Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 81

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 81
breytingar kæmu fram. Einnig var fylgst með öndunartíðni. Auk þeirra mælinga er beint lutu að þrekmælingunum sjálfum voru gerðar einfaldar mælingar á öndunar- færum áður en áreynsla hófst. Við þær at- huganir var notaður öndunarmælir (Bern- stein) sem mælir loftstærð lungna (vital capacity), sem er munurinn á því magni lofts sem lungun rúma við dýpstu innöndun og mestu útöndun. Hámarkshraði lofts um öndunarvegi var einnig mældur með því að láta viðkomandi blása í flæðismæli (peak flow meter) af öllum kröftum. Rannsóknarefnið Þær þrekmælingar sem hér er greint frá, og fram fóru á umræddu tímabili, ná til 137 íþróttamanna. Þeir skiptast eftir íþrótta- greinum í 82 knattspymumenn á aldrinum 11-31 árs, 37 handknattleiksmenn 18-30 ára og 18 hlaupara 15-32 ára. Nánar er greint frá tveim fyrri hópunum í töflu 1 og þriðja hópnum í töflu 2, og má þar sjá fjölda í hverjum aldurshópi ásamt hæð og þyngd. Aðeins 3 konur, allar hlauparar, voru í hópnum. Knattspyrnumennirnir voru aðallega úr tveimur knattspyrnufélögum í Reykjavík og nágrenni, allt frá 5. flokki upp í meistara- flokk. Handknattleiksmennirnir voru allir í meistaraflokki og nokkrir þeirra einnig í landsliði. Hér var því um íþróttamenn í all- góðri þjálfun að ræða, a.m.k. á íslenskan mælikvarða. Eftirtektarvert er, að þeir unglingar er skipa 16 ára aldursflokkinn eru óvenju stórvaxnir svo sem meðaltöl hæðar og þyngdar gefa til kynna, en þau eru all- miklu hærri en meðalgildi þessa aldursfloks (óbirtar rannsóknir). Hlaupararnir skiptust í spretthlaupara, millihlaupara, millilanghlaupara og lang- hlaupara, eins og fram kemur í töflu 2. Að minnsta kosti 10 af þessum 18 hlaupurum voru í allgóðri þjálfun, þegar prófun fór fram. Til marks um þjálfun þeirra má hafa að algengt var, að hlauparar í millivega- lengdum hlypu 100 km á viku. Niðurstöður í töflu 1 eru, auk þyngdar- og hæðar- mælingar, birtar niðurstöður þeirra athug- ana er gerðar voru á starfsemi öndunarfæra handknattleiks- og knattspyrnumanna. Mælingar á loftstærð lungna (FVC) leiddu í ljós, að ekki er marktækur munur á meðal- tölum hjá íþróttamönnum og þeim, sem ekki stunda íþróttir (óbirtar niðurstöður). Ef litið er á einstakar niðurstöður þessara mælinga kemur í ljós að hæsta gildi FVC er 8.43 lítrar. Mældist það hjá 21 árs gömlum handknattleiksmanni, og mun vera meðal hæstu gilda sem mælst hafa (Ástrand og Rodahl 1970 (2), Wilmore og Haskel 1972 (9). Tafla 2 sýnir niðurstöður um hlaupara. Athyglisvert er að tvítugir hlauparar hafa lægri FVC gildi en þau lægstu, sem mældust hjá handknattleiks- og knattspyrnumönn- unum. Loftflæðishraði er innan eðlilegra marka bæði í töflu 1 og töflu 2. Tafla 3 sýnir hjartsláttarhraða við mesta álag hjá handknattleiks- og knattspyrnu- mönnum. Tölurnar benda eindregið til þess að fullt álag hafi náðst í flestum tilvikum. Þetta er mjög mikilvægt atriði og raunar skilyrði þess að hægt sé að leggja niður- stöðurnar til grundvallar mati á þreki ein- staklinga. í sömu töflu má sjá súrefnis- neyslu þessara hópa, bæði sem heildar- TAFLA 1 11 ( 11,6) 8 39,1 ( 30,5- -53,0) 148,6 ( 140,5 -164,07 3,36 ( 2,50- -5,02) 374 ( 280-4 80) 12 ( 12,5) 9 42,2 ( 34,5- -47,5) 154,7 ( 145,5 -164,0 7 3,08 ( 2,80- -3,49) 371 ( 295-420) 13 ( 13,6) 6 46,3 ( 37,0- -62,5) 157,4 ( 146,0- 177,5) 3,36 ( 3,04- -4,93) 468 ( 400-575) 14 ( 14,4) 5 53,1 ( 43,5- -60,0) 169,0 ( 157,0- 176,0 7 4,04 ( 3,04- -4,697 462 ( 400-550) 15 ( 15,5) 6 60,7 ( 46,5- -76,5) 173,5 ( 160,0- 181,5) 4,53 ( 3,78- -5,29) 506 ( 450-610) 16 ( 16,6) 4 74,1 ( 68,5- -81,0) 183,3 ( 182,5- 184,57 5,61 ( 5,26- -5,92) 556 ( 4y5-605) 17 ( 17,6) 10 70,5 ( 59,5- -83,5) 181,8 ( 168,5- 195,0) 5,30 ( 4,45- -6,22) 545 ( 475-600) 18 ( 18,6) 8 68,1 ( 58,0- -76,5) 177,4 ( 168,0- 185,07 5,31 ( 4,21- -6,83) 590 ( 500-655) 19 ( 19,2) 5 68,9 ( 61,5- -72,07 181,7 ( 176,0- 191,57 5,52 ( 4,62- -6,067 555 ( 480-6 35) 20 ( 20,3) 6 75,1 ( 66,0- -83,5) 181,6 ( 177,5- 183,57 5,90 ( 5,12- -6,93) 528 ( 475-570) 21 ( 21,4) 11 76,1 ( 65,5- -94,0 7 182,9 ( 170,5- 195,0) 6,00 ( 4,93- -8,48) 594 ( 485-690) 22 ( 22,6) 9 77,5 ( 70,5- -94,5) 181,8 ( 177,5- 191,07 6,05 ( 4,69- -7,09) 6 37 ( 545-715) 23 ( 23,3) 7 79,2 ( 70,5- -90,0) 183,6 ( 172,0- 190,57 5,94 ( 5,15- -6,74) 610 ( 550-710) 24 ( 24,4) 12 74,5 ( 66,0- -87,5) 180,5 ( 172,0- 188,5) 5,58 ( 4,50- -6,35) 602 ( 520-670) 25 ( 25,1) 3 81,2 ( 79,0- -84,5) 183,7 ( 181,5- 187,07 5,79 ( 5,46- -6,117 623 ( 580-665) 26 ( 26,4) 4 82,4 ( 76,0- -90,5) 182,6 ( 176,0- 187,07 6,44 ( 5,95- -6,93) 618 ( 570-750) 27 1 86,5 191,5 5,97 645 28 ( 28,4) 2 78,5 ( 72,0- -85,0) 176,3 ( 175,0- 177,57 5,52 ( 5,48- -5,56) 585 ( 550-620) 30 1 79,0 184,0 5,43 605 31 2 83,3 ( 81,5- 85,0) 182,0 ( 174,5- 189,5) 5,52 ( 5,48- 5,56) 583 ( 575-590) 81

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.