Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Síða 21

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Síða 21
Útilíf — ferðalög Ferðafélag Akureyrar: Fjölbreytt og gróskumikið starf sundlaug. Ég held að forystumenn í ferðamálum verði að fara að opna augu sín fyrir því, að Eyjafjörðurinn býður upp á ýmsa möguleika, í stað þess að beina öllum ferðamannastraumnum fram hjá Akureyri. Hótel Varðborg var byggt 1942, en stækkað nokkuð 1967. Arnfinnur hefur verið hótelstjóri þar í 12 ár. — Fyrstu árin mín hérna var vetrartíminn mjög daufur, sagði hann. — En nú eru við- skiptin alltaf að aukast. Ástæðurnar eru ýmsar. Bærinn er vaxandi og hér er iðnaður og verslun að aukast. Því fylgir aukin umferð. Skólahópar eru hér allt- af á ferðinni og íþróttahópar eru stórir viðskiptavinir. Nýtingin er því alltaf að batna. Við höfum tekið upp þá stefnu að vera bara með gistingu og morgun- verð hérna, því það sparar mikið í mannahaldi. Það virðist ekki hafa nein áhrif á aðsóknina. Fólk er á þeytingi hvort sem er og þykir þá ágætt að geta borðað ódýrt á kaffiteríum bæjarins. Afkoman er þokkaleg í dag, en enginn veit hvernig hún verður á morgun. Það ræðst af því hvernig íslenskt efnahagslíf verður og hvort einhver vill nota hótel- ið. — Við höfum ekki áhuga á að stækka þetta hótel, sagði Arnfinnur. — Það er í þægilegri stærð, 26 herbergi. Við viljum heldur nýta það fé sem afgangs verður til að lagfæra húsið og gera það eins snyrtilegt og heimilislegt og hægt er. AAkureyri er starfandi Ferðafé- lag, sem orðið er rúmlega 40 ára er mjög öflugt og mikið starfandi. íþróttablaðið hafði tal af formanninum, Magnúsi Krist- inssyni og bað hann að segja frá starfseminni. — Markmið félagsins þegar það var stofnað, sagði Magnús, var að gefa fólki kost á ódýrum ferðum og fræðslu um landið. Á þeim tíma voru það fáir sem höfðu farið um óbyggðir að einhverju ráði og var líka talið öryggi í að hafa hóp af fólki sem væri kunnugt í óbyggðum og vant fjallaferðum, enda voru þá ekki til hjálparsveitir. Það kom í ljós þegar Geysisslysið varð, að þetta var rétt ályktað, því hópur úr Ferðafé- lagi Akureyrar undir stjórn Þorsteins Þorsteinssonar þáverandi fram- kvæmdastjóra fór þá til hjálpar. — Ferðafélagið starfar enn að sama markmiði og í upphafi, sagði Magnús. — Við leitumst við að ná því með því að skipuleggja ferðir á kostnaðarverði og er reynt að hafa þær sem fjölbreyttast- ar. Á vetrum erum við mest með gönguferðir, bæði fótgangandi og á skíðum, en á sumrum taka bílferðir að nokkru leyti við. Mest er þá ekið um óbyggðir. Ferðirnar eru allt frá eins kvölds upp í 9 daga sumarleyfisferð. I lengri ferðunum höfum við sameigin- legan mat tvisvar á dag, enda býður það upp á betri félagsanda en þegar hver kúldrast með sitt. Þegar ferðir eru hafðar á kostnaðarverði þýðir það, að þær falla niður ef lítil þátttaka er. Gönguferðir eru að vísu alltaf ókeypis. — Starfið innan félagsins fer að mestu fram í nefndum, sagði Magnús. — Stjórn er kjörin á aðalfundi, en hún skipar síðan í all margar nefndir sem skipuleggja starfið. Ferðanmefndin skipuleggur ferðirnar, sérstök nefnd sér um rekstur á skálum og ritnefnd er fyrir ársritið Ferðir, sem hefur komið út síð- an 1940. Félagið á 4 skála, Þorsteins- skála í Herðubreiðarlindum, Dreka við Dyngjufjöll, Laugafell norðan Hofs- jökuls og Famba sem er inni við botn Glerárdals. Þá er í smíðum skáli við Bræðrafell vestan Herðubreiðar. Tveir þeir síðastnefndu eru miðaðir við þarfir göngufólks og engir akvegir að þeim. Félagið hefur verið að beita sér fyrir auknum gönguferðum, því fólk ferðast orðið mikið á jeppum um óbyggðir. Þátttakan fer líka vaxandi í gönguferð- unum. Sl. 3 ár höfum við tekið upp skíðagönguferðir og er vaxandi áhugi á þeim. — Skálamir hafa verið mest notaðir að sumrinu, sagði Magnús, — en með tilkomu vélsleða hefur vetramotkun aukist. Skálamir eru opnir öllum með- an pláss leyfir. Það er ekki hægt að panta pláss þar, en ferðafólk á vegum félagsins gengur fyrir. Fólk er beðið að greiða lágt gjald fyrir næturgreiðann og leggja peninga í bauka fyrir. Með vax- andi umferð hefur það reynst aukinn fjöldi sem ekki greiðir fyrir gistinguna. Framhald á bls. 85 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.