Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 49

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 49
engan til að keppa við. Árangurinn var 5,82 metrar, og segir það sína sögu um það algjöra áhugaleysi sem var ríkjandi um frjálsar íþróttir á þessum árum, að ég skyldi vera eini keppandinn í lang- stökki á þjóðhátíðarmótinu. Friðrik Þór segir að nú séu orðnar mjög miklar breytingar í þessari í- þróttagrein hérlendis. Fjöldi þátttak- enda hafi aukist verulega, og það sé orðinn stór hópur sem æfir mjög vel og reglulega og ætlar sér að ná langt. — Fólk leggur ótrúlega mikið á sig til þess að geta þjálfað, sagði Friðrik Þór, — og má t.d. geta þess að í sumar verður hálfgerð íslendinganýlenda í Þýzka- landi. Þeir sem þar munu dvelja við æfingar og keppni fara á eigin vegum og þurfa að leggja fram verulegt fjár- magn. Ætli það sé ekki óhætt að full- yrða að þar fari allt sem fólk hefur get- að sparað saman með mikilli vinnu yfir vetrarmánuðina. En þeir sem í þetta fara eru áhugasamir og gera sér grein fyrir því að til þess að ná þeim árangri sem þarf til þess að geta keppt við þá beztu þarf að leggja allt í sölurnar. Sjálfur er Friðrik Þór einn þeirra sem ætlar að dvelja við æfingar ytra í sumar og til þess verður hann að taka sér launalaust leyfi. Hann er nefnilega bú- inn að taka sumarleyfið sitt — tók það í marz þegar hann fór í æfingabúðir á Ítalíu í fjórar vikur. — Við vorum fjögur í þessum æf- ingabúðum sem voru í Formia, 150 kílómetrum sunnan við Róm. Auk mín voru þarna Erlendur Valdimarsson, Jón Sævar Þórðarson og Ingunn Ein- arsdóttir. Forsaga þess að við fórum þangað var sú að Örn Eiðsson, for- maður Frjálsíþróttasambandsins fékk vitneskju um þessar æfingabúðir á þingi sem hann sat erlendis og gat komið málum þannig fyrir að ítalir buðu okkur dvöl í æfingabúðunum, okkur að kostnaðarlausu. Þarna var frábær aðstaða til æfinga. Ég æfði þarna a.m.k. tvisvar á dag, og tel mig hafa náð mér mjög vel upp. Síðan ég kom heim hef ég svo reynt að æfa vel, og tapa a.m.k. ekki því niður sem ég vann upp þarna. Friðrik Þór sagði að bærileg aðstaða væri til þess að æfa langstökk hér á veturna, en hins vegar ekki hægt að æfa þrístökk, og raunar væri heldur ekki aðstaða til þess að keppa í því, eða æfa það yfir sumarmánuðina, þar sem at- rennubrautin á Laugardalsvellinum væri það hörð, að hún væri eins og steypa. — Þetta stendur til bóta þegar búið verður að leggja gerfiefnið á hinn völlinn í Laugardalnum, sagði Friðrik Þór, — og ég verð að viðurkenna að ég hlakka ósegjanlega til þess að sá völlur komist í gagnið. - Það sem er einna erfiðast fyrir mig við æfingarnar, sagði Friðrik Þór, - er það að ég er aleinn í þessu. Einhvern veginn er það þannig að ef efnilegir strákar koma fram í þessum stökk- greinum, þá endast þeir ekki í þeim, heldur fara yfir í aðrar greinar frjálsra íþrótta og þá helzt í tugþrautina. Hún virðist heilla afskaplega margar frjáls- íþróttamenn hérlendis. Friðrik Þór var spurður að hverju hann stefndi núna? — Ég stefni að því að ná íslandsmet- inu í langstökki í sumar og helzt að komast á Evrópumeistaramótið í Prag. Ég neita þvíækki að ég er að gæla við þá hugmynd að komast á Olympíuleikana í Moskvu 1980, en til þess að svo megi verða verð ég að leggja enn harðar að mér við æfingar - fórna enn meiri tíma í íþróttirnar en ég hef gert til þessa. Ég var í unglingabúðum í Múnchen þegar leikamir voru haldnir þar 1972, og ég neita því ekki, að þar fékk ég í mig mikinn fiðring - langar til að vera meðal keppenda á leikunum. Ég stefndi reyndar að því að komast til Montreal og æfði sérlega vel þann vetur. Þá um vorið var ég að stökkva um 15,80 metra í þrístökki á æfingum, en á Reykjavík- urleikunum sem haldnir voru 20. júní varð ég fyrir því óhappi að rífa sinar í öklanum og þar með var Olympíu- draumurinn úti. Ég var frá æfingum í sex vikur og gat lítið farið að stökkva fyrr en um haustið. — Er tíminn og allt það sem fer í íþróttirnar þess virði? — Það finnst mér a.m.k., sagði Frið- rik Þór, — í íþróttunum hef ég eignast hóp af sérstaklega góðum og skemmti- legum félögum, fólki sem ég hefði ekki viljað missa af og kynnast. Þá hafa íþróttirnar einnig gefið mér möguleika til þess að ferðast víða um lönd og víkka þannig sjóndeildarhringinn og kynnast ýmsu nýju, sem kemur mér svo til góða. Friðrik Þór Óskarsson er forritari að mennt og starfar nú sem slíkur hjá Flugleiðum. Sem fyrr greinir er bezti árangur hans í langstökki 7,41 metri, - bezti löglegi árangur hans í þrístökki er 15,17 metrar, en auk þess hefur hann náð ágætum árangri í öðrum greinum frjálsra íþrótta og má þar nefna að hann hefur stokkið 1,90 metra í hástökki, hlaupið 100 metra hlaup á 11,1 sek., 200 metra hlaup á 23,7 sek. og hlotið 5.993 stig í tugþraut. 49

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.