Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Side 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Side 34
Helgi Hróðmarsson, fulltrúi hjá Öryrkjabandalagi íslands: MOBILITY INTERNATIONAL Snemma árs 1972 stóð breski Rauði krossinn fyrir ráðstefnu í London til þess að ræða sumarleyfi og ferðalög fatlaðs fólks. Ráðstefnuhaldarar buðu ferðaskrifstofueigendum, full- trúum bæjarfélaga og öðrum sem áhuga höfðu til ráðstefnunnar. I þá daga var ekki mikil áhersla lögð á að ferðalög væru sjálfsögð fyrir alla, hvað þá að fólk með fötlun skipulegði og héldi utan um tómstundatilboð sín. Það átti að vera í höndum ófatlaðra “sérfræðinga” og góðgerðarstofnana. Þannig ættu hlut- irnir að vera að mati flestra þeirra sem töluðu á ráðstefnunni. Fyrirles- ararnir lögðu hver af öðrum til að allt sem fatlað fólk þyrfti væri friður og ró - helst uppi í sveit. Þó má færa nokkrum fyrirlesurum frá ferðaskrif- stofum það til tekna að þeir buðust til að aðstoða við ferðalög fatlaðs fólks til útlanda. Fundarstjórinn brást við þessu með því að stíga í pontu og minna fundarmenn á hvað áður hefði verið sagt - ferðalög til útlanda væri ekki það sem þyrfti fyrir fatlað fólk. r Ameðan á fundinum stóð hafði ungur maður sem sat aftarlega í salnum ítrekað reynt að ná athygli fundar- stjórans, sem gaf honum engan gaum. Þegar fundarstjórinn skyndi- lega sleit fundinum, stóð þessi maður á fætur án þess að hafa verið gefið orðið og sagði: “Ég hef fjármagn til þess að gera fötluðu fólki kleift að ferðast til útlanda. Ef einhver hefur áhuga, vin- samlega hafið samband við mig. Ég heiti Anthony Lumley!“ Flelen Lock- wood, fulltrúi Teeside sýslu stóð upp og sagði: “Takið eftir orðum þessa unga manns, sem veit eins vel og ég að það síðasta sem ung fötluð mann- eskja - sem jafnvel hefur búið við einangrun allt sitt líf - þarf er friður og ró uppi í sveit”. A þessum tíma starfaði Anthony fyrir Félagsmálastofnun í London. Margt ungt ófatlað fólk hafði fyrir til- stilli þessarar stofnunar fengið styrki til ferðalaga til útlanda og þannig öðlast nýja reynslu. Anthony taldi að ungt fatlað fólk ætti einnig að hafa þessa möguleika. Áhugasamir fund- armenn hópuðust að Anthony og al- mennt álit fólksins var að já - “þeirra” fatlaða fólk langaði að ferðast líka. Fllutirnir þróuðust fljótt og seinna sama ár var skipulagt mót fyrir fatlað fólk í Great Yarmouth þar sem 30 þátttakendur frá nokkrum löndum hittust og nutu Ijölbreyttrar dagskrár og ræddu framtíðarstefnu í tóm- stunda- og ferðamálum. FYRSTA SKREFIÐ - STOFNUN BRESKU SAMTAKANNA I ffamhaldi af umræðunni sem fór fram á Great Yarmouth mótinu voru sett á stofn tvenn samtök, fyrst D.I.V.E. “Disabled International Visits and Exchanges” og síðar C.H.I.V.E. “Chronically Hard of Hearing International Visits and Exchanges”. Félagsmálastofnunin sem Anthony starfaði hjá “The Central Council for Youth Exchang- es” útvegaði fundaraðstöðu og skrif- stofuaðstoð vegna starfsemi ofan- greindra samtaka. Anthony sat í sam- tökunum sem ráðgjafi og fyrir hans tilstilli og fleiri félaga fékk ungt fatl- að fólk styrki til ferðalaga. Þetta var tími lærdóms fyrir alla. Verkefnin voru kannski ekki viðamikil í byijun, en gáfu tóninn íyrir nýja hugsun og áherslur í skipulagningu tilboða. Fljótlega voru skipulagðar ferðir Breta til Hollands, íran og Ítalíu. Þessar heimsóknir voru endurgoldnar og ungt fólk frá þessum löndum heimsótti bresku ungmennin. ANNAÐ SKREFIÐ - STOFNUN MOBILITY INTERNATIONAL ENGLAND Árið 1977 var haldinn fundur í Hol- landi til að ræða stofnun MOBILITY INTERNATIONAL og árið 1978 var MI England stofnað. Jafnvel þó ofangreind samtök D.I.V.E. og C.H.I.V.E. héldu áfram starfsemi sinni í nokkurn tíma, skráðu flestir meðlimir samtakanna sig í hin nýju samtök. Árið 1977 var mót haldið í Kuwait. Það var á meðan á þessu móti stóð sem Anthony hitti fjármálaráðherra Kuwait. Þessi fundur reyndist vera mikill áhrifavaldur í þeirri þró- un sem leiddi til Mob- ility International eins og samtökin eru í dag. ÞRIÐJA SKREFIÐ - STOFNUN MOBILI- TY INTERNATION- AL Árið 1982 steig Anth- ony mjög stórt og djarft Ef allir hjálpast að. 34

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.