Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Qupperneq 27

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Qupperneq 27
titilsins „Mesti íþróttabær landsins“, og að FH eigi ótrúlega dygga stuðnings- menn þegar handknattleikslið félagsins er að keppa. Má vera að Hafnfirðingar hafi enn ekki beint áhuga sínum að knattspymunni, eða þá að áhangendur félagsins uni því illa að það sé ekki í allra fremstu röð, eins og það er búið að vera lengi í handknattleiknum. Fram Framliðið átti í vök að verjast í mót- inu í fyrra, og var lengi í bullandi fall- hættu. Nú hafa Framarar endurheimt þann þjálfara sinn sem hvað mestum árangri hefur jafnan náð með liðið, Guðmund Jónsson. Guðmundur hefur margsýnt hversu klókur og góður þjálfari hann er, og hversu mikill meistari hann er að skapa lið úr ein- staklingum sem ekki þykja neitt sér- stakir. Svo verður örugglega einnig í sumar. Undirritaður spáir þvi að fram- an af sumri muni Fram ekki vegna sér- staklega vel, en sækja sig síðan þegar á mótið líður, og Guðmundur fer að ná betri tökum á liðinu. Framarar blanda sér fráleitt í baráttuna á toppnum í sumar, en þeir verða skeinuhættir hvaða liði sem er, og ættu að geta forð- ast fallið, verði liðið ekki fyrir óhöpp- um, en einhvern veginn er það þannig hjá Fram, að liðið hefur tæpast yfir jafnmiklu mannvali ungra manna að ráða og sum önnur félög. Þróttur Þróttarar hafa stundum verið kallað- ir „jó-jó“-liðið vegna ferðalaga sinna milli 1. og 2. deildar. Nú er liðið að stofni til skipað mjög ungum og bráð- efnilegum leikmönnum. Þá skortir að visu reynslu, en þeir hafa annað í stað- inn — mikinn baráttukjark og ákveðni. Liðið kann að fleyta sér nokkuð langt á slíku, a.m.k. meðan vel gengur. Takist Þróttarliðinu að standa sig vel á fyrri helmingi mótsins og hala inn stig, er alls ekki fráleitt að það geti orðið um mið- vik 1. deildarinnar þegar upp er staðið. Þá væri líka björninn unninn fyrir fé- lagið. Ferðalögin milli deilda hafa tví- mælalaust niðurdrepandi áhrif á leik- menn og félagslegt starf hjá félaginu, og ef Þróttur heldur sér nú uppi, er mjög líklegt að liðinu takist að festa sig í sessi í hópi þeirra beztu. KA Þótt KA sé nú nýliði í 1. deildinni, hefur liðið á að skipa nokkrum leik- mönnum sem eru þar hagavanir. Þeirra á meðal er Þorbergur Atlason, fyrrver- andi landsliðsmarkvörður úr Fram, Elmar Geirsson, fyrrverandi landsliðs- maður og Framari, Gunnar Gunnars- son, fyrrverandi KR-ingur og í liðinu eru einnig allmargir leikmenn sem voru með ÍBA-liðinu, en það lék í 1. deild á sínum tíma. Þegar ÍBA-liðinu var skipt og leik- menn skipuðu sér undir merki KA og Þórs hófu bæði félögin að leika í 3. deild og bæði unnu þau sig strax upp i 2. deild. Þór fór síðan rakleiðis upp í 1. deild, en KA dokaði hins vegar við og háði raunar harða keppni við Hauka í 2. deildinni í fyrra um 1. deildar sætið. Varla er á því vafi, að það kemur liðinu nú til góða. Tími hefur unnist til upp- byggingarstarfs og þess að búa liðið „Leikum meiri sóknarleik í sumar“ Þetta verður mjög jöfn barátta og mikið skorað af mörkum í sumar, sagði Diðrik Ólafsson, hinn gamal- reyndi markvörður Víkingsliðsins, þegar íþróttablaðið ræddi við hann. Nú er það svo að markvörðum er jafnan ekkert um það gefið að mikið sé skorað af mörkum, a.m.k. ekki í þeirra eigið mark, og var því Diðrik að því spurður, á hverju hann byggði þá skoðun sína að það yrði „marka- ár“. — Framlínur flestra liðanna eru nú miklu beyttari en þær voru, sagði Diðrik,—og knattspyman hjá okkur er að breytast á þann veg að meira er lagt upp úr sóknarknattspyrnunni. Við hjá Víking eigum t.d. mun betri framlínu nú en við vomm með í fyrra, og af þeim sökum hefur leikkerfi liðsins verið breytt. í fyrra lékum við 4—4—2 leikkerfið í flestum leikja okkar, en nú munum við örugglega oftast leika 4—3—3. Inn í liðið hjá okkur em að koma geysilega efni- legir strákar eins og t.d. þeir Amór Guðjohnsen og Heimir Karlsson (Heimir þessi er bróðir Jóns H. Karlssonar, fyrirliða íslenzka lands- liðsins í handknattleik), auk þess sem Viðar Elíasson er nú í fullu fjöri, en hann var lengst af meiddur í fyrra. Um tíma leit út fyrir að Víkingar yrðu fyrir miklum skakkaföllum í sumar, þar sem nokkrir af fasta- mönnum í iiðinu höfðu ákveðið að hætta, og fyrirliði þess, Eiríkur Þor- steinsson, gerðist liðsmaður í sænsku knattspyrnuliði. En úr þessu rættist svo rækilega. Gunnlaugur Krist- finnsson og Gunnar öm Kristjáns- son, sem báðir ætluðu að hætta hafa nú hafið æfingar að nýju, og sagði Diðrik að æfingasókn hefði ekki veríð í annan tíma betri hjá Víking- um. — Það em venjulega um 20 menn á æfingu hjá okkur, en í fyrra var algengt að þeir væru ekki nema 14__16. Nú verður í fyrsta sinn í langan tíma barátta um stöður í Víkingsliðinu, og það skapar okkur tvimælalaust meiri möguleika. Diðrik sagði hinsvegar að æfinga- aðstaðan hjá Víkingum værí mjög bágborin. Liðið verður að æfa á grasspildunni milli Laugardalsvall- aríns og Laugardalssundlaugarinnar. Klæða leikmennirnir sig úr og í í fé- lagsheimili Víkings, og aka síðan til æfingasvæðis, langa leið. — í fyrra höfðum við t.d. aðeins tvær æfingar þar sem voru venjuleg mörk, sagði Diðrik, — en vonandi stendur það til bóta í sumar. Sjálfir eru Vikingar að koma sér upp grasvelli, og vonast til þess að unnt verði að æfa á honum þegar kemur fram á keppnistímabil- ið. — Ég held að liðin hirði stig hvert af öðm í sumar, sagði Diðrik Ólafs- son að lokum. Enginn leikur verður auðveldur. Þannig er ég t.d. viss um að KA mun krækja í mörg stig á Ak- ureyri, — það verður ekki auðvelt að heimsækja þá. En ætli við segjum ekki að baráttan í sumar komi fyrst og fremst til með að standa milli okkar Víkinga, Valsmanna, Akur- nesinga og Vestmannaeyinga. 27 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.