Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Síða 69

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Síða 69
Argentina'78 Rob Rensenbrink (Hollandi) Það kemur sennilega í hlut hins 29 ára Rob Rensenbrinks að taka upp merki Johans Cruyff í heimsmeist- arakeppninni. Hann hefur lengi verið í fremstu röð knattspymumanna í Evrópu, en varð fyrst heimsfrægur eftir þátttöku sína í heimsmeistara- keppninni 1974. Þar átti hann hvem leikinn öðrum betri, fram til úrslita- leiksins, en þá varð hann fyrir meiðslum í fyrri hálfleik, og var skipt útaf snemma í seinni hálfleiknum. Rensenbrink hefur leikið með belg- ískum liðum allt frá árinu 1968, fyrst með FC Brúgge, en síðan með And- erlecht, þar sem hann hefur náð mjög góðum árangri. Hann skoraði t.d. tvö mörk er Anderlecht sigraði í úrslita- leik Evrópubikarkeppni bikarhafa árið 1976 og sama ár skoraði hann þrennu í landsleik Hollendinga við Belgíumenn í Evrópukeppni lands- liða. Sodoq Attouga ((Túnis) Fyrirliði Túnis í lokakeppninni verður markvörður liðsins, Sadoq Attouga. Hann er nú 32 ára að aldri og hefur verið fastur maður í landsliði Túnis í röskan áratug. Túnislmar sem telja alla úrvalsleiki með landsleikj- um segja Attouga eiga 130 landsleiki að baki, en sú tala er nokkuð langt frá því að standast. í undankeppni heimsmeistarakeppninnar að þessu sinni, var það fyrst og fremst frammistaða hans sem færði Túnis farseðlana til Argentínu. Hann átti hvern leikinn öðrum betri, og dóm- arar frá Evrópu sem dæmdu flesta leiki Túnis í undankeppninni, sögðu að hann væri eini knattspymumað- urinn sem þeir hefðu séð í þeirri keppni, sem stæði fyllilega jafnfætis knattspyrnumönnum í Evrópu. Vafa- laust verður róðurinn erfiður fyrir Attouga og Co. í keppninni nú, — hann fær nóg að gera i markinu, en stendur vafalaust fyrir sínu. Berti Vogts (V-Þýzkalandi) Fyrirliði Vestur-Þjóðverja í keppn- inni í Argentínu verður hinn 31 árs gamli leikmaður með Borussia Mönchengladbach, Berti Vogts. Hlutverk hans í keppninni verður engan veginn auðvelt, þar sem miklar kröfur verða gerðar til Þjóðverjanna heimafyrir, að þeir verji titil sinn. Vogts var í liði Þýzkalands er varð heimsmeistari 1974 og fékk það erfiða hlutverk í úrslitaleiknum að gæta hins fræga Johans Cruyff, hvað hann gerði með miklum ágætum, enda þykir hann sérfræðingur í að stöðva hættu- lega mótherja. Honum brást þó eftir- minnilega bogalistin í þeim efnum er hann átti að gæta Englendingsins Kevins Keegan í úrslitaleik Borussia og Liverpool í Evrópubikarkeppninni í fyrra, og var sagt eftir þann leik, að Vogts væri búinn að lifa sitt fegursta í knattspymunni. f vetur hefur hann afsannað það rækilega, og var fyrsti maður sem Helmut Schön valdi í lið það sem verja á titilinn í keppninni núna. Pirri (Spánn) Fullu nafni heitir hann Jose Martinez Sanchez og allt frá árinu 1965 hefur hann verið í fremstu röð knattspyrnumanna á Spáni. Hann hefur átt mikinn þátt í að gera liðið sem hann leikur með, Real Madrid, að því stórveldi sem það hefur verið á undanförnum árum, og drjúgt lið hefur hann einnig lagt spánska landsliðinu. Það sætti reyndar nokk- urri gagnrýni á Spáni, að Pirri skyldi valinn til Argentínuferðarinnar, þar sem hann er sennilega búinn að lifa sitt fegursta sem knattspymumaður. Þjálfari spánska liðsins svaraði þeirri gagnrýni hins vegar með því að hann tæki Pirri með sér í ferð þessa, hvort sem hann gæti leikið knattspyrnu eða ekki. Nærvera hans væri liðinu nauð- synlegur styrkur, og hann gæti leyst öll þau vandamál sem kynnu að koma uppá. Sjálfur segir Pirri að keppnin i Argentínu sé sér ekkert takmark. Hann ætli nú að leggja skóna á hill- una og snúa sér að námi í læknisfræði, en um það hafi hann alltaf dreymt. Willie Johnstone (Skotlandi) Einn þeirra leikmanna sem Skotar setja mikið traust á í keppninni í Argentínu er Willie Johnstone, leik- maður með enska liðinu West Brom- 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.