Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 50
Leikgleðin góð
og ljómandi túlkun
Halaleikhópurinn hefur að
einkunnarorðum: Leiklist
fyrir alla. Eitt af “mottóum”
þeirra er “að enginn er fatlaðri en
hann vill vera sjálfur og saman leys-
um við málin”, s.s. segir í leikskrá
þeirra nú og yfirskriftin er þannig:
“Þú ert ekki fatlaðri en þú vilt vera,
þar sem skortir upp á getuna bætir þú
upp með gáfum, góðu viðmóti, lífs-
gleði og samvinnu við aðra”. Við
sem fylgst höfum með vexti og við-
gangi Halaleikhópsins höfum sann-
arlega glaðst yfir hverri leiksýningu
þeirra og eins er nú að þessu sinni og
vissulega er Halinn hlutverki sínu
trúr hið besta, enda segir í leikskrá að
í Halaleikhópnum séu nú um 60 fé-
lagar og margir þeirra líkamlega fatl-
aðir. Verkefni Halans nú er einþátt-
ungur Dario Fo : Nakinn maður og
annar í kjólfötum - sannkallaður
ærslaleikur en þó með hinum alvar-
lega undirtón, sem einkenna verk
þessa meistara. Leikstjóri er nýr af
nálinni hjá Halanum, Björn Gunn-
laugsson og hefur greinilega fylgt
leikurunum eftir af mikilli kostgæfni
og alúð og ljóst að hann hefur laðað
fram það besta í hverjum og einum.
Sá sem hefur kynnst starfi og striti
áhugaleikara veit vel hversu að
mörgu þarf að hyggja svo árangur
megi sem bestur vera og oft bætir hin
einlæga leikgleði það sem á vantar í
tæknilegri útfærslu og kunnáttu um
leið. Hér lögðu allir sig fram og aug-
sýnilega hafði áherslan verið lögð á
það meinfyndna í verkinu svo og sem
skýrasta framsögn allra. Þar reyndi
mest á Jón Þór Ólafsson í hlutverki
götusópara númer eitt og þessu viða-
mikla og vandasama hlutverki skilaði
hann af stakri prýði. Einar Andrés-
son lék þann nakta í tunnunni og var
einkar skýr í allri sinni framgöngu,
þó mála sannast væri honum þröngur
stakkur skorinn í tunnunni. Götu-
sópari númer tvö með allar sínar
heimspekilegu vangaveltur var
skemmtilega ákveðin í túlkun Ás-
dísar Úlfarsdóttur sem fór einkar vel
með textann. Kátu konurnar tvær
voru vel leiknar af þeim Kolbrúnu
Dögg Kristjánsdóttur og Maríu Jóns-
dóttur, afar ólíkar persónur sem hvor
á sinn hátt voru afar sannfærandi og
öll textameðferð til fyrirmyndar.
Kostuleg og skemmtileg var mann-
gerðin hennar Guðnýjar Öldu Einars-
dóttur sem lögreglu og blómasalinn
hans Kristins Guðmundssonar var
hressilegur og skoplegur í senn.
Aðalatriðið var máske það að
veita áheyrendum góða skemmt-
an og það tókst þessu ágæta fólki svo
Hlerað í hornum
Hlýtt á tal ungs pars fyrr á öldinni:
Hann: “Hugsaðu þér bara góða mín
hvað fólkið segir um okkur”. Hún:
“Og hvað segir það svo sem?” Hann:
“Nú það segir að við séum trúlofuð
og ætlum að giftast”. Hún: “Er það
nú allt og sumt, það gæti verið miklu
verra”. Hann: “Nú, hvernig þá?”
Hún: “Eins og það væri ekki rniklu
verra ef það væri nú satt”.
sannarlega og uppskáru þau verðugt
þakklæti að vonurn. Fyrir utan leik-
arana er ljóst að margir hafa lagt
hönd á plóg til að skapa heildstæða
og lifandi sýningu og er þeirra starf
þakkarvert hið besta. í leikskránni
kemur fram að ætlun fólks í Halaleik-
hópnum sé sú að halda námskeið í
leiklist síðar í vetur og fleira mun á
döfinni einnig og menn láta sig
dreyma um nýtt og betra húsnæði og
vonandi að af því geti orðið fyrr en
síðar. Halaleikhópurinn verður tíu
ára á næsta ári og eðlilegt að menn
vilji minnast þess áfanga veglega.
Halaleikhópnum er þökkuð einstak-
lega góð skemmtan og þeim alls góðs
árnað í áframhaldandi starfi sínu,
sem þegar hefur svo miklum og
ánægjulegum árangri skilað. Það er
gleðiefni gott fyrir Öryrkjabandalag
íslands að mega árlega leggja þessari
þörfu starfsemi lið, svo dýrmæt sem
hún er mörgum og gefandi og okkur
öllum til yndisauka.
Helgi Seljan.
Hjónin voru að kýta og frúin var
orðin æst: “Er það satt sem mér er
sagt að þú sért með augun á eftir öðru
kvenfólki?” Maðurinn neitar því
ákveðið. “Hefurðu þá kysst annars
manns konu?” “Já, það veit heilög
hamingjan, ótal sinnum”. “Já,
grunaði mig ekki. Og segðu mér svo
hvaða kona eða konur það voru”.
“Nú það var nú bara konan hans
pabba míns, hún mamma mín
blessuð”.
50