Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Síða 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Síða 31
Frá Félagi heila- blóðfallsskaðaðra Félag heilablóðfallsskaðaðra á eins og lesendur eiga að vita aðild að Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra og er þannig innan vébanda Öryrkja- bandalagsins. Félagið hélt aðalfund sinn 22. feb. sl. Nokkur þáttaskil urðu hjá félaginu á síðasta starfsári því að þá réð félagið til sín starfsmann í hlutastarfi, en það er einmitt góðkunningi Fréttabréfsins, Árni Salomonsson, sem gegnt hefur starfinu frá því í október á síðasta ári. Árni er með fasta tíma á skrifstofu félagsins að Hátúni 12 í viku hverri þ.e. á miðvikudögum á milli 13 og 15, síminn þar er 561 2200. Auk þess er for- maðurinn með fastan símatíma heima milli 14 og 15 á fimmtudögum og er síminn þar 564 1045. Félagsfundir voru 3 á síðastliðnu ári, vel sóttir. Félagið styrkti myndarlega útgáfu bæklings sem Heilablóðfallsteymi Landspítalans samdi og gaf út og áður hefur verið kynntur hér en hann ber heitið: Heilablóðfall - bráðastig og endurhæfing. Þá fékk félagið til sýningar kvikmyndina Diamonds með Kirk Douglas í aðalhlutverki, en sá fékk einmitt heilablóðfall fyrir nokkrum árum. Lionsklúbburinn Freyr færði félaginu að gjöf nýja IBM tölvu með prentara að verðmæti hátt í 200 þúsund krónur. Framundan er átak á vegum félagsins til að ná betur til félaga úti á landi og virkja þá betur um leið, en félagsmenn eru nú alls um 120. Árni, starfsmaður félagsins, segir mikið hringt í félagið og sé sú þróun öll hin ánægjulegasta, en undirritaður telur það hið mesta heillaráð fyrir félagið að hafa ráðið svo góðan starfsmann til sín sem Ámi er. Félagið nýtur góðs styrks á ljárlögum ár hvert. Stjórn skipa nú: Hjalti Ragnarsson formaður, Helgi Thorvaldsson gjaldkeri og Vilhjálmur Hjartarson ritari. Til vara eru: Harpa Jónsdóttir og Sigþór Rafnsson. H. S. Frá skrifstofu FHBS í Sjálfsbjargarhúsinu. Til vinstri á myndinni er Jónatan Guðjónsson frá Lionsklúbbnum Frey og til hægri Helgi Thorvaldsson gjaldkeri FHBS. Ingi Rafn Hauksson Frá Alnæmis- sam- tökunum Alnæmissamtökin á íslandi héldu aðalfund sinn 27. febrúar sl. Þar gjörði fráfarandi formaður, Ingi Rafn Hauksson, grein fyrir ijölþættu starfi samtakanna á síðasta ári þar sem hæst bar ijölmargar fræðsluheimsóknir í skóla landsins. Fráfarandi gjaldkeri, Guðni Baldursson, gjörði grein fyrir reikningum og er ijárhagsstaða sam- takanna allgóð. Séra Sigfinnur Þorleifsson, sjúkra- hússprestur, flutti einkar athyglisvert og um leið skemmtilegt erindi sem var vel þakkað. Birna Þórðardóttir nýr formaður Ný stjórn samtakanna er skipuð þessu fólki: Formaður: Birna Þórðardóttir, varaformaður: Árni Friðrik Ólafarson og aðrir í stjórn eru: Hafsteinn Haf- steinsson, Inga Sólveig Friðjóns- dóttir, Ingi Rafn Hauksson, Linda Margrét Lundbergsdóttir og Stig Wadentoft. Framkvæmdastjórinn, Arndís Andrésdóttir er í barn- eignarleyfi og gegnir Jón Helgi Gíslason störfum framkvæmdastjóra nú um stundir. Aðalfundurinn var allvel sóttur, en félagar um 300 talsins. H. S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 31

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.