Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Qupperneq 67

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Qupperneq 67
Gatti mjög sérstæður og skemmtileg- ur persónuleiki. Hann er með hár niður á herðar, og hefur auk þess heitið því að raka sig ekki fyrr en eftir keppnina í sumar. Gatti var í liði Argentínu sem tók þátt í heimsmeist- arakeppninni í Englandi 1966, en var þar varamarkvörður og fékk lítið að sýna sig. Eftir þá keppni gerðist hann liðsmaður argentínska liðsins At- lanta, en var fljótlega seldur til Boca Juniors og hefur hann leikið með því liði síðan. Dominique Rocheteau (Frakk- landi) Dominique Rocheteau, 23 ára tengiliður í þekktasta knattspyrnuliði Frakklands, Saint Etienne verður vafalaust í sviðsljósinu í lokakeppn- inni í Argentínu, og er það talinn mikill styrkur fyrir franska liðið að hann skuli geta farið í ferð þessa. Um tíma leit illa út, þar sem Rocheteau hefur átt við þrálát meiðsli að stríða og verið meira og minna frá, í hálft annað ár. Hann átti drýgstan þátt í því að franska liðið fékk farseðla til Argentínu, þar sem hann sýndi sann- kallaðan stjömuleik er Frakkar mættu Búlgörum í undankeppninni. Þann leik þurfti Frakkland að vinna til þess að tryggja sig áfram. Strax í upphafi leiksins skoraði Rocheteau fallegt mark, og síðar í leiknum lagði hann tvö önnur upp. Frakkarnir segja reyndar að pilturinn sé þeirra George Best, þar sem hann hefur átt erfitt með að beygja sig undir þann aga sem knattspyrnunni fylgir, en nýlega sagði Rocheteau í blaðaviðtali, að nú væri hann búinn að hlaupa af sér hornin, og knattspyrnan ætti framvegis hug hans allan. Ekki mun af veita í Argentínu þar sem Frakkarnir leika í erfiðasta riðlinum. Hans Krankl (Austurríki) Þótt Hans Krankl sé aðeins 24 ára að aldri hefur hann vakið mikla at- hygli í landsleikjum sínum með Austurríki og þá ekki sízt fyrir það hversu mjög hann er markheppinn. Þegar Austurríki mætti Möltu i und- ankeppninni nú, skoraði hann t.d. sex af níu mörkum liðsins, og í 19 fyrstu landsleikjum sínum skoraði hann eigi færri en 17 mörk. Árið 1974 skoraði hann 36 mörk á keppnistímabilinu og var því mjög nærri þvi að hljóta hin eftirsóknarverðu verðlaun franska knattspyrnutímaritsins „France Football“ — gullknöttinn. Auk þess að vera frægur markaskorari er Krankl einnig þekktur fyrir mikið skap og fékk hann t.d. að sjá rauða spjaldið í leik Austurríkis og Austur- Þýzkalands í undankeppninni, er hann gerði sér það ekki að góðu að dómarinn dæmdi mark sem hann skoraði ógilt vegna rangstöðu. Hans Krankl hefur leikið með Vínarliðinu Rapid frá því að hann gerðist at- vinnumaður í knattspyrnu, og ekki litið við girnilegum atvinnutilboðum sem honum hafa borist frá Hollandi og Þýzkalandi. Hugo Gatti (Argentínu) Aðalmarkvörður argentínska landsliðsins í keppninni verður vafa- laust hinn 33 ára Hugo Gatti, sem um árabil hefur óumdeilanlega verið bezti markvörður í Argentínu, og átti drýgstan þátt í því að lið hans Boca Juniors sigraði í meistaraliðakeppni Suður-Ameríku í ár, en þá varði hann vítaspyrnu í úrslitaleiknum við Cruzeiro frá Brasilíu. Auk þess að vera frábær knattspyrnumaður þykir Kazimierz Deyna (Pólland) Kazimierz Deyna verður sennilega fyrirliði pólska landsliðsins í keppn- inni í Argentínu, en þar hefur það bronsverðlaun að verja. Deyna sem nú er 30 ára að aldri, vakti fyrst veru- lega athygli á sér á Olympíuleikunum í Múnchen 1972, en þá varð hann markhæsti maður pólska liðsins sem vann Olympíugullið. Tveimur árum síðar var hann aðalmaðurinn í pólska liðinu sem vann sigur yfir Brasilíu í keppninni um þriðja sæti heims- meistarakeppninnar, á sama velli og Olympíugullið hafði unnist. Eftir keppnina sýndi Deyna mikinn áhuga á því að gerast atvinnumaður í Vest- ur-Evrópu og fékk góð tilboð bæði frá Bayern Múnche og AZ Alkmaar. Pólverjar banna hins vegar knatt- spymumönnum sínum að leika með erlendum liðum fyrr en þeir eru orðnir þrítugir og þess vegna varð Deyna að gera sér það að góðu að sitja heima. Hann ætlaði sér þá að hætta í knattspyrnunni, en var press- aður til þess að halda áfram fram yfir heimsmeistarakeppnina í sumar, og úr því sem komið er segist hann stefna að því að eyða síðustu knattspymu- árum sínum sem atvinnumaður í Vestur-Evrópu — vilji sig einhver eftir keppnina í Argentínu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.