Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Qupperneq 35

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Qupperneq 35
eru flest knattspyrnufélög í Danmörku tvískipt, — annarsvegar er unglinga- deild, og hinsvegar „verslunar- og við- skiptadeild". Styrkurinn fer allur í unglingadeildina. Þannig er þetta sem sagt hægt: Ungl- lingastarfið er ríflega styrkt af bæjarfé- lögum, og atvinnumennirnir af stórum fyrirtækjum sem sjá sér hag í því, vegna auglýsinga, að taka þátt í rekstri félag- anna. Matthías Hallgrímsson lék sem kunnugt er í fyrra með Halmía, félagi í annarri deild í Svíþjóð. Halmía er frá 90 þúsund manna borg, og þar er einnig annað lið, sem leikur í Allsvenskan. Önnur knattspyrnulið eru þar ekki, nema nokkur þriðjudeildarlið í ná- grannahéruðum. Félögin tvö eiga sam- eiginlegan keppnisvöll, og áhorfenda- fjöldinn á heimaleikjum Halmía er á bilinu milli eitt og fjögur þúsund - yf- irleitt milli 1500 og tvö þúsund. Ung- lingastarf félagsins er nokkuð, og er drengjunum skipt í tvo hópa, undir tólf ára og frá 13 til 17 ára. „Ég var samningsbundinn Halmía á meðan dvöl minni þarna stóð“, sagði Matthías við íþróttablaðið, „en vann að nafninu til hjá fyrirtæki sem styrkti fé- lagið. Ég þurfti bara að mæta til vinnu þegar mér sýndist svo, nema þegar þess meira var að gera hjá fyrirtækinu. Æf- ingar byrjuðu oftast klukkan 3 á dag- inn, þannig að maður var kannski kominn heim fyrir klukkan 6. Það segir sig sjálft að þetta er allt annað líf fyrir knattspyrnumanninn, en að þurfa að bæta þessu við vinnudaginn, kannski eftir kvöldmat“. Erlendir knattspyrnumenn horfa þungbúnir yfir Laugardalsvöllinn. Þrautþjálfuðum atvinnumönnum finnst Iítt áhugavert að leika við ís- lenzka áhugaleikmenn, og bilið milli okkar og þeirra virðist stöðugt að aukast. „Ástæðan fyrir því að félag í Svíþjóð með ekki fleiri áhorfendur en þetta, getur haldið úti atvinnumennsku“, sagði Matthías, „er kannski fyrst og fremst sú, að mínum dómi, að Svíþjóð er mun ríkara land en Island. Fólk vinnur minna, og allir virðast hafa meiri tíma til alls. Halmía er dyggilega styrkt af stórum fyrirtækjum, og þau fá það sem þau leggja í félagið frádregið opinberum gjöldum og jafnvel gott betur. Þegar auglýsingar eru teknar með í dæmið býst ég við að fyrirtækin hafi hagnað af þessu.“ „Hitt er svo annað, að ég er ekkert hrifinn af því að þetta skipulag yrði tekið upp hér á landi. Það er til dæmis ákaflega skrýtið að koma á vinnustað og hirða kaupið sitt án þess að hafa nokkuð unnið og fá jafn mikið og þeir sem unnið hafa fullan vinnudag. „Vinnufélagarnir“ voru ekkert alltof hrifnir af þessu.“ Þannig er málum háttað hjá annarr- ardeildarliði í Svíþjóð. En hvernig skyldi málum varið hér uppá íslandi, hjá toppliði, sem hefur á síðustu árum haft álíka marga áhorfendur og Halmía. Knattspyrnudeild Vals hefur fengið það orð á sig að undanförnu að vera fyrirmyndardeild. Þar er fjárhag- urinn betri en annarsstaðar og betur hlúð að leikmönnum. En það er fróð- legt að bera það saman við það sem Matthías var að segja frá. „Við styðjum ekkert við bakið á leikmönnum okkar fjárhagslega“, sagði Pétur Sveinbjörnsson, formaður knatt- spyrnudeildar Vals í samtali við í- þróttablaðið. „I sumar ætlum við þó að reyna að greiða hluta af útlögðum kostnaði þeirra — eða um 60 þúsund á mann í bílakostnað. Þetta er aðeins brot af beinum tilkostnaði þeirra.“ „Við reynum að sjálfsögðu að búa eins vel að okkar leikmönnum og hægt er. Við útvegum þeim skó og allan út- búnað, og erum kannski komin öllu lengra en önnur félög á því sviði. En þeir sem standa í rekstri íþróttadeilda, vita að þar liggja ekki peningar á lausu. Menn teljast góðir ef hægt er að ráða fram úr brýnustu frumþörfum“, sagði Pétur. Valsmenn eiga nú orðið tvær íbúðir í Reykjavík, og hrein eign félagsins í þeim er um 15 milljónir. Reksturs- kostnaður knattspyrnudeildar Vals á síðasta ári var um 16 milljónir, sem er mun hærri rekstrarkostnaður en flestra sérsambandanna innan ÍSÍ. Opinber framlög námu á síðasta ári 1,3 milljón- um og leiktekjur um 5 milljónum. Mis- muninum, 10 milljónum, var aflað með „betli og sníkjum“ Lauslega áætlað má ætla að venjulegur íslenskur knatt- spyrnumaður með fyrstudeildarliði verji um 20 klukkustundum á viku í íþrótt sína — hálfa vinnuviku. Fyrstu- deildarliðin byrja að æfa fljótlega upp- 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.