Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 89

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Side 89
h í bikarkeppninni fór að láta verulega að sér kveða, en enski meistaratitillinn féll þó ekki því í skaut fyrr en árið 1962, og er það raunar í eina skiptið sem liðið hefur hlotið eft- irsóknarverðan titil, þar til nú að það varð bikarmeistari. Aðalstjarna Ipswich-liðsins er vafa- laust Trevor Whymark, sem hefur verið hjá félaginu allan sinn keppnisferil. Hann lék fyrst með því sem áhuga- maður árið 1967, en gerðist atvinnu- maður árið 1969 og hefur allt frá þeim tíma verið í hópi markhæstu leikmanna í ensku knattspyrnunni. Orslitaliðin í ensku bikarkeppninni hófu keppni í 3. umferð keppninnar, eins og 1. deildar lið gera jafnan. Þá sigraði Arsenal 2. deildar lið Sheffield United 5—0, og Ipswich sigraði Cardiff City 2—0.1 fjórðu umferð keppti Arsenal við Wolverhamp- ton Wanderers og sigraði 2—1, en mót- herji Ipswich í fjórðu umferðinni var Hartlepool sem Ipswich sigraði 4—1. í fimmtu umferð keppti Arsenal við Wals- all og sigraði 4—1, en Ipswich keppti við Bristol Rovers. Varð fyrst jafntefli 2—2, en í aukaleik sigraði Ipswich 3—0. í sjöttu umferð sigraði Arsenal lið Wrexham 3-2, en Ipswich bar sigurorð af Millwall 6—1. Var þá komið að undanúrslitunum, en auk þessara liða komust í þau Orient sem unnið hafði Middlesborough 2-1 í átta Iiða úrslitunum og West Bromwich Al- bion sem lagði meistaralið Notthingham Forest 2—0. Arsenal hafði heppnina með sér í drættinum og fékk Orient sem mót- herja. Átti Lundúnaliðið ekki í miklum erfiðleikum að yfirstíga þann þröskuld, vann 3-0, en Ipswich þótti koma mjög á óvart með því að sigra W.B.A. 3-1. Gælunafn: The blue (Hinir bláu) Stofnað: Árið 1887. Tók upp atvinnumennsku árið 1936. Heimavöllur: Portman Road, Ipswich (Heimilisfang Suffolk IP 1 2DA) Árangur: Enskur meistari árið 1962. Enskur bikarmeistari 1978. Metsigur: 10—0 yfir Floriana frá Möltu í Evrópubikar- keppninni 1962. Metósigur: 1—10 í leik við Fulham í 1. deild 1963. Búningur: Blá treyja, hvítar buxur og bláir sokkar. Vara- búningur: Gul treyja, bláar buxur, gulir sokkar. 89

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.