Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 60

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 60
Argentina '78 þýzka liðinu sem svo mikið hafði verið talað um, Franz Beckenbauer eða var það Tostao í brasilíska liðinu. Sagt var einnig að Portúgalir hefðu frábæran leikmann í sínu liði, sem hét Eusebio. Verst var að Pele skyldi ekki vera í hópnum, en hann missti af þessari keppni vegna meiðsla. í Englandi léku eftirtalin lið í loka- keppninni: England, Efruguay, Mexikó og Frakkland í E riðli, V-Þýzkaland, Argentína, Sviss og Spánn í 2. riðli, Brasilía, Búlgaría, Ungverjaland og Portúgal í 3. riðli og í 4. riðli voru Italía, Sovétríkin, Chile og Norður-Kórea. Margt sögulegt gerðist þegar í riðla- keppninni. Brasilíumenn töpuðu þar sínum fyrsta leik í heimsmeistara- keppninni frá árinu 1954, er Portúgalir sigruðu þá með þremur mörkum gegn einu og í 4. riðlinum komu hinir smá- vöxnu Norður-Kóreumenn andstæð- ingum sínum í opna skjöldu. Gerðu þeir fyrst jafntefli við Chile, og lögðu síðan knattspyrnurisann Ítalíu af velli. Þegar riðlakeppninni var lokið stóðu eftir: V-Þýzkaland, Uruguay, England, Argentína, Portúgal, Norður-Kórea, Ungverjaland og Sovétríkin. Á einum leikjanna i átta-liða úrslitunum var langmestur áhugi, leik Argentínu og Englands sem fram fór á Wembley— leikvanginum í Lundúnum. Þess voru jafnvel dæmi að menn buðu fram al- eigu sína til þess að fá aðgöngumiða á þennan leik. Voru Englendingar nokk- uð kvíðnir fyrir leikinn, ekki sízt vegna þess að ein aðalhetja liðs þeirra, Jimmy Greaves hafði meiðzt, og gat ekki verið með. í hans stað tefldi Alf Ramsey fram Geoff Hurst, leikreyndum landsliðs- manni, sem hafði þó algjörlega brugð- izt í leik Englendinga við Danmörku skömmu fyrir heimsmeistarakeppnina. Leikur þessi verður eftirminnilegur öllum þeim er á horfðu. Leikmenn misstu algjörlega stjórn á skapi sínu, hvað eftir annað, einkum þó Argen- tínumenn, og oft lá við að leikurinn leystist upp í slagsmál. Aðeins eitt mark var skorað, og það gerði Geoff Hurst. Englendingar voru komnir í undanúr- slitin. Hin liðin sem komust i átta-liða úr- slitin öfunduðu Portúgal af andstæð- Norður-Kóreumenn komu mjög á óvart í keppninni 1966 og komust þar í milliriðla. Svo langt hefur „lítið“ lið ekki komist í langan tíma. 'FFES BA5ASAS HM í knattspyrnu ingum sínum í þeim, en það voru Norður-Kóreumenn. Það gat varla verið að þeir yrðu fjötur um fót, jafnvel þótt svo einkennilega hefði viljað til að þeir sigruðu ítali. Leikurinn fór fram í Liverpool. Strax á fyrstu mínútunni skoraði Norður-Kórea mark og eftir stutta stund var staðan 3—0 þeim í vil. En þá tók Eusebio, hetja þessarar heimsmeistarakeppni, til sinna ráða og í leiknum skoraði hann þrjú mörk, og Portúgalirnir unnu 5—3. Til úrslita léku svo Englendingar og Vestur-Þjóðverjar. Loftið var rafmagn- að á Wembley er dómarinn blés í flautu sína og leikurinn hófst. Leikur sem lengi verður í minnum hafður, og ekki sízt vegna frábærrar frammistöðu ljóta andarungans í enska liðinu, Geoff Hurst. í hálfleik var staðan 1—1, og að venjulegum leiktíma loknum var enn jafnt 2—2. I framlengingunni bættu Englendingar við tveimur mörkum, öðru mjög umdeildu, og það kom í hlut Bobby Moore, fyrirliða liðsins, að taka við heimsbikamum úr hendi Elísabetar Englandsdrottningar. Langþráður draumur Englendinga hafði rætzt. Og öll enska þjóðin fagnaði, og fannst það sízt of mikið þótt titillinn bættist fyrir framan nafn Álf Ramsey. ÁTTA LIÐA ÚRSLIT: England — Argentína 1-0 (0-0) V-Þýzkaland — Umguay 4-0 (1-0) Portúgal — Norður-Kórea 5-3 (2-3) Sovétríkin — Ungverjaland 2-1 (1-0) UND ANÚRSLIT: V-Þýzkaland - Sovétríkin 2-1 (1-0) England — Portúgal 2-1 (1-0) ÚRSLIT: Um 3. sætið: Portúgal-Sovétr. 2-1 (1-1) Um 1. sætið: England—V.-Þýzkal. 4-2 (1-1) b T*1 MeXIKO 1970 að var með hálfum huga sem 'l FIFA ákvað að þiggja boð _ Mexikana um að heims- meistarakeppnin 1970 færi fram í landi þeirra. Reynsla sú sem fengizt hafði á Ólympíuleikunum þar tveimur árum áður benti til þess að mjög erfitt væri fyrir óvana að leika erfiða leiki í fjalla- loftinu og hitasvækjunni sem er í land-

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.