Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Qupperneq 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Qupperneq 4
Frá ritstjóra Fréttabréf Öryrkjabandalags íslands er nú að heija sitt 14. útgáfuár. Það hefur þroskast og dafnað undir styrkri ritstjórn Helga Seljan, sem hleypti því af stokkunum í mars 1988, en þá þótti nauðsynlegt að bandalagið eignaðist málgagn til þess að kynna baráttumál fatlaðra fyrir almenningi og stjórnvöldum. Fréttabréfið var um leið hugsað sem tengiliður bandalagsins við fólkið í félögum þess. Fréttabréfið náði undir eins miklum vinsæld- um. Helgi stýrði því fram til síð- ustu áramóta er hann lét af ritstjórn um leið og hann hvarf úr stóli framkvæmdastjóra Öryrkjabanda- lagsins og gerði það að einhverju víðlesnasta tímariti landsins. Helga eru þökkuð heilladrjúg störf í þágu Fréttabréfsins og bandalagsins. Eins og lesendur sjá hefur hann ekki skilið við blaðið enda situr hann nú í ritnefnd þess og sér því fyrir fjölda pistla og greina. Fréttabréfið hefur verið vett- vangur hvers konar umræðu um málefni fatlaðra. Einnig hefur dægurmál borið á góma, hugleið- ingar um hvers kyns hugðarefni pistlahöfunda, ljóð, smásögur og lausavísur svo að fátt eitt sé nefnt. Hinir ljölmörgu pistlar sem hafa birst í blaðinu hafa aukið gildi þess og gert það læsilegra en ella. Það er einlæg von nýs ritstjóra að blaðið fái að njóta liðveislu og vin- semdar hinna mörgu sem sent hafa efni á undanförnum árum. Þessi íjölbreytni leiðir hugann að því að nafnið Fréttabréf er vart viðeigandi lengur. Því eru lesendur hvattir til að finna nýtt nafn á unglinginn. Ritnefnd skipuð Við síðustu áramót var ákveðið að starfsmenn Öryrkjabandalagsins skipi ritnefnd blaðsins. Einnig kom til liðs við okkur forstöðumaður Örtækni, Hartmann Guðmundsson, ARNÞÓR HELGASON en hann hefur tekið myndir fyrir blaðið og sér um heimasíðu Öryrkjabandalagsins. Þá situr Helgi Seljan, fyrrum ritstjóri, í nefndinni eins og áður er sagt og miðlar nefndarmönnum af sinni miklu reynslu. Óvenjuleg áramót Síðustu áramót, sem mörkuðu upphaf nýrrar aldar, voru um margt óvenjuleg. Hinn 19. desem- ber síðastliðinn kvað Hæstiréttur upp dóm í máli Öryrkjaban- dalagsins gegn Tryggingastofnun ríkisins þar sem staðfestur var sá skilningur bandalagsins að óheim- ilt væri að tengja bætur almanna- trygginga við tekjur maka. Vonir vöknuðu í fyrstu um farsælar lyktir þessa máls en brátt varð ljóst að ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að hlíta dómnum. í því áróðursstríði sem hófst fór mikill tími og orka í að skipuleggja næsta mótleik vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Ráðamenn landsins reyndu að reka fleyg milli öryrkja án þess að það tækist því að samstaðan var órofin. Fjöldi fólks hringdi, sendi tölvupóst eða hafði samband með öðrum hætti til þess að lýsa yfir stuðningi sínum við baráttu banda- lagsins fyrir hönd öryrkja og for- maður Öryrkjabandalags íslands var kjörinn maður ársins á rás tvö! Margir rituðu um öryrkjadóminn svo kallaða og viðbrögð ríkisstjórnarinnar og skipta greinar í dagblöðum hundruðum. Þótt menn skiptust í tvær fylkingar var þó sú fjölmennari sem veitti öryrkjum lið og aldrei komu fram rök frá stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar sem skýrðu til fulls afstöðu hennar. Þá veittu og samtök launþega og aldraðra Öryrkjabandalaginu dýrmætan stuðning. Þannig skapaðist órofa samstaða á meðal mikils meiri- hluta þjóðarinnar gegn túlkun ríkisstjórnarinnar á dómnum. Tilræði við jafnrétti kynjanna Tuttugasti og fjórði janúar var svartur dagur í sögu Alþingis, en aðfaranótt þess dags samþykkti meirihluti þingmanna lög sem staðfestu áframhaldandi skerðingu bótanna vegna tekna maka. Samkvæmt þessum ólögum skerðast bætur almannatrygginga meira en áður hefur þekkst vegna tekna sem öryrkjar afla sjálfir. Bitnar þetta fyrst og fremst á konum sem eru 98% þeirra sem lög þessi varða. f ofsa sínum og fyrirgangi áttaði ríkisstjórnin sig ekki á því að ólög þessi vega mjög að jafnri stöðu kynjanna í landinu og beinast gegn þeim sem minnst bera úr býtum. Þau eru enn eitt dæmi um þann rýra rétt sem fatlaðar konur búa við hér á landi. Framundan er hörð barátta þótt áfangasigri hafi verið náð. Öryrkjabandalag íslands mun hvergi hvika frá því markmiði sínu að fatlaðir fái notið jafnréttis og þeirrar virðingar sem byggir á rétti einstaklingsins. Öryrkjabandalag íslands óskar lesendum og landsmönnum öllum heilla á nýrri öld. Arnþór Helgason. 4

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.