Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Síða 33

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Síða 33
Ásdís Úlfarsdóttir ritari Um sj álfstyrkingar- námskeið fyrir konur Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur, undir stjórn Lydiu Zijdel, var haldið í sal Crown Plaza hótelsins í Brussel í Belgíu fimmtudaginn 2. desember 1999. Nokkrir tugir kvenna, hvaðanæva að úr Evrópu, sóttu námskeiðið. Aðalmarkmið námskeiðsins var að gera konur meðvitaðar um innri styrk þeirra, og að benda þeim á leiðir til að nýta sér hann í daglegu lífi. Nám- skeiðinu var skipt upp í nokkur verk- efni, sem öll höfðu mismunandi til- gang. Nafnakall. Þetta var leikur sem miðaði að því að sýna konunum ffam á mikilvægi þess að láta i sér heyra þrátt fyrir fötlun þeirra. Hlutverkaleikur. Tilgangur leiksins var að gera konunum grein fyrir hæfileikum þeirra til þess að stjórna eigin lífi og að efla þannig sjálfs- traust þeirra. Samkvæmisleikur. Markmið þessa verkefnis var að gera þátttakendur hæfari í félagslegum samskiptum. Myndband um náin kynni. Mynd- bandið átti að sýna að fatlaðir geta stofnað til náinna kynna þrátt fyrir fötlun sína. Veggspjaldagerð. Þetta verkefni miðaði að því að fá konurnar til að meta stöðu þeirra í nútímasamfélagi. Ennfremur áttu þær að gera sér grein fyrir framtíðardraumum sínum og tjá þá á myndrænan hátt. Að brjóta múrinn. Tilgangur þessa leiks var að sýna konunum hversu sterkar þær geta verið þegar þær leggja sig fram um það. Leikurinn sýndi á táknrænan hátt hvernig brjóta má niður þá múra sem fatlaðir búa við í nútímasamfélagi. Persónuleg mörk. Þetta verkefni Greinarhöfndur ásamt móður sinni, Margréti Ríkarðsdóttur í utanlandsferð (ekki þó þeirri sem greinin fjallar um). gekk út á það að finna persónuleg mörk kvennanna á námskeiðinu. Með persónulegum mörkum er átt við mörk þess svæðis, sem einstakl- ingurinn telur sitt eigið og þolir illa að aðrir ráðist inn á. Það besta við námskeiðið var hver- su fjölbreytt verkefni þess voru. Allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Persónulega fannst mér hlut- verkaleikurinn einna áhrifaríkastur vegna þess að tilgangur hans var skýr og úrvinnslan gagnleg. Aftur á móti fannst mér veggspjaldagerðin ekki jafn vel heppnuð að þessu leyti. Það er tvennt sem að ég myndi helst vilja gagnrýna varðandi námskeiðið. í fyrsta lagi hefði verið betra að fá í hendur dagskrá námskeiðsins áður en það hófst. Þetta hefði búið þátttak- endur betur undir það sem í vændum var og auðveldað mat þeirra á nám- skeiðinu í Iok þess, t.d. fyrir frásögn sem þessa. í öðru lagi hefði nám- skeiðið þurft að standa yfir í tvo daga til að gefa fólki möguleika á að íhuga verkefni fyrri dagsins og bera upp spurningar þeim tengdum. A heildina litið er ég ánægð með námskeiðið. Það var lærdómsríkt og áhugavert en einnig afar krefjandi. Það var fróðlegt og gagnlegt að kynn- ast öllum þessum konum, sem voru á svipaðri bylgjulengd, þrátt fyrir ólíkan bakgrunn. Nú eru liðnir átta mánuðir síðan ég sótti sjálfstyrkingamámskeiðið. Eftir því sem tíminn líður verður mér sí- fellt ljósari tilgangur hinna mismun- andi verkefna námskeiðsins og sé alltaf betur og betur hvernig þau geta nýst mér til þess að öðlast innri styrk. Ásdís Úlfarsdóttir. Hlerað í hornum Læknirinn við sjúklinginn: “Það bezta sem þú getur gjört er að hætta að reykja og drekka, fara snemma að sofa og snemma á fætur”. Sjúkl- ingurinn: “ Og hvað er það næst- bezta?” Konan við bóksalann: “Áttu ekki ein- hverja bók sem segir manni til um hvernig eigi að skrifa bréf?” “ Jú hér er ein tilvalin: Listin að skrifa kurteislega”. “Nei, nei, hún dugar mér ekki. Ég ætlaði bara að skrifa manninum mínum”. “Hún Jóna er sparsamasta kona sem ég þekki. Hún gaf manninum sínum pappírsmatardisk og strokleður í jóla- gjöf”. Prófessorinn: “Nefndu mér nú nöfnin á innyflunum?” Stúdentinn þegir. Prófessorinn: “Þú veizt að þú átt að hafa innyflin I kollinum”. Það var á dansleik austur á landi að draugfullur karl og tannlaus í þokka- bót ráfaði um framan við sviðið og sendi hljómsveitinni tóninn: “Getið þið ekki spilað gömlu dansana helv... aumingjarnir ykkar”. Söngvarinn var skjótur til svara og sagði: “Ert þú að biðja um gömlu dansana og ekki einu sinni farinn að taka tennur?” FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 33

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.