Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Qupperneq 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Qupperneq 12
Lárus Hilmarsson leiðbeinandi DANMERKURFERÐ BUSLARA Hópurinn samankominn á Kastrup. r g hef ekki verið mjög virkur leiðbeinandi í unglingastarfi Sjálfsbjargar undanfarin 2 ár, sökum anna í skólanum (hver er þessi Anna?). Eg hef komið inn í starfið þegar í mig hefur verið kallað, þegar vantar leiðbeinendur. í ársbyrjun 2000 barst mér enn önnur fyrirspurn, hvort ég vildi koma með hópnum til Danmerkur. Ég vissi að það yrði nóg fyrir mig að gera í sumarvinnunni, hver sem hún yrði svo að ég gaf kost á mér, ef enginn annar fyndist. Þann 2. febrúar var það komið á hreint að ég væri á leiðinni til Danmerkur með BUSL hópnum á sjálfan lýðveldis- daginn, 17. júní. Leiðbeinendur mættu niður í Sjálfsbjargarhús 16. júni, kl. 19:00, þ.e. þeir sem ekki voru búnir að vera þar allan daginn, eitthvað að útrétta fyrir ferðina. Við fórum yfir stöðu mála áður en unglingarnir komu. Unglingarnir byrjuðu að streyma inn kl. 20:00 og við sögðum þeim og foreldrum þeirra stöðu mála og borðuðum síðan nokkrar samlokur. Rúta lagði af stað út á Leifsstöð kl. 21:30 og komum við þangað kl. 22:30. Þegar þangað var komið tók við endalaus bið eftir því að búið væri að skrá inn allan farangurinn, gera rafmagnsdrifnu hjólastólana til- búna fyrir flugið. í fríhöfninni gættu unglingarnir mikillar stillingar og efast ég um að allir hafi eytt þeim pening sem settur hafði verið sem há- mark. I flugvélinni voru sumir flug- hræddir en aðrir skemmtu sér hið besta. Undirritaður náði að hneyksla annan leiðbeinanda svo mikið með kaupum á rándýrum sólgleraugum að hann gleymdi alveg flughræðslunni í lendingu. Á Kastrupflugvelli varð einn leiðbeinandi með sinn ungling viðskila við afganginn af hópnum en með góðri samvinnu og samstöðu tókst þeim að finna hópinn aftur. Þegar út úr rútunni kom voru tveir leiðbeinendur, sem búa um stundarsakir í Danmörku, þau Bryn- dís og Nolli, sem biðu eftir okkur og hjálpuðu við að koma unglingunum inn í rútuna, sem var með öllu nema hráum lauk. Rútuferðin á áfangastað tók rúmlega 3 klst. og notuðu hinir þreyttu ferðalangar þann tíma vel til að sofna í lengri eða skemmri tíma, í misjafnlega þægilegum stellingum. Við komum loks á áfangastað til Hou sösportsenter, sem er um 11 km. frá Odder og um 30 km. suður af Árósum. Þegar við vorum búin að kasta af okkur farangrinum var kom- inn hádegismatur og tókum við til matar okkar, en þótt ótrúlegt megi virðast þá virtist maturinn þarna vera bragðmeiri en heima á Fróni, meira kartöflubragð var að kartöflunum, og meira nautabragð af nautakjötinu o.s.frv. Eftir matinn fór hver fyrir sig og í hópum að athuga hvað þessi glæsilegi staður hefði upp á að bjóða og er það alveg með ólíkindum hvað mikið úrval er af afþreyingu á þess- um stað, þar á meðal: tennis- og körfuboltavöllur, rólur af öllum gerð- um, m.a. ein fyrir hjólastól. Þarna var föst bryggja með áfastri flot- bryggju sem sumir nýttu sér óspart til gönguferða og afslöppunar á milli stríða. Eftir morgunmat þann 18. júní hélt hópurinn áfram að prófa það sem staðurinn bauð upp á, það var farið í róluna góðu þar sem pláss var fyrir hjólastól ásamt bekk fyrir tvo til að sitja á. Einnig fóru nokkrir i tennis og uppgötvaði einn áður leynda hæfi- leika sína í þeirri íþrótt. Eftir hádeg- ismatinn var farið í gönguferð niður að höfn. Því miður þurftu Bryndís og Nolli að fara aftur til Köben eftir kvöldmat en hinir fóru í strandbolta eða horfðu bara á. r Amánudagsmorguninn 19. fórum við í Lególand þar sem úrvalið af dægradvöl var nóg. Við byrjuðum á að panta okkur pizzur en þremur leiðbeinendum leiddist biðin eftir pizzunum svo að þau fóru og keyptu sér stuttbuxur. Hópurinn skipti sér niður í 3 smærri hópa sem hentaði mjög vel. í mínum hóp var auk mín minn unglingur og annar leiðbeinandi með sinn ungling. Við íjórmenn- ingarnir komumst saman að því hve frábært aðgengi er fyrir fatlaða í þessum æðisgengna skemmtigarði. Gert er ráð fyrir að gestir standi í bið- röðum á milli grinda sem er of þröngt á milli fyrir hjólastóla svo að þeir 12

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.