Bændablaðið - 20.05.2020, Side 38

Bændablaðið - 20.05.2020, Side 38
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 202038 UTAN ÚR HEIMI Heimsfaraldur vegna COVID-19 hefur mikil áhrif á kjötviðskipti: Ástralskir kjötframleiðendur búa sig undir langvarandi neikvæð áhrif – Ljósi punkturinn er þó vaxandi sala á nauta- og kindakjöti til Kína Kjöt- og búfjársamtök Ástralíu [Meat & Livestock Australia – MLA] hafa gert úttekt á áhrifum COVID-19 á söluhorfur á kjöt- markaði. Flestar vísbendingar eru þar frekar neikvæðar. Nautakjötsútflutningur frá Ástralíu dróst saman um 2% í apríl miðað við mars og endaði í 92.500 tonnum. Kindakjötsútflutningur dróst hins vegar saman um 15% á milli mánaða og endaði í 32.718 tonnum, sem að hluta skýrist af ramadan-hátíð múslíma. Samdráttur í útflutningi til einstakra landa var í sumum tilfellum gríðarlegur. Þannig var 39% samdráttur í sölu lamba- kjöts til Malasíu og 50% samdráttur í kjöti af fullorðnu sauðfé. Kjötframleiðendur hafa dregið mjög saman seglin til að mæta minnkaðri eftirspurn. Sem dæmi var 19% samdráttur í sölu nautakjöts til Bandaríkjanna á milli ára frá apríl 2019 til apríl 2020. Samt er aukning í sumum ódýrari skrokkbitum á meðan samdrátturinn hefur orðið allt að 25% í útflutningi á nautalundum. Ljósi punkturinn er Kína Fyrir ástralska kjötframleiðendur eru einna helst bundnar vonir við vaxandi áhuga kínverskra neytenda. Snöggur vöxtur varð á útflutningi á rauðu kjöti til Kína frá Ástralíu í apríl. Þannig jókst útflutningur á nautakjöti um 30% og fór í 24.000 tonn sem sló metið sem sett var í des- ember 2019. Þá hefur verið nokkuð stöðugur útflutningur á lambakjöti til Kína, en hann nam 7.000 tonnum í apríl, sem er um 2% aukning. Þá var líka sjáanleg aukning í sölu á kjöti af fullorðnu fé (ærkjöti) sem fór úr 3.300 tonnum í mars í 4.600 tonn í apríl. Þess má geta að Ástralir hafa líka flutt umtalsvert af lifandi naut- gripum til sláturhúsa í Kína. Spáð 3% samdrætti í hagkerfum heimsins Horfur í efnahagsmálum heims- ins hafa haldið áfram að vera undir fyrri spám á undanförnum mánuðum vegna COVID-19. Í apríl spáði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) um 3,3% hagvexti í heim- inum árið 2020. Eftir endurskoðun í apríl var sú spá orðin þveröfug og sýndi 3,0% samdrátt. Aðrir eru enn svartsýnni á horfur um hagvöxt árið 2020. Búist við samdrætti á 11 af 15 helstu kjötmörkuðum Ástrala Nú er búist við samdrætti á 11 af 15 verðmætustu útflutningsmörkuðum á rauðu kjöti fyrir ástralskar afurðir á árinu 2020. Innlendi markaður- inn fyrir kjötvörur er enn mikil- vægastur, en þar er einnig búist við samdrætti eftir þriggja áratuga samfelldan vöxt. Landsframleiðsla í hinum ýmsu löndum segir ekki ein og sér til um eftirspurn eftir áströlsku rauðu kjöti. Hún endurspeglar hins vegar heilbrigði hagkerfa um allan heim og tekur mið af atvinnuleysi, trausti neytenda og tekna. Allt eru það þættir sem hafa bein áhrif á sölu á rauðu kjöti. Talsmenn LMA reyna að meta hvaða ályktun megi draga af mögu- legum 3% samdrætti í stöðu sem á sér engin fordæmi í sögunni. Alþjóðlega fjármálakreppan 2008 var að mestu leyti takmörk- uð við þróuð hagkerfi – einkum Bandaríkin, ESB og Japan. Meðan á þeirri kreppu stóð hélt efna- hagskerfið áfram að stækka mikið í Asíu, í skjóli mikils hagvaxtar í Kína. Staðan nú er þannig að sam- kvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) er gert ráð fyrir að hagkerfi Kína muni vaxa aðeins um 1,2% árið 2020, samanborið við 9,4% árið 2009. Að auki hefur COVID- 19 samtímis áhrif á hagkerfið og breytt því hvernig fólk kaupir og neytir vöru. Bæði kaupmáttur neyt- enda og hegðun mun breytast með þeim hætti sem ekki hefur sést í fyrri efnahagsáföllum. Spáð breyttri hegðun neytenda Reynslan sýnir að heilbrigði hag- kerfa heimsins gefa vísbendingar um kaupmátt og kauphegðun íbúa hinna ýmsu þjóða þó það sé ekki eini áhrifavaldurinn. Samkvæmt mati LMA mun niðursveiflan vegna COVID-19 verða dýpri og vara lengur en áhrifin af efnahagshrun- inu 2008. Þá er líka talið líklegt að þessi heimsfaraldur muni hafa margvísleg áhrif á hegðun neytenda til lengri tíma. /HKr. Nautakjötsútflutningur frá Ástralíu dóst saman um 2% í apríl miðað við mars og endaði í 92.500 tonnum. Kindakjötsútflutningur dróst hins vegar saman um 15% á milli mánaða og endaði í 32.718 tonnum. Útflutningur á nautakjöti frá Ástralíu ti Kína jókst samt um 30% í apríl og fór í 24.000 tonn, sem sló metið sem sett var í desember 2019. Ástralir hafa líka flutt umtalsvert af lifandi nautgripum til sláturhúsa í Kína. Hér er verið að lesta skip af lifandi nautgripum í Ástralíu. Kjötútflutningur frá Bandaríkjunum: Met var slegið í svínakjötsútflutningi til Kína í mars – Mikill vöxtur í útflutningi á fyrsta ársfjórðungi en blikur á lofti vegna COVID-19 Útflutningur Bandaríkjamanna á svínakjöti til Kína sló öll met í mars skömmu áður en COVID-19 faraldurinn setti allt á annan endann. Jókst svínakjötsútflutningurinn um 38% frá sama mánuði í fyrra og var 291.459 tonn samkvæmt frétt á vefsíðu Global Meat. Helstu markaðir Bandaríkja manna fyrir svínakjöt eru Hong Kong í Kína, sem og Mexíkó, Japan og Kanada. Vegna svínapestarinnar sem leikið hefur kínverska svínarækt mjög illa á liðnum misserum, brugðu Kínverjar á það ráð að tryggja sér kjöt á mörkuð- um um allan heim. Bandaríkin eru þar engin undantekning þótt ráðamenn þjóðanna hafi verið iðnir við að henda ónotum á milli sín. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam svínakjötsútflutningur Bandaríkjamanna til Kína 838.118 tonnum sem var um 40% aukning frá sama tímabili í fyrra. Verðmæti þessa kjöts var 2,23 milljarðar dollara sem er 52% aukning á milli ára. Kemur það í kjölfar metútflutnings í des- ember 2019 sem síðan var slegið nú í apríl. Eins og fyrr segir nam útflutningurinn 291.459 tonnum í apríl og auk 38% magnaukningar þá nam verðmætaaukningin 47%, en selt var fyrir 764,2 milljónir dollara. Útflutningur á nautakjöti frá Bandaríkjunum var einnig mik- ill í marsmánuði, eða 115.308 tonn sem er 7% aukning á milli ára. Verðmæti kjötsins var 702,2 milljónir dollara sem er 4% aukn- ing frá sama mánuði 2019. Seld voru 334.703 tonn af nautakjöti á fyrsta ársfjórðungi 2020 sem er 9% aukning milli ára. Verðmæti þess var 2,06 milljarðar dollara sem er um 8% verðmætaaukning á milli ára. Var þessi aukna sala á nautakjöti að stórum hluta knúin áfram af söluaukningu til Japans í kjölfar undirskriftar á nýjum tollasamningi milli Japans og Bandaríkjanna. Í dag er staðan á kjötsölu frá Bandaríkjunum öllu tvísýnni vegna COVID-19. Í raun veit enginn hvernig þau mál þróast, en þessi faraldur hefur líka skapað mikil vandamál á innanlandsmarkaði þar sem birgðir hafa hlaðist upp. Hefur Bandaríkjaforseti af þeim sökum lofað að ríkið kaupi allt kjöt af bænd- um. /HKr. Útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum til Kína sló öll met í mars og jókst hann um 38% frá sama mánuði í fyrra.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.