Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Síða 48

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Síða 48
Um starfsemi Foreldrafélags misþroska barna árið 2000 Starfsemi Foreldrafélags mis- þroska barna var í nokkuð fost- um skorðum á árinu 2000 eftir ráðstefnuárið 1999. Þann 16. febrúar hélt Ragna Freyja Karlsdóttir sér- kennari fyrirlestur um nám barna með athyglisbrest með ofvirkni / misþroska og hvernig foreldrar fara best að því að hjálpa börnum sínum. Fyrirlesturinn var vel sóttur enda er Ragna Freyja að góðu þekkt meðal bæði félagsfólks og kennara eftir áralöng störf í fararbroddi við sérkennslu á landinu. Reyndar má benda á að þetta hug- tak, athyglisbrestur með ofvirkni / misþroski er óðum að ryðja sér til rúms hér á landi sem þýðing á ADHD / DAMP. ADHD er alþjóðlegt grein- ingarhugtak en DAMP er sú skil- greining sem Svíar og Danir nota mest og sérfræðingar telja almennt að orðið misþroski sé góð íslenskun á því. I febrúar var boðið upp á símaráð- gjöf sérfræðinga fjóra fimmtudaga í röð og sama þjónusta var einnig boð- in um haustið. A aðalfundi félagsins í lok febrúar gekk Guðný Ólafsdóttir úr stjórn en að öðru leyti hélst stjórnin óbreytt því árið áður höfðu verið kjörnir fjórir nýir stjórnarmenn. Þar var einnig samþykkt lagabreyting við 8. grein sem fjallar um tillögur til lagabreyt- inga og að þær skuli berast til stjórnar félagsins fyrir 20. janúar hvers árs. Viðbótin hljóðar svo: „Sama máli gegnir um framboð til stjórnar.” Loks var kynnt sú breyting að Ingólf- ur Eyfells, sem hefur verið félags- legur skoðunarmaður reikninga fé- lagsins í nær áratug, dró sig í hlé frá þeim starfa en við honum tók Sven Sigurðsson sem sat í stjórn félagsins í sex ár og er öllum hnútum kunnugur í starfsemi félagsins. Ingólfi eru þökkuð vel unnin störf og Sven er boðinn velkominn. A aðalfundinum þann 28. febrúar sl. gengu þær Elísabet Þórðardóttir og Ingibjörg Þ. Ólafs úr stjórn fé- lagsins eftir tveggja ára setu en sæti þeirra tóku þær Kristín Anna Matthías Kristiansen Jónsdóttir og Liv Sjomoen. Auk þeirra sitja í stjórn undirritaður, Kristín I. Guðmundsdóttir, Olga B. Jónsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir og Áslaug Guðmundsdóttir. r Imars fór formaður á fund norrænu nefndarinnar sem staðið hafði fyrir fimm ráðstefnum á Norðurlöndunum öllum síðan 1985. Var tilgangur þessa fundar að gera upp ráðstefnuna og binda endi á starfsemi þeirrar nefnd- ar. Kom í ljós að almenn ánægja ríkti um framkvæmd ráðstefnunnar á Islandi að öllu leyti nema því hvað sumum þótti of mikið hafa verið af erlendum fyrirlesurum, þ.e. fólk sem ekki starfaði á Norðurlöndum. Við Islendingarnir vorum þó ásamt fleir- um algjörlega ósammála þessu vegna þess að íslenskir sérfræðingar sækja sína þekkingu á málefninu ekki síður vestur um haf en austur. Auk þess vildi þannig til að við buðum þremur fyrirlesurum frá Ameríku í von um að a.m.k. einn þeirra gæti komið en allir sögðu þeir já og þá var útilokað að hafna þessu afbragðsfagfólki sem okkur bauðst. Þetta var svo aftur ástæða þess að ráðstefnan stóð sig ekki alveg Qárhagslega, þegar dæmið var endanlega gert upp varð tapið um 340.000 krónur auk fyrri framlaga félagsins til undirbúningsins. Ég held að stjórnarfólk sé þó sammála um að því fé hafi verið vel varið. Á þessum fúndi var ákveðið að halda áfram samstarfinu en þó á nokkrum öðrum forsendum, það yrði samstarf foreldrafélaganna um ákveðin verkefni ásamt því að koma með tillögur um fyrirlesara á þing sem haldin verða í löndunum fimm. Norðmenn ætla að ríða á vaðið með ráðstefnu í apríl 2002 og verður hún nánar kynnt í haustfréttabréfi félagsins. Fulltrúi okkar í þessari nýju nefnd er Steinunn Þorsteinsdóttir og Heidi Kristiansen var henni til aðstoðar fyrsta starfsárið. Það er þó nokkuð ljóst að félagið hefur varla ráð á að senda tvo fulltrúa á alla fundi. Davíð Bergmann Davíðsson ungl- ingafulltrúi hélt fyrirlestur þann 24. maí um unglinga í áhættuhópum, ástæður og einkenni og hvaða leiðir eru færar til forvarna og íhlutunar. Tókst honum mjög vel að ná til for- eldra með myndrænum og dramatísk- um lýsingum sínum af samskiptum unglinga í vanda gagnvart skólanum og kerfinu. Davíð hefur mjög fjöl- breytta reynslu og gaf okkur nýja innsýn í þennan harða heim sem mörg börn og unglingar þurfa að mæta, glíma við og reyna að lifa af. I vor kom fram hugmynd um að leita til yfirvalda um samstarf við að koma á laggirnar stærri og víðtækari upplýsinga- og ffæðsluþjónustu og er bréf þess efnis nýlega farið til Eirðar, Félagsþjónustunnar í Reykjavík og Skólaskrifstofu Reykjavíkur. Formleg svör hafa enn ekki borist en fróðlegt verður að sjá hvaða viðbrögð við fáum við þessari tillögu. Hópferð foreldra og barna var farin í Viðey þann 4. júní og tókst mjög vel. Fólk hittist við höfnina, tók ferju saman og undi sér svo fram eftir degi við könnun og leiki, grill og gos. Nokkuð mörg ár eru liðin síðan farið var í svona hópferð síðast en þátttak- endur voru sammála um að þetta bæri að endurtaka. Um haustið voru haldnir þrír rabb- fundir síðasta miðvikudag í hverjum mánuði. Þeir eru góður vettvangur fyrir foreldra að ræðast við, njóta 48

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.