Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 64

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 64
Hververðurarftak Skotinn Dalglish talinn líklegur I Argentina'78 Þótt heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu sé fyrst og fremst barátta milli landsliða, fer ekki hjá því að þar verða til stjörnur — leikmenn sem upp úr standa, og mikið er talað um, ekki að- eins á meðan á keppninni stendur, heldur og þegar henni er lokið. 1958 voru þeir Pele og Fontaine frá Frakk- landi stjörnur keppninnar, Ungverjinn Albert og sovéski markvörðurinn Jash- in voru mest umtöluðu leikmenn keppninnar 1962. í Englandi 1966 var það portúgalska perlan Eusebio sem vann hug og hjörtu knattspyrnuáhorf- enda, í Mexikó 1970 voru Gerd Múller, og Pele þeir sem mest athygli beindist að og í keppninni 1974 voru það Johan konungur Cruyff, og Franz keisari Beckenbauer er mesta aðdáun vöktu. En hver verður konungur eða keisari keppninnar í Argentínu? Um það er erfitt að spá á þessu stigi málsins, margir eru kallaðir, en fáir verða útvaldir. Nú verða hvorki Beck- enbauer né Cruyff meðal keppenda, þótt báðir séu reyndar í fullu fjöri enn. Má vera að það verði markakóngurinn frá 1974, Lato frá Póllandi, sem öðlast nú hylli almennings, — ef hann verður þá með í keppninni, já, eða Neeskens frá Hollandi, hinn frábæri leikmaður Real Madrid, sem stóð í skugga nafna síns Cruyffs í keppninni í Þýzkalandi. í skozka liðinu sem keppir í Argen- tínu er einnig leikmaður sem margir telja að muni bæta virðulegum titli við nafn sitt í keppninni í Argentínu. Sá er Kenny Dalglish, fyrrum fyrirliði skozka meistaraliðsins Celtic, nú leikmaður með enska bikarmeistaraliðinu Liver- pool. Að allra mati er Dalglish frábær knattspyrnumaður, og margir sem leikið hafa með honum og móti, eru sammála um að hann sé nú kominn í raðir allra beztu knattspyrnumanna heims og spá því að hann muni blómstra í keppninni í Argentínu. Átti að verða fyrirliði Rangers Kenny Dalglish er borinn og barn- fæddur í Glasgow og var heimili hans svo skammt frá Ibrox, heimavelli Glasgow Rangers, að ómur af hrópum áhorfenda bárust inn um stofuglugg- ann á laugardögum. Þegar það sýndi sig að Dalglish hafði ómældan áhuga á knattspyrnu og mikla hæfileika tók fjölskyldu hans að dreyma um að einn góðan veðurdag yrði hann fyrirliði Rangers og léki á Ibrox. Og fyrirliði var Dalglish, ekki hjá Rangers heldur hjá aðalandstæðingi þess liðs Glasgow Celtic — liðinu sem Jóhann Eðvaldsson leikur með. Tók Dalglish við fyrirliða- stöðunni af Billy McNeil og hélt henni, allt til þess að Celtic seldi þennan frá- bæra leikmann sinn til Liverpool. Hátt metinn Kaup Liverpool á Dalglish komu nokkuð á óvart í fyrra þegar þau voru kunngerð. Forráðamenn Celtic höfðu marglýst því yfir að hann væri ekki til sölu, hvað svo sem væri í boði, enda hafði hann verið lykilmaður Celtic— liðsins sem hreppti bæði bikarmeist- aratitilinn og Skotlandsmeistaratitilinn 1977. En Bob Paisley, þjálfari og fram- kvæmdastjóri Liverpool, er maður sem jafnan lætur ekki sitt laust, hafi hann á annað borð áhuga á að halda. Hann gerði Celtic einfaldlega tilboð sem fé- lagið gat ekki hafnað. 440.000 pund greiddi hann fyrir Dalglish, og hafði vel efni á því, þar sem hann hafði þá nýlega fengið 500.000 punda greiðslu frá þýzka félaginu Hamburger Sport- Verein sem keypti Kevin Keegan af Liverpool. Fljótt tekinn í hópinn Sagt er að Kenny Dalglish hafi kvið- ið fyrir því að fara til Liverpool, enda erfitt fyrir aðkomumann að komast inn í það sérstæða andrúmsloft sem er í kringum þetta lið. En Kenny var boð- inn hjartanlega velkominn strax og hann lét sjá sig á Anfield Road, heima- velli Liverpool, og hann var ekki búinn að vera í borginni nema tæpa viku, þegar hann var beðinn að vera guðfaðir lítillar telpu sem aðdáandi Liverpool— liðsins átti. Má geta þess að telpa þessi fékk nafnið Kevin. Kenny Dalglish var mjög heppinn í fyrstu leikjum sínum með Liverpool er keppnistímabilið hófst í fyrra. Hann var þá í toppformi og skoraði falleg mörk í hverjum leiknum af öðrum, og var þar með strax tekinn í guðatölu hinna tryggu aðdáenda Liverpool-liðs- ins, og sagt að hann hefði jafnvel enn meiri hæfileika en Kevin Keegan, og þótti þá fast að orði kveðið. 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.