Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 65

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 65
i Pele og Cruyffs? Slær met Denis Laws Kenny Dalglish lék sinn fyrsta landsleik fyrir Skotland árið 1971. Mótherjar Skotanna voru þá Belgíu- menn, og var Kenny raunar varamað- ur. Hann fékk þó að koma inná í leikn- um og stóð sig það vel, að síðan hefur hann verið fastur maður í skozka landsliðinu. Hann varð fljótlega einn af lykilmönnum liðsins og jafnvel Billy Bremner, hinn frægi fyrirliði skozka landsliðsins, stóð fljótlega í nokkrum skugga af honum. Enginn vafi er á því að Kenny mun slá landsleikjametið sem Denis Law á fyrir Skotland. Law lék samtals 55 leiki, en Kenny er þegar kominn með 50 leiki, og ekki ósennilegt að hann nái metinu í keppninni í Argentínu. Dalglish hefur þegar reynslu í heimsmeistarakeppni. Hann lék með skozka landsliðinu í Þýzkalandi 1974, en þar fóru leikar svo að Skotarnir töp- uðu ekki leik í riðlakeppninni, en kom- ust hins vegar ekki áfram, þar sem tvö hinna liðanna höfðu sömu stigatölu og þeir, en betra markahlutfall. Gátu Skotarnir sannarlega nagað sig í hand- arbökin fyrir að leggja sig ekki meira fram í fyrsta leik sínum í keppninni - gegn Zaire, sem þeir létu sér nægja að vinna 2—0. Kenny Dalglish hefur oftsinnis sagt að heimsmeistarakeppnin í Þýzkalandi hafi orðið sér gífurleg vonbrigði. — En við stöndum okkur miklu betur í Argentínu, hefur hann svo jafnan bætt við, og bjartsýni hans virtist enn aukast er Skotar skiptu um framkvæmdastjóra fyrir landsliði sínu, þegar Ally Mac- Leod tók við af Willie Ormond, sem þó hafði alltaf haft mikið álit á Dalglish og staðið drengilega með honum þegar vafi þótti leika á því að hann ætti heima í landsliðinu. miklar tekjur af því að koma fram í auglýsingum — auglýsti jafnt glugga- tjöld og bifreiðar og með Sandy Jar- dine, leikmanni í Glasgow Rangers söng hann inn á hljómplötuna „Each Saturday“ sem komst á skömmum tíma Framhald á bls. 97 Langur frægðarferill Þótt Kenny Dalglish sé enn á bezta aldri knattspymumanna á hann langan frægðarferil að baki. Hann kom til Celtic á miðjum sjöunda áratugnum, og leið ekki á löngu unz hann var orðinn fastur maður í liði þeirra. Vinsældir hans urðu brátt með ólíkindum, og þær kunni pilturinn að nota sér. Hann hafði 65

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.