðuneytis rekstrarlega ábyrgt fyrir Starfsþjálfun fatlaðra til framtíðar. Sérstaða þessarar starfsemi er slík að hún þarf að eiga sér öruggan bakhjarl í góðri rammalöggjöf sem tryggir umfram allt tilveru hennar til framtíðar, því um mikilvægt hlutverk hennar efast enginn sem til þekkir. Öryrkjabandalagi Islands ber að hafa forgöngu um slíka lagasetningu. s ; Aaðalfundi Öryrkjabandalagsins á liðnu hausti var samþykkt samkvæmt tillögu skipulagsnefndar að setja á laggirnar vinnuhópa eða starfsnefndir um hina ýmsu mála- flokka er þýðingarmestir teljast í hagsmunabaráttu fatlaðra. Þessar nefndir eru nú fullskipaðar og teknar til starfa og má hiklaust vænta hins besta af störfum þeirra. Skipulags- nefndin starfar áfram undir forystu Björns Hermannssonar, kjaramála- nefnd stýrir Garðar Sverrisson, bú- setunefnd er undir stjórn Helga Hjörvar, Guðríður Ólafsdóttir stjómar 50

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.