Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 50

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 50
Argentina’78 Verður HM vettvangur óhæfuverka? Hermenn gráir fyrir járnum munu gæta keppendanna á HM Nú um mánaðarmótin hefst í Argentínu lokakeppni heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu 1978. Þau sextán lið sem öðlast hafa þátt- tökurétt í henni munu berjast þar næstu þrjár vikurnar um hinn eftir- sóknarverða titil og fagra verðlauna- grip er honum fylgir. Úrslitaleikur keppninnar mun fara fram á River- Plate leikvanginum í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu 25. júní, en dag- River Plate völlurinn í Buenos Aires — verður aðalvöllur keppninnar og þar mun úrslitaleikurinn fara fram. inn áður verður úr því skorið hvaða lið hlýtur bronsverðlaunin í keppninni. Að undanskildum Olympíuleikun- um er heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu tvímælalaust það íþróttamót sem dregur að sér mesta athygli. Meðan á keppninni stendur munu tugmilljónir manna um heim allan fylgjast með því sem gerast mun innan og utan valla í Argentínu af lífi og sál, ýmist af áhorfendapöllum keppnis- vallanna, á sjónvarpsskerminum, eða af fréttum fjölmiðla. Mestur er auð- vitað áhuginn í þeim löndum sem eiga fulltrúa í lokakeppninni, en hjá þeim mun allt snúast um keppnina meðan á Stjómmálaástandið í Argentínu er mjög ótryggt svc stæðinga sem eru barðir niður af miskunnarleysi skarar skríða meðan á heimsmeistarakeppninni henni stendur, rétt eins og á fyrri heimsmeistaramótum. En nú er komið að viðureign hinna útvöldu. Fyrirkomulag heimsmeist- arakeppninnar er raunar enn þannig, að fyrir liggur, að það eru ekki sextán þeztu knattspyrnuþjóðirnar sem leiða saman hesta sína í lokakeppninni. A.m.k. mundu Englendingar og 50

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.