Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 71

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 71
Argentina'78 wich Albion. Johnstone er ef til vill ekki í röðum frægustu skozku knatt- spymumannanna, en hann þykir gíf- urlega traustur og harður í hom að taka. — Stundum reyndar of harður, þar sem það hefur oft hent að hann hefur fengið að sjá rauða spjaldið í kappleikjum sínum, og raunar einu sinni verið dæmdur í níu vikna keppnisbann fyrir ruddaskap. Þá lék hann með Glasgow Rangers, og meðan hann var í banninu notaði W.B.A. tækifærið og keypti hann fyrir fremur lága upphæð — 140.000 pund. í undankeppninni gengdi Johnstone veigamiklu hlutverki í skozka lands- liðinu, og átti mikinn þátt í því að Skotar náðu þessu takmarki sínu. Dino Zoff (ítalíu) Einn af „gömlu“ mönnunum í heimsmeistarakeppninni verður markvörður ítalska landsliðsins, Dino Zoff, sem verður nær 36 ára að aldri þegar slagurinn hefst. Segist hann ætla að leika knattspymu þangað til hann komist á fimmtugsaldurinn, eða jafnvel vel það. Hróður Zoff hefur borist víða um lönd, og þegar hann kom til Þýzkalands með ítalska landsliðinu til heimsmeistarakeppn- innar 1974, hafði hann staðið í mark- inu 1.143 mínútur án þess að fá á sig mark. í þeirri keppni vegnaði ítölum hins vegar ekki vel, vörn liðsins þótti opin og Zoff mátti ekki við margnum. Þegar ítalska liðið var valið fyrir keppnina í Argentínu, sætti það nokkurri gagnrýni að Zoff skyldi val- inn. Menn töldu hann vera orðinn of gamlan. Þeirri gagnrýni svaraði hann með því að verja tvívegis vítaspyrnu í leik með liði sínu gegn hollenzka lið- inu Ajax í Evrópubikarkeppni meist- araliða í vetur, og víst er að síðan hefur ekki verið um það talað að honum sé ofaukið í ítalska landslið- inu. Sjálfur segist Zoff vera farinn að tapa snerpu, en mikil reynsla komi aftur á móti, og hún sé ekki síður mikilvæg. Hassan Rowshan (íran) Einn bezti knattspymumaðurinn sem íranir tefla fram í heimsmeist- arakeppninni í Argentínu er hinn 23 ára Hassan Rowshan, sem hefur um árabil verið fastur maður í landsliði íran, og jafnan mjög markheppinn. Það var t.d. hann sem skoraði eina mark leiksins er Iran og ísrael kepptu til úrslita í knattspyrnukeppni Asíu- leikanna 1974, og í undankeppninni nú var hann mjög atkvæðamikill, einkum í þeim leikjum sem voru mest áríðandi fyrir lið hans. Þannig skoraði hann t.d. tvö mörk í leik íran við Ástralíu í undankeppninni. Að und- anfömu hefur Rowshan átt við meiðsli að stríða, en eftir skurðaðgerð sem gerð var á honum í Vestur— Þýzkalandi, er líklegt að hann geti leikið með liði sínu í Argentínu. Rowshan er áhugamaður eins og fé- lagar hans í íranska landsliðinu, og æfir hann að jafnaði 2—3 klukku- stundir í viku, sem ekki þykir mikið, ekki einu sinni hérlendis. Victor Rangel (Mexikó) Yngsti leikmaður mexikanska liðs- íns í Argentínu verður Victor Rangel, sem nú er rúmlega tvítugur. Binda Mexikanar miklar vonir við hann í keppninni, enda hefur Rangel þegar sýnt það að mikils má af honum vænta. Það var hann sem færði Mexikó Mið-Ameríkutitilinn í knatt- spymu árið 1975, og á Olympíuleik- unum í Montreal þótti hann standa sig frábærlega vel, og skapaði hann oft usla í vöm andstæðinganna með ótrúlegum hraða sínum. Fyrsti leikur Rangel í heimsmeistarakeppninni var er Mexikó mætti Haiti í undan- keppninni og skoraði hann þrennu í þeim leik. Þrátt fyrir ungan aldur á Rangel nú um 50 landsleiki að baki og hefur hann skorað rösklega 40 mörk í þeim, og ætlar sér að bæta verulega í safnið í keppninni í Argentínu. 71

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.