Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Page 3

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Page 3
ÍÞRÓTTABLA ÐIÐ i íþróttir og útilíf Málgagn (þróttasambands Islands Ritstjórar: Siguröur Magnússon og Steinar J. Lúðvíksson Skrifstofa ritstjórnar: [þróttamiðstöðinni Laugardal Útgefandi: Frjálst framtak hf. Framkvæmdastjóri: Jóhann Briem Aðstoðarframkvæmdastjóri: Pétur J. Eiríksson Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir Skrifstofa og afgreiðsla: Ármúla 18 Símar 82300, 82302 'Áskrifstargjald kr. 495 á mánuði, innheimt tvisvar á ári kr. 2.970 Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar Prentun á kápu: Prenttækni hf. Bókband: Félagsbókbandið hf. Litgreining kápu: Korpus hf. Héraðssambönd innan (Sf: Héraðssamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu Héraðssamband Strandamanna Héraðssamband Suður-Þingeyinga Héraðssamband Vestur-ísfirðinga Héraðssambandið Skarphéðinn íþróttabandalag Akraness íþróttabandalag Akureyrar [þróttabandalag Hafnarfjarðar fþróttabandalag (safjarðar fþróttabandalag Keflavíkur fþróttabandalag Ólafsfjarðar fþróttabandalag Reykjavíkur Iþróttabandalag Siglufjarðar fþróttabandalag Suðurnesja fþróttabandalag Vestmannaeyja Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands Ungmennasamband A.-Húnvetninga Ungmennasamband Borgarfjarðar Ungmennasamband Dalamanna Ungmennasamband Eyjafjarðar Ungmennasamband Kjalarnessþings Ungmennasamband N.-Þingeyinga Ungmennasamband Skagafjarðar Ungmennasamband V.-Húnvetninga Ungmennasamband V.-Skaftfellinga Ungmennasambandið Úlfljótur Sérsambönd innan (Sí: Badmintonsamband fslands Blaksamband fslands Borðtennissamband fslands Fimleikasamband fslands Frjálsíþróttasamband fslands Glímusamband fslands Golfsamband fslands Handknattleikssamband fslands Júdósamband fslands Knattspyrnusamband fslands Körfuknattleikssamband fslands Lyftingasamband fslands Siglingasamband fslands Skíðasamband fslands Sundsamband fslands Ritstjórnarspjall Útivist — og ferðalög Nú er kominn sá árstími sem jafnan er hvaö mest um að vera á íþrótta- sviðinu hérlendis. Reyndar má segja með sanni, að íþróttalíf sé nú orðið stöðugt árið um kring, að fjöldi ungra sem aldinna leggi stund á líkamsrækt og íþróttir jafnt ísvartastaskammdeginu sem á sumrin, og kemur þar einkum til að aðstaða til þess að stunda íþróttir innanhúss hefur víða batnað veru- lega, og að áhugi á skíðaíþróttinni hefur einnig aukist stórlega. En á sumrin gefast þó tækifæri til fjölþættari útivistar og hreyfingar en yfir svörtustu vetrarmánuðina. Margir nota frístundir sem þá gefast til ferðalaga, og er þá vitanlega ferðamátinn misjafn. Sumir kjósa aö aka um landið í bifreiðum sínum og skoða það út um gluggann, aðrir fara í fjallgöngur, stunda laxveiðar, bregða sér á sjóinn, stunda hestamennsku. Ógleymdir eru svo þeir sem jafnan ferðast til framandi landa ár hvert. íþróttablaðið hefur á undanförnum árum varið töluverðu rými til þess að kynna útilíf og ferðalög. Nú ætla ef til vill sumir að siíkt heyri ekki beint vettvangi blaðsins til, en því er til að svara að íþróttahreyfingin á íslandi hefur um langt skeið ekki aðeins unnið að málefnum keþþnisíþróttanna og þeirra er þjálfa reglulega, heldur hefur það einnig verið veigamikill þáttur í starfinu að efla hverskonar útilíf landsmanna, hvetja til þess og styrkja það. Á þessu sviði hefur orðið umtalsverð framför og áhugaaukning á undanförnum árum, en eigi að síður erum við í þessum efnum á eftir nágrönnum okkar á Norð- urlöndunum, þar sem útivera og hreyfing er orðin að sjálfsögðum þætti í daglegu lífi. Aðstæður eru víðast þannig á fslandi, að ekki þarf að fara langt til þess að komast í snertingu við náttúruna. Víða eru skemmtilegar gönguleiðir í næsta nágrenni, víðast er unnt að finna sæmilega sléttar og greiðfærar leiöir, ef viðkomandi vill bregða á leik og skokka. Þarna er oftast aðeins spurning um viljann, og það að koma sér af stað, sem reynist mörgum erfiðasti þröskuld- urinn. Þeir sem á annað borð hafa farið að stunda útilíf hafa fljótt komist að raun um þann unað sem það veitir að hreyfa sig og þjálfa líkama sinn. Á undanförnum árum hefur einnig orðið mikil breyting til batnaðar fyrir þá sem stunda ferðalög innanlands. Segja má að þjónustunet sé nú komið upp umhverfis landið, og víðast er sú þjónusta við ferðamenn hin ágætasta. Gildir þar einu hvort viðkomandi búa á gistihúsum eða hafa með sér tjöld og viðleguútbúnað. Einu má ferðamaðurinn þó aldrei gleyma: Nauðsynlegt er að vera tillitssamur á ferðalögum, ekki aðeins við samferðamenn sína, og þá sem eru heimsóttir, heldur þarf einnig að sýna landinu tillitssemi og um- gangast það með varúð. íþróttablaðið vill nota þetta tækifæri til þess að undirstrika enn einu sinni þá hvatningu fólks að nota þær stundir sem gefast til útivistar í sumar, og þá einnig hvetja þá er ferðast um landið til þess aö ganga snyrtilega um og spilla í engu þeirri fegurð sem íslenzk náttúra hefur uþp á að bjóða. 3

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.