Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Side 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Side 16
SIGRÍÐUR A. ÞÓRÐARDÓTTIR Greidcli atkvæði með áframhaldandi skerðingu. konar réttindi úr lífeyris- sjóðum. Örorkulífeyrir, þar með talin tekjutrygging, er réttur sem öryrkjar fá vegna fötl- unar sinnar. Samkvæmt því sem að framan er ritað um skýringu á 76. gr. stjórnar- skrárinnar er það á valdi al- menna löggjafans að ákveða þau mörk, sem örorkulífeyrir og tekju- trygging miðast við, svo fremi sem þau uppfylla önnur ákvæði stjórnarskrár- innar, eins og þau verða skýrð með hliðsjón af þeim þjóðréttarlegu skuldbind- ingum sem íslenska ríkið hefur undirgengist. Réttur sá sem almannatrygginga- löggjöfin tryggir öryrkjum er almennur og tekur tillit til jafnræðissjónarmiða milli þeirra sem eins eru settir í þröngum skilningi. Hins vegar mælir ákvæðið fyrir um mismunandi skerðingu lífeyris vegna tekna eftir því um hvaða tekjur er að ræða. SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR Greiddi atkvœði með áframhaldandi skerðingu. Að því er hjón og annað sambúðarfólk varðar er sá réttur, sem þeim er veittur, skertur vegna tekna annars einstaklings og getur tekjutrygging fallið alveg niður. Að því er sambúðar- fólk varðar er þetta gert vegna tekna einstaklings sem ekki er framfærslu- skyldur gagnvart öryrkj- anum. Framfærsluskylda hjóna er hins vegar gagn- kvæm samkvæmt hjúskap- arlögum. Er ekki aðeins um skyldu að ræða heldur einn- ig rétt, sbr. 5. gr. 7. samn- ingsviðauka við samning um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994 um mannréttinda- sáttmála Evrópu. Verður tæpast annað sagt en að réttur öryrkja til framfærslu fjölskyldu sinnar verði smár hafi hann aðeins tekjur, sem nerna grunnörorkulífeyri. Svo sem áður greinir verður að telja að í 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar felist ákveðin lágmarksrétt- indi, sem miðuð séu við einstakling. Þrátt fyrir svig- rúm almenna löggjafans til mats á því, hvernig þessi lágmarksréttindi skuli ákvörðuð, geta dómstólar ekki vikið sér undan því að taka afstöðu til þess, hvort það mat samrýmist grund- vallarreglum stjórnarskrár- innar. Þegar litið er til skipulags réttinda örorkulíf- eyrisþega samkvæmt al- mannatryggingalögum og þeirra afleiðinga, sem í raun geta af því leitt fyrir einstaklinga, verður þetta skipulag ekki talið tryggja þeim þau lágmarksréttindi, sem í framangreindu stjórnarskrárákvæði felast, á þann hátt að þeir fái notið þeirra mannréttinda, sem 65. gr. stjórnarskrárinnar mælir þeim, svo sem það ákvæði verður skilið að íslenskum rétti, sbr. 26. gr. alþjóðasamnings um borg- araleg og stjórnmálaleg réttindi, sem var fullgiltur af Islands hálfu 22. ágúst 1979, (Stjórnartíðindi C nr. 10/1979) og 9. gr. fyrr- nefnds alþjóðasamnings um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. í samræmi við það, sem að ofan greinir, er fallist á þá kröfu gagnáfrýjanda, að viðurkennt verði að óheim- ilt hafi verið að skerða tekjutryggingu örorkulíf- eyrisþega i hjúskap frá 1. janúar 1999 á þann hátt sem gert er í 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998. VI. Samkvæmt 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um með- ferð einkamála verður gagnáfrýjandi talinn réttur aðili máls þessa. Einnig hefur hann samkvæmt 2. mgr. sömu greinar lögvarða hagsmuni af því að fá við- urkenningardóm um rétt- mæti skerðingar tekjutrygg- ingar. Hins vegar er tekju- trygging háð umsóknum, sem rökstyðja á til dæmis með skattframtölum og skýrum upplýsingum um hagi bótaþega, sbr. 18. gr. almannatryggingalaga. í 48. gr. sömu laga eru jafn- framt ákvæði sem huga verður að við ákvörðun lífeyris til hvers örorku- lífeyrisþega um sig. Af ákvæðum þessum leiðir að af niðurstöðu máls þessa verður ekki dregin ályktun um rétt hvers einstaks lifeyrisþega, enda er hér samkvæmt kröfugerð gagn- áfrýjanda einungis því ráðið til lykta hvort skerðing- arákvæði 5. mgr. 17. gr. almannatryggingalaga sam- rýmist ákvæðum stjórnar- skrár. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda samtals 900.000 krónur í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Viðurkennt er, að aðal- áfrýjanda, Tryggingastofn- un ríkisins, hafi verið óheimilt frá 1. janúar 1994 á grundvelli 2. mgr. 4. gr. SIV FRIÐLEIFS- DÓTTIR Greiddi atkvœði með áframhaldandi skerðingu. reglugerðar nr. 485/1995 að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjú- skap með því að telja helm- ing samanlagðra tekna beggja hjóna til tekna líf- eyrisþegans í því tilviki, er maki hans er ekki lífeyr- isþegi. Einnig er viðurkennt, að óheimilt hafi verið að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjú- skap frá 1. janúar 1999 samkvæmt 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda, Öryrkja- bandalagi íslands, samtals 900.000 krónur í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Sératkvæði Garðars Gísla- sonar og Péturs Kr. Hafstein Við erum sammála I., II. og III. kafla í atkvæði annarra dómenda og fyrri málsgrein í VI. kafla. Samkvæmt 1. mgr. 76. gr. STURLA BÖÐVARSSSON Greiddi atkvœði með áframhaldandi skerðingu. 16

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.