Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Qupperneq 53

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Qupperneq 53
HM í knattspyrnu Brasilíumenn hafa oftast sigrað Miðað við heimsmeistara- keppnina eins og hún er nú á dögum var fyrsta heims- eppnin sem fram fór í Uru- guay árið 1930 ekki ýkja merkileg. Á þessum árum var það meira en lítið fyrirtæki að ferðast frá Evrópu til Suð- ur-Ameríku, og af þeim sökum sátu mörg af beztu knattspyrnuliðum Evrópu heima, þegar keppnin fór fram, þ.á m. Ítalía, Spánn, Austurríki, Ung- verjaland, Þýzkaland og Sviss, en öll þessi lönd áttu góð knattspyrnulið á þessum tíma. Voru það raunar ekki nema fjögur lið frá Evrópu sem tóku þátt í þessari keppni: Frakkland, Rúmenía, Belgía og Júgóslavía, og voru leikmenn þessara liða búnir að eiga langa og stranga útivist er þeir komust loks á áfangastað. Sjálfsagt spyrja margir um ástæðu þess að fyrsta heimsmeistarakeppnin var haldin í Uruguay, en hún mun fyrst og fremst hafa verið sú að Uruguay hafði orðið sigurvegari á Ólympíuleik- unum bæði 1924, og 1928, og öll knatt- spyrnumannvirki þar í landi þóttu til fyrirmyndar á þessum árum. Byggðu þeir t.d. nýjan og glæsilegan völl í tilefni keppninnar, en það var nokkuð sem enginn annar gat boðið upp á. Þrettán lið tóku þátt í þessari fyrstu keppni, og án tvímæla voru það Bandaríkjamenn sem komu mest á óvart. Raunar er hæpið að segja að liðið hafi verið bandarískt, þar sem aðeins tveir af leikmönnum þess voru fæddir Bandaríkjamenn. En þeir sigruðu Belgíu 3—0 í fyrsta leik sínum og síðan Paraguay með sömu markatölu, og komust þar með í úrslitakeppnina, en þar með var líka blaðran sprungin. Úrslitaleikur þessarar keppni mun lengi í minnum hafður fyrir frammi- stöðu dómarans, sem leyfði öðru liðinu, Uruguay næstum hvað sem var í leikn- um. Var ekki bara að mótherjum Uru- guay í leiknum þætti stundum nóg um, heldur og öllum viðstöddum, og er þá Hector Castro skorar fjórða mark Uruguay í heimsmeistarakeppninni 1930, án þess að uppá búinn Argentínumaðurinn fái rönd við reist. mikið sagt, þar sem heimafólk hvatti sína menn mjög einlæglega í þessari keppni. UND ANÚRSLIT: Argentína — Bandaríkin 6-1 (1-0) Uruguay — Júgóslavía 6-1 (3-1) ÚRSLIT: Uruguay — Argentína 4-2 (1-2) ítalía 1934 egar heimsmeistarakeppnin var haldin öðru sinni varð Ítalía fyrir valinu, og þar var keppnin mun betur skipulögð og meira lagt í alla framkvæmd, en verið hafði í Uruguay fjórum árum áður. Að þessu sinni tóku sextán lið þátt í keppninni, en meðal Argentina'78 þeirra voru ekki hinir fyrstu heims- meistarar: Uruguay. Þeir ákváðu að sitja heima í mótmælaskyni við það hve mörg Evrópulið tóku þátt í keppninni og hitt úrslitaliðið frá Montevideo, Argentína, tefldi fram hálfgerðu vara- liði í keppninni á Ítalíu, þar sem allir beztu knattspyrnumenn þjóðarinnar voru þá orðnir atvinnumenn með liðum í Evrópu, einkum ítölskum liðum. Mussolini notaði heimsmeistara- keppnina á (talíu rækilega til þess að auglýsa sig. Á aðgöngumiðum keppn- innar voru t.d. myndir af honum og á aðalleikvangi keppninnar í Róm var komið fyrir stórri styttu af einræðis- herranum. Fór þetta í taugarnar á mörgum, en fáir mótmæltu. Keppt var í átta borgum: Róm, Napolí, Flórens, Mílanó, Turin, Bol- ogna, Genúa og Trieste, og var jafnan gífurlega mikil aðsókn að leikjunum, þannig að framkvæmdaaðilinn, ítalska knattspyrnusambandinu græddist fé á keppninni og varð það til þess að áhugi margra þjóða vaknaði á því að halda keppnina. Bandaríkjamenn voru meðal þátt- takenda á Ítalíu og lýstu því yfir fyrir keppnina, að nú ætluðu þeir að gera enn betur en í Uruguay. Strax í fyrsta leik þeirra kom hins vegar í ljós að þeir áttu lítið erindi til Ítalíu — þeir töpuðu fyrir heimamönnum með sjö mörkum gegn einu. Úrslitaleikur keppninnar var á milli ítala og Tékka og var hann hinn eftir- minnilegasti. Strax á fyrstu mínútunum fengu Tékkar tvö opin tækifæri, en misnotuðu bæði. Allsherjar taugaveikl- un greip um sig meðal leikmannanna, og mikill hiti var í mönnum, ekki sízt á áhorfendapöllunum. þar sem hendur voru látnar skipta, en slíkt var harla óvenjulegt þá. Tékkar náðu forystu í Derhúfurnar ómissandi í fyrstu keppninni 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.