Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 56

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 56
Argentina '78 eftir að reynast þeim nokkuð dýr- keyptur þar sem hetja þeirra, Puskas, meiddist í honum og gat ekki beitt sér verulega í leikjunum sem eftir voru. Hann var t.d. ekki með í leik Ung- verjalands og Uruguay og aðeins skuggi af sjálfum sér í úrslitaleiknum við Þjóðverja. í þeim leik skoraði hann samt mark og dreif félaga sína áfram og hvatti þá. Úrslitaleikurinn þótti sérlega vel leikinn af hálfu beggja liðanna, en Þjóðverjarnir voru þó greinilega betri og sigur þeirra verðskuldaður. ÁTTA LIÐA ÚRSLIT: Þýzkaland — Júgóslavía 2-0 (1-0) Ungverjaland — Brasilía 4-2 (2-1) Austurríki — Sviss 7-5 (2-4) Uruguay - England 4-2 (2-1) UNDANÚRSLIT: Þýzkaland — Austurríki 6-1 (1-0) Ungverjaland — Uruguay 4-2 (1-0) ÚRSLIT: Um 3. sætið: Austurr,—Uruguay 3-1 (1-1) Um 1. sætið: Þýzkal.-Ungverjal. 3-2 (2-2) Svíþjóð 1958 Ilokakeppni heimsmeistarakeppn- innar sem fram fór í Svíþjóð kom fram á sjónarsviðið sá knatt- spyrnumaður sem vafalaust hefur orðið öðrum knattspyrnumönnum frægari, fyrr og síðar. Það var brasilíski leik- maðurinn Pele, sem var þá aðeins 17 ára að aldri. Eftir þessa keppni var nafn hans á vörum alls knattspyrnuheimsins, sem dáðist að hæfni hans og stórkost- legum mörkum sem hann skoraði í keppninni. Ungverjinn Puskas vann hug og hjörtu allra í heimsmeistarakeppninni 1954. Þama er hann, með númer 10 á bakinu, að ræða við Jules Rimet, forseta FIFA, sem manna mest átti þátt í að koma heimsmeistarakeppninni á. HM í knattspyrnu Liðin sem komust í úrslitakeppnina í Svíþjóð voru auk heimamanna, Þýzka- land, Norður-frland, Argentína, Frakk- land, Júgóslavía, Paraguay, Skotland, Ungverjaland, Wales, Mexikó, Brasilía, Tékkóslóvakía, England og Austurríki. Eitt þessara liða tók nú í fyrsta sinn þátt í heimsmeistarakeppninni — lið Sovét- manna, og var það fyrirfram talið lík- legt að blanda sér í baráttuna um verð- launasæti. Höfðu Sovétmenn orðið Olympíumeistarar á leikunum í Mel- bourne tveimur árum áður, og þá teflt fram mjög góðu knattspyrnuliði. Þetta var líka í fyrsta sinn í sögu keppninnar sem fjögur lið frá Bret- landseyjum tóku þátt í lokakeppninni, og var því að vonum að fjölmargir Bretar lögðu leið sína til Svíþjóðar meðan á keppninni stóð, og sérstaklega voru Skotar þar atkvæðamiklir, eins og þeir eru oftast þegar þeir fylgja sínum mönnum til knattspyrnuleikja. Brezku liðunum gekk bærilega fyrsta leikdag- inn, en þá vann Norður-írland 1—0 sigur yfir Tékkóslóvakíu, Skotland gerði jafntefli við Júgóslavíu 1—1, Walesbúar náðu jafntefli 1—1 í leik sínum við silfurliðið frá síðustu heims- meistarakeppni, Ungverjar og Eng- lendingar gerðu 2-2 jafntefli við Sovétmenn. Fyrsta leikdaginn bar það einnig til tíðinda að tíu mörk voru skoruð í einum leikjanna, en svo há markatala er jafn- an heldur óvenjuleg í lokakeppni heimsmeistarakeppninnar. Þetta var í leik Frakklands og Paraguay, sem þeir fyrmefndu unnu 7—3. í þeim leik skor- aði Juste Fontaine þrjú mörk, en í keppninni skoraði hann alls 13 mörk sem er met í lokakeppni heimsmeist- arakeppninnar sem erfitt verður að slá. Það var mikið um dýrðir í Svíþjóð meðan á keppninni stóð, ekki sízt vegna velgengni sænska liðsins. Segja þeir sem fylgzt hafa lengi með knattspyrnu að aldrei hafi þeir heyrt jafn áköf hvatningaróp áhorfenda og er Svíar mættu Þjóðverjum í undanúrslitum keppninnar. Fáir höfðu átt von á því að þeir næðu svo langt, en í leik þessum sýndu heimamenn að það var engin tilviljun að svo vel hafði gengið. Lið þeirra sýndi afbragðsknattspymu og sigraði heimsmeistarana 3—1 og var þar með komið í úrslit á móti Pele og Co. Úrslitaleikurinn fór fram í Stokk- hólmi 29. júní. Gerðar höfðu verið sér-

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.