Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Page 58

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Page 58
Argentina'78 stakar ráðstafanir til þess að halda áhorfendum í skefjum, en þegar Svíar skoruðu mark fjórum mínútum eftir að leikurinn hófst ætlaði samt allt um koll að keyra. En gleði Svíanna var fljót að breytast. Brasilíumennirnir sýndu í leik þessum svo ekki varð um villzt hverjir voru beztir. Staðan í hálfleik var 2—1, þeim í vil, en í seinni hálfleiknum bætti svo snillingurinn Pele tveimur mörkum við og Sagalo því þriðja. Að leikslokum var brasilísku snillingunum fagnað innilega og urðu þeir að hlaupa tvo heiðurshringi, eftir að hafa tekið við verðlaunum sínum, fyrri hringinn með eigin fána, en seinni hringinn með sænska fánann. „Samba, Samba,“ hrópuðu svíamir á áhorfendapöllun- um. ÁTTA-LIÐA ÚRSLIT: Frakkland — Norður-írland 4-0 (1-0) Þýzkaland — Júgóslavía 1-0 (1-0) Svíþjóð — Sovétríkin 2-0 (1-0) Brasilía — Wales 1-0 (0-0) UND ANÚRSLIT: Brasilía — Frakkland 5-2 (2-1) Svíþjóð — Þýzkaland 3-1 (1-1) ÚRSLIT: Um3.sætið: Frakkl,—Þýzkal. 6-3 (0-0) Um 1. sætið: Brasilía—Svíþjóð 5-2 (2-1) u Chile 1962 | pphaflega átti lokakeppnin 1962 að fara fram í Argen- tínu, en forráðamenn knatt- spymusambandsins í Chile sóttu það fast að fá keppnina, og að lokum lét FIFA undan óskum þeirra. Hófust Chile-búar þá strax handa og byggðu á skömmum tíma glæsilegan leikvang í Santiago, þar sem aðalleikir keppninn- ar fóru svo fram. Sjaldan hafa menn verið eins sam- mála er þeir hafa spáð um líklegan sig- urvegara í heimsmeistarakeppninni og HM í knattspyrnu áður en slagurinn í Chile hófst. Brasi- líumenn tefldu fram nær óbreyttu liði frá keppninni í Svíþjóð. Þeir voru með tvo nýja bakverði, það var allt og sumt. Hetjur keppninnar í Svíþjóð, Garr- incha, Zagalo, Didi og Pele voru nú á hátindi frægðar sinnar, og ólíklegt að nokkur gæti staðizt þeim snúning. Auk Brasilíumanna og Chile-búa tóku eftirtalin lið þátt í lokakeppninni í Chile sem stóð frá 30. maí til 17. júní 1962: Sovétríkin, Júgóslavía, Ung- verjaland, Kolombía, Þýzkaland, Italía, Sviss, Brasilía, Tékkóslóvakía, Mexikó, Spánn, Uruguay, Argentína og Búl- garía. Þegar á hólminn var komið kom fljótlega í ljós að lið Brasilíumanna myndi tæpast hafa þá yfirburði sem búizt hafði verið við. Þeir sigruðu Mexikana 2—0 í fyrsta leik sínum, en máttu svo teljast heppnir að ná jafntefli í næsta leik sem var við Tékka. í þeim leik varð Pele fyrir það alvarlegum meiðslum að hann gat ekki tekið þátt í fleiri leikjum í keppninni, og virtist fjarvera hans hafa mikil áhrif á brasi- líska liðið, sem lækkaði flugið og varð að breyta leikaðferð sinni. Það sigraði þó í sínum riðli og mætti síðan Eng- lendingum í átta-liða úrslitunum. Fyrir þann leik var mikill hugur í Englend- ingum, sem töldu að nú loksins væri þeirra tími kominn. En annað kom svo í ljós — þeir urðu enn að bíða. Brasilíu- mennirnir með Garrincha í broddi Frakkinn Just Fontaine. t úrslitakeppninni 1958 skoraði hann 13 mörk og hefur það met enn ekki verið slegið. fylkingar sigruðu 3—1 og voru þar með komnir í undanúrslitin, þar sem þeir sigruðu C’nile. í átta-liða úrslitunum voru Ungverjar, sem áttu þarna geysi- lega gott lið, einnig slegnir út. Þeir áttu áttatíu af níutíu mínútum í leik sínum við Tékka. Skot þeirra höfnuðu ýmist í þverslá eða stöngum, en aldrei í mark- inu. Hins vegar bar ein af sárafáum sóknum Tékkanna árangur og þeir gengu með sigur af hólmi, 1—0. Úrslitaleikurinn milli Brasilíumanna og Tékka þótti heldur bragðdaufur, en þar fóru leikar svo að Brasilía sigraði 3—1 og hélt þar með heimsmeistaratitl- inum, þó ekki með sama glæsibrag og þeir höfðu unnið til hans fjórum árum áður í Svíþjóð. ÁTTA LIÐA ÚRSLIT: Júgóslavía — Þýzkaland 1-0 (0-0) Brasilía — England 3—1 (1—1) Chile — Sovétríkin 2-1 (2-1) Tékkóslóvakía — Ungverjal. 1-0 (1-0) UNDANÚRSLIT: Brasilía — Chile 4-2 (2-1) Tékkóslóvakía — Júgóslavía 3-1 (0-0) ÚRSLIT: Um 3. sætið: Chile — Júgóslavía 1-0 (0-0) Um 1. sætið: Brasilía—Tékkósl. 3-1 (1-1) England 1966 egar Alf Ramsey tók við stjóm ^enska landsliðsins af Walter Winterbottom, lýsti hann því yfir að hann myndi gera liðið að heimsmeisturum 1966. Og hann stóð við orð sín. Eftir að Englendingar höfðu sigrað Þjóðverja í úrslitaleik keppninn- ar sagði Nobby Stiles, einn af leik- mönnum enska liðsins: „Þetta er þér að þakka Alf. Við hefðum ekkert getað án þín.“ Sennilega hefur aldrei verið önnur eins stemmning kringum úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar og var í Englandi árið 1966. Nú höfðu fjöl- miðlamir meira að segja en áður, og höfðu gert marga knattspyrnumenn að stjömum, og þegar þær nú leiddu sam- an hesta sína, var sú spuming áleitin hver væri beztur: Var það Jachin sem enn lék í marki Sovétmanna? Var það Uwe Seeler? Var það ungi maðurinn í 58

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.