Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Síða 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Síða 13
Greinarhöfundur tekur sér tíma til að finna ilm rósarinnar. þurftu að fara inn bakatil, fram hjá allri röðinni. Maður gæti ábyggilega vanist því að þurfa ekki að bíða í bið- röðum. Einnig keyptum við fjór- menningarnir okkur regnhlífar, sem að reyndar voru notaðar sem sól- hlífar, enda hitinn á milli 30 og 35° á celsíus. Við hljótum að hafa prófað öll tækin nema eitt og hittist svo allur hópurinn við einn matsölustaðinn á áður umsömdum tíma. Á þriðjudeginum 20. voru 4 af leiðbeinendunum í fríi en hinir fengu heimsókn frá dönsku „Sjálfsbjargar- félagi”, nema hvað smá misskiln- ingur hafði verið um aldurinn á hópn- um, en í danska hópnum var ein nafna hennar Lindu leiðbeinanda. Farið var í ratleiki og svo var Dönun- um boðið í grillveislu og í miðri veislu kom enginn annar en Nolli til að vera með okkur það sem eftir lifði ferðarinnar. Fyrr um daginn var farið með einn ungling og einn leiðbein- anda til læknis, vegna ofnæmis fyrir flugnabiti og flensu. Farið var í að- Hlerað í hornum Sá litli sex ára var hræðilega blót- samur og móðir hans var í hreinum vandræðum með hann. Nú var sá litli boðinn í afmælisveislu til vinar síns og mamma hans bað hann þess lengstra orða að bölva nú ekki. Hún væri búin að biðja mömmu vinarins að hafa gætur á honum og ef hann byrjaði að bölva þá ætti hún hreinlega að reka hann heim. Eftir örstutta stund kom svo strákur heim og móðir eins meiri tennis o.fl. fyrir háttinn. Á miðvikudeginum 21. fóru aðrir 4 leiðbeinendur i frí og fóru hinir í gönguferð í búð og keyptu sér eitt- hvað svalandi í þessum kæfandi hita. Um kvöldið voru unglingarnir með kvöldvöku, hvert hús var með sitt at- riði; leikþátt, söngatriði og “action- ary”. Fimmtudaginn 22. var farið í verslunarferð til Árósa þar sem verslað var fyrir misjafnlega mikið. Hópurinn skipti sér í nokkurn veginn sömu hópa og við höfðum gert í Leg- ólandi og skemmti hópurinn sem ég var í, sér mjög vel við þessa versl- unarferð, sem annars gekk frekar hægt en... það voru útsölur út um allt „26. viku útsölur”. í Árósum fórum við líka í ráðhúsið þar sem ég fékk áminningu fyrir að sýna kunnáttu mína í að spila leikskólalögin á risa- stóran flygil í miðrými ráðhússins. Á föstudeginum 23. var ég kom- inn með yfir 20 skordýrabit á fæturna hans tók á móti honum þung á brún og spurði: “Gastu ekki stillt þig í veislunni drengur?” Þá svaraði hann: “Það var engin veisla. Helv... veisl- an er ekki fyrr en á morgun.” *** Úr jarðarfararauglýsingu eiginmanns um eiginkonuna: Blóm eru allra vin- samlegast afþökkuð. Hún hafði of- næmi fyrir þeim. Litli strákurinn kom himinlifandi til föður síns er hann kom heim úr vinn- og þar af var komin ígerð inn að beini í eina af þeim. Sökum þessa var ég sendur til læknis sem bólusetti mig við stífkrampa ofl. Auk þess voru 3 leiðbeinendur í fríi, en fyrirskipan- irnar frá lækninum voru að ég ætti að liggja með tærnar upp í loft allan daginn ef ég ætti að eygja von um að geta gengið næsta dag og þar sem ég er þaullærður í skyndihjálp kom ekkert annað til greina en að hlýða, þannig að það sem hinir gerðu þenn- an dag fór að mestu leyti fram hjá mér, en það var að taka til í húsunum. Á laugardeginum 24. var byrjað á að ganga frá húsunum og gera allt klárt fyrir brottför. Við lögðum af stað til Köben strax eftir morgunmat en að þessu sinni voru allir vakandi þegar farið var yfir Stórabeltisbrúna. í Kaupmannhöfn var byrjað á að fara á Hard Rock, þar sem þeir elska alla og þjóna öllum. Eftir Hard Rock fengu allir dagspassa í tívolíið og sem fyrr skipti hópurinn sér í smærri hópa og fór hópurinn minn í öll hræði- legustu tækin. Hrikalegasta tækið var án efa „gullturninn”, sem er 65 metrar í frjálsu falli. Eini gallinn er sá að þeir sem eru í hjólastól geta ekki farið í þetta tæki. Einn ungling- urinn þurfti að fara á undan hinum út á flugvöll þar sem hann var að fara til föður síns sem býr í Danmörku. Við hin fórum öll saman í flugvélina og kvöddum Danmörk, Bryndísi og Nolla með tárin í augunum eftir vægast sagt frábæra viku þar sem allir höfðu skemmt sér hið besta en sumir kynntust hamingjunni fyrir al- vöru. Lárus Lúðvík Hilmarsson leiðbeinandi í Besta Unglingastarfi Sjálfsbjargar, Landssambands. BUSL unni og sagði: “Nú er amma alveg hætt að naga á sér neglurnar.” “Það þykja mér tíðindi”, sagði faðirinn. “Já, ég faldi fölsku tennurnar henn- ar”, svaraði stráksi þá. *** Sá sjö ára spurði móður sína alveg upp úr þurru: “Mamma, hvenær deyr pabbi?” Mainman brást ókvæða við en þá sagði sá litli: “Sko, mér finnst pabbi ekkert leiðinlegur, ég bara spurði”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 13

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.