Bændablaðið - 20.05.2020, Page 33
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 2020 33
Héðinn Birnir Ásbjörnsson,
formaður nýstofnaðra Ferðamála
samtaka Árneshrepps, segir að
mikill hugur sé í Strandamönnum
að halda áfram uppbyggingu
ferðaþjónustu á svæðinu.
„Ef það er einhvern tíma ástæða
til að heimsækja Árneshrepp, þá er
það núna,“ segir Héðinn. „Margir
hafa látið það sitja á hakanum að
ferðast hingað og tími kominn til
þess hjá mörgum. Við erum ekki
óvön því hér að glíma við mótlæti,
því erum við mjög ánægð með
að það náðist almenn þátttaka í
þessu nýstofnaða hagsmunafélagi
okkar. Innan þessa félags eru í raun
allir sem tengjast ferðaþjónustu í
hreppnum.
Þar kemur einnig að Ung
mennafélagið sem rekur
sundlaugina í Krossnesi. Þá kemur
hreppurinn að þessu óbeint í gegnum
kaffihúsið, Kaffi Norðurfjörð, sem
Sara Jónasdóttir rekur. Ekki má
heldur gleyma Verzlunarfjelagi
Árneshrepps í Norðurfirði sem
er framtak heimamanna og
velunnara hreppsins. Sá rekstur
var settur í gang í júní á síðastliðnu
sumri, þannig að þetta er annað
rekstrarsumarið. Fólk þarf því ekki
endilega að koma klyfj að af vistum
hingað norður, því hér má fá helstu
nauðsynjavörur.“
Blásið til kynningar
á Árneshreppi
„Við ætlum okkur að blása
til átaksverkefnis sem kynnir
Árneshrepp sem vænlegan
áningarstað fyrir ferðafólk. Þá erum
við að horfa á að kynna fleira en
gististaði, því við munum tjalda
öllu til hvað varðar afþreyingu og
annað. Við erum þar m.a. með eitt
flottasta minja og handverkshús á
landinu í Kört í Árnesi og að okkar
mati flottustu sundlaug í heimi í
Krossnesi. Við ætlum að benda á
alla þá kosti sem hér er upp á að
bjóða fyrir fjölskyldufólk og aðra
sem hyggja á ferðalög um Ísland.
Auðvitað er veðrið þó alltaf
stærsta breytan í þessu fyrir íslenska
ferðamenn. Þeir eru vanir að fara
þangað sem veðrið er gott.“
Vegurinn kom vel undan vetri
Héðinn segir að vegurinn norður
Strandir hafi komið ágætlega
undan vetri. Þá hafi verið gert
talsvert í endurbótum á veginum
úr Ingólfsfirði í Ófeigsfjörð sem
sé vel fær fjórhjóladrifnum bílum.
„Það er vel ferðarinnar virði að
fara í Ófeigsfjörð og kynna sér af
eigin raun þetta margumtalaða svæði
fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar.“
Ekkert að því að ferðast
norður á Strandir með tjald-,
felli- og hjólhýsi
„Vegurinn norður Strandir er annars
með betra móti og í fyrra var hann
mjög fínn nánast allt sumarið, enda
mjög þurrt í veðri. Það er ekkert að
því að ferðast í Árneshrepp með
tjaldvagna, felli eða hjólhýsi og
vel fært öllum bílum.“
Héðinn segir að góð aðstaða sé
fyrir tjöld, tjaldvagna, felli eða
hjólhýsi hjá Ferðaþjónustunni
Urðartindi hjá Arinbirni Bern
harðssyni í Norðurfirði. Þá hafi líka
verið aðstaða þar rétt hjá, eða við
Finnbogastaðaskóla í Norðurfirði,
en sú aðstaða verði ekki starfrækt
í sumar, enda vart þörf á því. Svo
er boðið upp á gistingu á Hótel
Djúpavík, einnig er boðið upp á góða
svefnpokagistingu hjá Gunnsteini
Gíslasyni og Margréti Jónsdóttur á
Bergistanga í Norðurfirði. Þá verða
Strandferðir með siglingar frá
Norðurfirði og norður í Reykjafjörð.
„Það verður því þjónusta á
svæðinu sem flestir ættu að geta
nýtt sér,“ segir Héðinn Birnir
Ásbjörnsson. /HKr.
Smiðjuvellir 9 300 Akranes 430 6600 akur@akur.is
AKURShús - timbureiningahús
íslensk hönnun
& framleiðsla
Afhent samsett á byggingarstað eða ósamsett í einingum
– Við allra hæfi –
„
Kannaðu málið á
akur.is
og pantaðu frían
húsabækling
Margar stærðir
og gerðir frá
93 - 227m2
ÍSLAND ER LAND ÞITT
Hugur í íbúum Árneshrepps á Ströndum:
Nýstofnuð Ferðamálasamtök
Árneshrepps blása til sóknar
– Góð gistiaðstaða og auðvelt að ferðast norður á Strandir með felli- og hjólhýsi
Verzlunarfjelag Árneshrepps í Norðurfirði sér nú um rekstur verslunar í
gamla Kaupfélagshúsinu á Krossnesi. Þar geta ferðamenn keypt helstu
nauðsynjar þegar lagt er í ferð um Árneshrepp á Ströndum. Mynd / HKr.
Héðinn Birnir Ásbjörnsson, formaður nýstofnaðra Ferðamála samtaka Árnes-
hrepps, með dóttur sína Herdísi Kolku í fjallgöngu, en hún verður 5 ára í ágúst.
Árið 1988
Árið 1988 fór fyrsta flugnanetið í glugga
frá mér í einbýlishús. Síðan eru liðin mörg
ár og margt breyst síðan.
fiskvinnsluhús, heilsugæslustöð
saltverksmiðju, mjólkurhús,
hótel, gistiheimili, veitingahús
bændagisting, iðnaðar eldhús,
ótal sumarhús svo og
einbýlishús og fjölbýli.
Varanleg lausn.
Hringdu eða sendu tölvupóst.
Kem á staðinn og veiti persónulega
ráðgjöf. Lúsmý, engin fyrirstaða.
Lausn til framtíðar.
Sími 8959801
email: flugnanet@gmail.com
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300